Samlíðan - tungumál, bókmenntir, samfélag - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.4.2018

Í rannsóknarverkefninu Samlíðan: mál, bókmenntir, samfélag var lagður grunnur að samþættingu aðferða úr sálfræði, málfræði, bókmenntum og lífvísindum til að menn yrðu nokkru nær um samlíðan. 

Gerðar voru margar eigindlegar og megindlegar rannsóknir á tengslum milli samlíðanar og ýmissa viðhorfa til máls, bókmennta og samfélags. Þær staðfestu að nokkru erlendar rannsóknir, t.d. að karlar séu almennt hægri sinnaðri en konur  og að samlíðan mælist meiri meðal kvenna en karla – en hana megi þó  auka með áreiti meðal karla. Í sömu mund fengust  einkar forvitnilegar vísbendingar um ýmis atriði er snúa að viðfangsefninu, m.a. að fordómar sem draga úr samlíðan kunni að vera minni hérlendis en víða erlendis (t.d. í afstöðu til kyns (kvenna, hinsegin fólks)); að ákveðinn hluti framhaldskólanema lesi einkum skáldskap á ensku; að kynslóðamunur sé á afstöðu fólks til tiltekinna bókmenntagreina og að með lestri bókmennta sækist menn almennt frekast eftir vellíðan.

Heiti verkefnis: Samlíðan - tungumál, bókmenntir, samfélag
Verkefnisstjóri: Bergljót S. Kristjánsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  130676









Þetta vefsvæði byggir á Eplica