Stjórnun á genatjáningu í lyktarklumbu - virknistýrð tauganet - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.12.2015

Tjáning var staðfest með mótefnalitunum og borin var saman genatjáning í músum stökkbreyttum fyrir Mitf-genið og villigerðarmúsum og lyktarhæfni þeirra mæld.

Heiti verkefnis: Stjórnun á genatjáningu í lyktarklumbu - virknistýrð tauganet
Verkefnisstjóri: Pétur Henry Petersen, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2014
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  120405

Miðtaugakerfið er byggt upp af taugafrumum og tengingum þeirra á milli. Skilningur á heilanum, og m.a. taugasjúkdómum, er fall af skilningi okkar á starfsemi taugafrumna í tíma og rúmi. Mitf-umritunarþátturinn er tjáður í taugafrumum en hlutverk hans þar er óþekkt. Tjáning var staðfest með mótefnalitunum og borin var saman genatjáning í músum stökkbreyttum fyrir Mitf-genið og villigerðarmúsum og lyktarhæfni þeirra mæld. Í ljós kom að stökkbreyttu mýsnar eiga auðveldara með að aðgreina lykt. Einnig kom í  ljós að fjöldi millitaugunga er hærri í stökkbreyttu músunum og að tjáning á mikilvægum jónagöngum kalíums er breytt. Hvorutveggja gæti útskýrt hina breyttu svipgerð. Frumuræktunartilraunir standa enn yfir til að fastslá hvert hlutverk Mitf, sem virðist vera víðfemt og nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi, sé í taugafrumum.  Rannsóknarniðustöður verða birtar 2016.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica