Streituviðbrögð við greiningu lungnakrabbameins og áhrif á lifun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.8.2018

Markmið þessarar þverfræðilegu vísindarannsóknar var að auka þekkingu á áfallastreituviðbrögðum einstaklinga sem greinast með lungnakrabbamein og mögulegu hlutverki þeirra viðbragða í framvindu sjúkdómsins. 

Með verkefnisstyrk Rannsóknasjóðs höfum við byggt upp einn stærsta og umfangsmesta rannsóknarefnivið á heimsvísu á þessu sviði. Af 255 sjúklingum sem boðin var þátttaka í rannsókninni, tóku 166 sjúklingar (65%) þátt í umfangsmikilli gagnasöfnun gegnum svörun spurningalista og með söfnun lífsýna, þar á meðal á þvagi, hári, munnvatni, blóði og æxlisvef.  Eftirfylgd með sjúklingum og greining gagna stendur nú yfir til ársloka 2019. Fyrstu niðurstöður benda til þess að greining lungnakrabbameins sé gífurlegt áfall fyrir sjúklinga en lífeðlisfræðilegar breytingar við slíkt áfall geta haft veruleg áhrif á sjúkdómsþróun og framgöngu sjúkdómsins.  Verði þessar vísbendingar staðfestar í þeirri greiningarvinnu sem framundan er geta slíkar niðurstöður haft veruleg áhrif á klíníska nálgun og meðhöndlun einstaklinga sem greinast með lungnakrabbamein.

English

The overarching aim of this interdisciplinary project was to advance current understanding of the psycho-biologic stress-response experienced by patients at lung cancer diagnosis and the potential role of the stress-response in disease progression.  With the grant support from the Icelandic Research Fund, we have established one of the largest and most comprehensive research platforms to date to address these important research questions. Out of 255 eligible patients, 166 patients (65%) participated in a comprehensive data-collection, including self-reports (questionnaires), detailed biomarker ascertainment and tumour tissue collection.  Follow-up of patients and analyses of the data are ongoing with estimated completion by the end of 2019. Our preliminary results indicate that being diagnosed with lung cancer is a severe emotional stressor which may have potent influence on the patients’ neuro-endocrine profile as well as disease course. If confirmed in our ongoing analytic work, these findings may have profound implications for clinical management of patients diagnosed with lung cancer. 

Heiti verkefnis: Streituviðbrögð við greiningu lungnakrabbameins og áhrif á lifun / Stress-response to a lung cancer diagnosis and impact on progression
Verkefnisstjóri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 25,452 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141667

Þetta vefsvæði byggir á Eplica