Virkni stammeðferðar á eldri börn sem stama - meðferð stjórnað af foreldrum með skilyrtri svörun – klínísk rannsókn (II. stig) - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.3.2018

Rannsóknin kannaði nýja meðferð við stami barna á aldrinum 9-13 sem höfðu stamað í lengri tíma. Samkvæmt fyrri rannsóknum hefur ávinningur af meðferð fyrir þennan aldurshóp verið takmarkaður. Þörfin er hins vegar mikil því vaxandi líkur eru á því að börn á þessum aldri sem stama muni glíma við þrálátt stam og auk þess verða börn á þessum aldri oft fyrir stríðni vegna stamsins.

Meðferðin byggðist á því að foreldrum og börnum var kennt að nota rofþjálfun (e. time-out training) við staminu þannig að börnin stoppuðu og hættu að tala í stutta stund eftir að þau stömuðu. Ennfremur var ákveðnu meðferðarskipulagi fylgt í rúm tvö ár til að viðhalda árangri þjálfunarinnar. Alls var 43 þátttakendum vísað í rannsóknina en eingöngu 11 börn stömuðu það greinilega við athugun að þau uppfylltu viðmið um þátttöku. Það kom því í ljós að langflestir eða milli 70-80% sem stama á þessum aldri stama frekar lítið. Alls tóku sjö þátt í rannsókninni og  náðu fjórir að klára meðferðina. Hjá þessum hópi minnkaði stamið mjög mikið. Talið var metið endurtekið af myndbandsupptökum við mismunandi aðstæður fyrir og eftir þjálfun og á meðan þjálfuninni stóð í meira en 2 ár. Að meðaltali stömuðu þátttakendur á 8% af atkvæðum fyrir meðferð en eftir meðferð var stamið eingöngu 0,4% af stömuðum atkvæðum að meðaltali. Líðan og lífsgæði þátttakenda mældust marktækt betri eftir meðferð. Meðferðin er ný og mjög árangursrík fyrir hóp barna sem geta ekki tjáð sig án stams. Það sýndi sig að það skipti miklu máli varðandi árangur meðferðarinnar að meðferðarplani (fidelity) væri fylgt eins og lagt var upp með. Niðurstöður lofa góðu og er nauðsynlegt að huga að frekari þróun og rannsóknum á þessari meðferð og þá fyrir stærri hóp barna.

English:

The present study investigated a new treatment approach for school-age children age 9-13 years who had been stuttering for some time.  Earlier studies have reported relatively poor benefits from stuttering treatment for this age group. Effective therapy is needed to avoid the development of chronic stuttering and because stuttering in this age group is often associated with bullying. The treatment was parent-based using time-out as the training method, wherein the children stopped speaking for few second when stuttering occurred. Further performance-contingent maintenance schedules was used for over two years to maintain the benefits of the treatment. The participants were referred to the study through a wide network of referral sources across Iceland. Of a total of 43 of potential clients, 11 met the inclusion criterion of at least 3% syllables stuttered in clinical setting. It can be estimated that the majority of the group of children who stutter in this age group can be classified as persons who have a mild stutterer.   Seven participants volunteered to participate and four managed to get through the program. The speech performance for each participant was repeatedly video-recorded and measured before during and after treatment, across different speaking situations over a period of two years. The participants stuttered on average 8% syllable stuttered before the treatment but 0,4% after treatment. Participants’ quality of life improved significantly. The effect of the treatment depended on its fidelity, which refers to how accurately the participants followed the treatment plan. This new treatment approach was effective for the defined client group who stuttered severely and could not speak without stuttering. The results are very promising but further development and investigation of the treatment are necessary involving a larger group of children.  

Heiti verkefnis: Virkni stammeðferðar á eldri börn sem stama - meðferð stjórnað af foreldrum með skilyrtri svörun – klínísk rannsókn (II. stig) / Efficacy of a parent-managed response-contingent stuttering treatment program for older-aged children who stutter - a phase II clinical trial
Verkefnisstjóri: Jóhanna Einarsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 26,451 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141029









Þetta vefsvæði byggir á Eplica