Framhaldslíf Snorra Sturlusonar: Þvermenningarleg rannsókn um hlutverk Snorra í menningarminni Íslands, Danmerkur og Noregs - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Aðalmarkmið þessa verkefnis var að kortleggja framhaldslíf höfðingjans, skáldsins og sagnfræðingsins Snorra Sturlusonar (1179-1241) í Danmörku, Noregi og Íslandi á síðari öldum (um 1770-1950).
Þetta framhaldslíf hefur verið kortlagt með tilviksrannsóknum þar sem áhersla er lögð á þau mismunandi hlutverk sem Snorri hefur leikið í þjóðernislegri umræðu þessara þriggja landa. Hvernig er mögulegt að útskýra þann mun sem er á ímynd Snorra í þessum löndum með tilliti til þjóðernis og (yfir)þjóðlegrar sjálfsmyndar. Og hvernig hafa þeir bakjarlar (e. postulators) sem mótað hafa minningu Snorra tekist á við hina miklu tvíræðni (er hann hetja eða föðurlandssvikari?) sem einkennir ímynd Snorra eftir dauða hans? Til að geta svarað þessum spurningum, hef ég notað þverfræðilega nálgun og skriflegar og efnislegar heimildir; skriflegu heimildirnar (meðal annars inngangar bóka, ævisögur, greinar og hátíðarræður) hafa nýst í gagnrýna greiningu sem afhjúpar þær hugmyndir og þá hugmyndafræði sem að baki býr. Fræðileg hugtök frá sviði minningarfræðinnar (þá sérstaklega menningardýrlingar, minningarstaða og framhaldslíf) voru lögð til grundvallar en einnig prófað gildi þeirra.
Þessi rannsókn varpar nýju ljósi á hlutverk menningardýrlinga við mótun þjóðernis og yfirþjóðlegra sjálfsmynda, og hvernig fortíðin getur verið nýtt í nútímanum í margháttuðum (og mislúmskum) tilgangi.
Vegna verulegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins, hefur því miður ekki verið mögulegt að ná öllum markmiðum rannsóknarinnar sem í upphafi lagt var upp með. Gögn sem hafa verið rannsökuð frá Danmörku, Noregi og Íslandi sýna fram á að það er áhugaverður og óvæntur munur á viðtökum Snorra og hans verkum í þessum þremur löndum. Bókin, sem verður aðalútkoma þessa verkefnis, hefur ekki verið fullskrifuð vegna aðstæðna, þrátt fyrir að nánast öllum heimildum hennar hafi verið safnað og þær rannsakaðar. Niðurstöðurnar munu fara í gagnvirkan gagnagrunn á vefsíðu Study Platform on Interlocking Nationalisms, sem gefur nemendum og áhugasömum um allan heim tækifæri til að skoða og nota til rannsókna. Auk þess mun ég halda áfram að leggja mitt af mörkum til Encyclopedia of Romantic Nationalism (ritstjóri: Joep Leerssen) í formi framlaga á sviði viðtökusögu miðaldarithöfunda og fornbókmennta í þjóðernishyggju nútímans.
English:
The specific aim of this
project was to map the afterlives of the medieval chieftain, poet, and
historian Snorri Sturluson (1179-1241) in Denmark, Norway and Iceland in
modern times (ca.
1770-1950). These afterlives have been analyzed through a set of
carefully selected case
studies, highlighting the different roles Snorri has assumed in the
national discourses of these
three countries. How can the divergence in modern receptions be
explained in the context of
national and supranational identity formation? And how have postulators
of Snorri's memory
dealt with the great ambiguity, or the traitor/hero complex that
characterizes his posthumous
representations? In order to address these questions, an
interdisciplinary, multimedial
methodology has been employed; the textual sources (introductions to
editions, biographies,
articles, and speeches) have been subjected to a structural discourse
analysis, and interpreted
‘against the grain’ in order to distill the authors’ underlying
assumptions and implicit
ideological motivations. The findings of this critical assessment have
subsequently been
corroborated with the non-textual material. Theoretical concepts from
the field of memory
studies (especially cultural sainthood, memory place and afterlife) were
employed and critically assessed. The research sheds new light on the function
of cultural saints in the formation of national and supranational identities,
and on the subtle ways in which the past can be used in the present. Due to the
paralyzing consequences of the COVID-19 pandemic, it has proven impossible to
complete all of the research objectives as described in the original proposal.
The study of source material in Denmark, Norway and Iceland indicates that
there are fascinating and unexpected variations in the reception history of
Snorri and his works in these three countries. The monograph in which these variations
will be described in great detail, the main output of this project, is not yet
completed, although virtually all the material for this book has by now been
collected and analyzed. The findings of this study will be uploaded to the interactive
website of the Study Platform on
Interlocking Nationalisms, which will provide students
and interested parties with the opportunity to access them and use them for
their own research purposes. Furthermore, I will continue to provide
contributions to the Encyclopedia of Romantic
Nationalism (ed. Joep Leerssen),
especially on the topic of the reception history of medieval authors and
literature in the context of modern nationalisms.
List of the project’s outputs (selection):
- Simon Halink (ed.), Northern
Myths, Modern Identities: The Nationalisation of
Northern Mythologies since 1800,
National Cultivation of Culture vol. 19, (Boston and
Leiden: Brill, 2019).
- Simon Halink, “Between Hekla
and Dofrafjall: Björn M. Ólsen, Finnur Jónsson, and
the Origins of the Eddic Poems”, in Clarence E. Glad and Gylfi
Gunnlaugsson (eds.),
Icelandic Philology and National Culture, 1780-1918 (Boston and Leiden: Brill,
forthcoming: 2021).
- Simon Halink, “Deeply Rooted in the Fatherland: Germanic Mythology
and National
Culture(s) in the Netherlands”, in Sophie Bønding and Pierre-Brice
Stahl (eds.),
Mythology and ‘Nation Building’: N.F.S. Grundtvig and His
Contemporaries (Aarhus:
Aarhus University Press, 2021) p.p. 343-370.
- Simon Halink, “The good
sense to lose America: Vinland as remembered by
Icelanders”, in Tim Machan and Jón Karl Helgason (eds.), From Iceland to the
Americas: Vinland and historical imagination (Manchester: Manchester University
Press, 2020) p.p. 160-178.
- Simon Halink, “Hero or
Traitor? The Cultural Canonisation of Snorri Sturluson in
Denmark, Norway, Iceland, and Beyond”, in Marijan Dović and Jón
Karl Helgason
(eds.), Great Immortality.
Studies on European Cultural Sainthood (Boston and
Leiden:
Brill, 2019) p.p. 211-241.
Heiti verkefnis:
Framhaldslíf Snorra Sturlusonar: Þvermenningarleg rannsókn
um hlutverk Snorra í menningarminni Íslands, Danmerkur og Noregs/The Afterlife of Snorri Sturluson: A Cross-Cultural Analysis
of Snorri´s Role in the Cultural Memory of Iceland, Denmark, and Norway
Verkefnisstjóri: Simon Halink, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2018-2020
Fjárhæð styrks: 22,074 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
184956