Handan heimsins míns: Fyrirbærafræðileg rannsókn á þekkingarfræði samkenndar og samskipta - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.8.2021

Í verkefni þessu er grundvöllur samkenndar- og samskiptavanda rannsakaður út frá aðferðum fyrirbærafræði og félagsþekkingarfræði. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á eðli samskiptaerfiðleika, sérstaklega þeirra sem eiga sér stað milli ólíkra samfélagshópa, og því óréttlæti sem af slíku getur hlotist þegar valdastaða hópanna er ójöfn.

Ég færi rök fyrir því að nálgun sem einblínir um of á þekkingarfræðilega þætti samskiptavanda yfirsjáist eðli þess óréttlætis sem af þeim hlýst. Ég fullyrði að erfiðleikar í þekkingarmiðlun séu ekki eina vandamálið sem við þurfum að takast á við, heldur felst skilningur okkar á öðrum líka í því að skynja tilfinningu þeirra fyrir heiminum (e. sense of the world). Þessi miðlun á sér stað á mörkum samræðu og samkenndar. Hugmyndin um að hafa tilfinningu fyrir heiminum er þróuð út frá hugmyndum Edmund Husserls um lífheiminn og greiningu Maurice Merleau-Ponty á tungumálinu. Ég kynni til sögunnar hugtakið ‚vitnisburðarvæðing frásagnarinnar‘ (e. testimonification of telling) og fullyrði að í því sem það hugtak lýsir sé fólgin veruleg skerðing á getu okkar til þess að skilja lífheim þeirra sem deila ekki lífheimi með okkur. Í vitnisburðarvæðingunni sjáum við sjónarhorn sem einblínir í of miklum mæli á skilning okkar á fullyrðingum annarra og hún leiðir til þess að gert er lítið úr mikilvægi samkenndar í samskiptum almennt.

English:

This project investigates the philosophical foundations for understanding empathy and communicational issues from a phenomenological and social epistemological perspective. The main goal is to clarify the nature of communicative issues that can arise between social groups, and of the injustices and harms created in cases of unequal power relations.

It is argued that a purely epistemic approach overlooks the nature of the injustices wrought in cases of failures in communication. It is not simply a case of failed transmission of knowledge that is at stake but a deeper failure in the communication of a sense of the world. This communication occurs at the intersection of empathy and speech. The notion of the sense of the world is developed in light of a Husserlian analysis of the lifeworld and Merleau-Pontian conceptions of language. I introduce the concept of ‘testimonification of telling’ and claim that this is one of the most consequential hindrances to our understanding of the lifeworld of those that do not share our own. It involves an overly epistemic perspective on our understanding of other people’s statements and a failure in understanding the scope and nature of empathy in communications.

Heiti verkefnis: Handan heimsins míns: Fyrirbærafræðileg rannsókn á þekkingarfræði samkenndar og samskipta/ Worlds beyond mine: A phenomenological analysis of the epistemology of empathy and communication
Verkefnisstjóri: Gústav Adolf B Sigurbjörnsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 18,743 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173754

Þetta vefsvæði byggir á Eplica