Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918 - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.10.2018

Meginmarkmið verkefnisins var að kanna fræðistörf menntaðra Íslendinga, sem fengust við útgáfur á og skrif um íslensk fornrit / fornnorrænar bókmenntir á „hinni löngu 19. öld“, með tilliti til þeirra hugmynda um þjóðerni og þjóðararf sem verk þeirra birta með misskýrum hætti.

Leitað var svara við því, hvert væri hlutverk fræðimannanna í þeirri þjóðbyggingu, sem almennt varð æ ríkari þáttur í menningarviðleitni Íslendinga eftir því sem lengra leið á tímabilið. Lykilatriði í nálgun okkar var að gera greinarmun á menningarlegri og pólitískri þjóðernishyggju. Lögð var áhersla á sjálf–stæði hinnar þjóðernislegu orðræðu þessara fræðimanna gagnvart þeirri pólitísku orðræðu sem fylgdi sjálfstæðisbaráttunni. Orðræða þeirra var skoðuð sem hluti af alþjóðlegri umræðu um hinn íslenska / norræna menningararf og þjóðarmenningu yfirleitt. Íslensku fræðimennirnir voru í víðtæku samstarfi við erlenda starfsbræður sína. Þetta samstarf og umgjörð þess var athugað sérstaklega. Loks var lögð áhersla á að kanna tengsl orðræðu hinna íslensku fræðimanna við viðtöku grísk-rómverskrar arfleifðar.

Átta íslenskir fræðimenn voru hafðir í brennidepli: Jón Ólafsson eldri frá Svefneyjum, Finnur Magnús­son, Sveinbjörn Egilsson, Jón Sigurðsson, Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Guðbrandur Vigfússon og Finnur Jónsson. Til samanburðar voru viðhorf nokkurra erlendra fræði­manna á sama sviði skoðuð sérstaklega. Þetta voru P. E. Müller, Rasmus Rask, N. M. Petersen, C. C. Rafn og Rudolf Keyser.

Verkefnið staðfesti að íslensku fornritin og rannsóknir íslenskra fræðimanna á þeim hefðu skipt veru­legu máli fyrir íslenska þjóðbyggingu á tímabilinu. En þá niðurstöðu verður að skoða með þeim fyrir­vara, að þeir voru almennt fúsari en flestir íslenskir fræðimenn á 20. öld til að samþykkja að aðrar þjóðir kynnu að hafa nokkurt tilkall þess menningararfs, sem íslensk fornrit geyma, og að eðlilegt væri að þau notuðu hann til móta sína eigin þjóðlegu eða þverþjóðlegu samsemd. Þeir „þjóðnýttu“ ekki þennan arf fyrir hönd Íslendinga í sama mæli og seinna varð. Verkefnið leiddi í ljós margbreytilegri þjóðernislega hugsun fræðimannanna en búist var við fyrirfram.

Auk verkefnisstjóranna samanstóð hið upphaflega rannsóknarteymi af eftirtöldum fræðimönnum: Matthew J. Driscoll, prófessor við Nordisk Forskningsinstitut, Kaupmannahöfn, Gottskálk Jenssyni, lektor við sömu stofnun, Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við háskólann í Osló, Annette Lassen, lektor við Nordisk Forskningsinstitut, Julia Zernack, prófessor við Goethe-háskólann í Frankfurt am Main, og doktorsnemunum Simon Halink, háskólanum í Groningen, og Hjalta Snæ Ægissyni, Háskóla Ís­lands. Á síðari stigum bættust við Alderik H. Blom, prófessor við háskólann í Marburg, Ragnheiður Mósesdóttir, bókavörður við Nordisk Forskningsinstitut, og Kim Simonsen, nýdoktor við háskólann í Amsterdam. Verkefnið var allan tímann unnið í nokkru samráði við Joep Leerssen, prófessor við há­skólann í Amsterdam.

Stærsta afurð verkefnisins verður safn fjórtán ritgerða á ensku, sem tekið hefur verið til útgáfu í ritröð­inni National Cultivation of Culture hjá hollenska forlaginu Brill. Gert er ráð fyrir að bókin komi út á síðari hluta árs 2018.

Ritgerðir sem hafa birst eða eru í þann mund að birtast á öðrum ritrýndum vettvangi:

1) Clarence E. Glad: „Skjáskot úr hugarfylgsnum fræðimanns. Störf og verk Sveinbjarnar Egilssonar.“ Ritstj. Brynjólfur Ólason, Haraldur Hreinsson og Stefán Einar Stefánsson, Sigurjónsbók. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017, bls. 87-130.

2) Clarence E. Glad: „Anchoring the North. The Geography of North and South in the Construction of Icelandic Identity and National Literature.“ Ritstj. Joachim Grage og Thomas Mohnike, Geographies of Knowledge and Imagination in 19th Century Philological Research on Northern Europe. Newcastle upon Tyne: Cambridge Scholars Publishing, 2017, bls. 14-56.

3) Gylfi Gunnlaugsson: „Island.“ Ritstj. Julia Zernack o.fl., Nordische Mythen und ihre Rezeption. Heidelberg: Winter, 2017/18.

4) Gylfi Gunnlaugsson: „Norse Myths, Nordic Identities. The Divergent Case of Icelandic Roman­ti­cism.“ Ritstj. Simon Halink, Northern Myths, Modern Identities. The Nationalization of Mythologies in Northern Europe 1800-2015. Lei­den: Brill, 2017/18.

5) Simon Halink: „A Tainted Legacy. Finnur Magnússon’s Mythological Studies and Iceland’s Na­tional Identity. Scandinavian Journal of History 40:2 (2015), bls. 239-270.

6) Annette Lassen: „A Nordic Defense: N. M. Petersen’s Translations of 1839-1844.“ Ritstj. Joachim Grage og Thomas Mohnike, Geographies of Knowledge and Imagination in 19th Century Philological Research on Northern Europe. Newcastle upon Tyne: Cambridge Scholars Publishing, 2017, bls. 124-137.

Ein af afurðum verkefnisins verður þýðing á latnesku ritgerðinni De studii classicis eftir Benedikt Gröndal, sem Hjalti Snær Ægisson hefur unnið að. Þessi rit­gerð hefur ekki áður birst. Útgáfa er fyrir­huguð 2018 eða 2019.

Doktorsritgerð var unnin í tengslum við verkefnið. Simon Halink varði ritgerð sína, Asgard Revisited. Old Norse Mythology and Icelandic National Culture 1820-1918, þann 11. október síðastliðinn.

Verkefnið eða einstakir þættir þess hefur verið kynnt á eftirfarandi málþingum eða ráðstefnum er­lendis:

1) Northern Myths, Modern Identities. The Nationalization of Mythologies in Northern Europe 1800-2014, háskólanum í Groningen, 27.-29. nóvember 2014.

2) Filologi og nationalisme i det lange 19. århundrede (med særlig fokus på Island), Den Arnamag­næanske Samling, Kaupmannahafnarháskóla, 11. febrúar 2015.

3) Geographies of Knowledge and Imagination. Philological Research on Northern Europe 1800-1950, FRIAS, háskólanum í Freiburg, 11.-13. júní 2015.

4) The 16th International Saga Conference, háskólunum í Basel og Zürich, 9.-15. ágúst 2015.

5) Rethinking Cultural Memory (1750-1850), Kaupmannahafnarháskóla, 4.-5. desember 2015.

6) Icelandic Philology and National Culture 1780-1918, háskólanum í Amsterdam, 3.-4. nóvember 2016.

---------------------------

English:

The main purpose of the project was to examine the work of Icelandic scholars who were engaged in the study and/or editing of Old Norse-Icelandic literature during ‘the long 19th century’, concentrating on the attitudes to nationality and national culture implicit or revealed in their scholarship.

We sought to establish the scholars’ role in the nation-building which assumed ever greater prominence in Icelanders’ cultural activities as the period wore on. An important aspect of our approach was to maintain a distinction between cultural and political nationalism, highlighting the independence of these scholars’ national discourse from the political discourse that accompanied the campaign for national self-determination. Their scholarly discourse was examined as part of the international discussion on the Old Norse-Icelandic cultural heritage and national culture in general. The Icelandic scholars engaged in extensive collaboration with their foreign colleagues; special attention was given to this, and the framework in which it took place. Finally, some emphasis was placed on examining the connection between the Icelandic scholars’ discourse and the reception of the Greco-Roman heritage.

The chief focus was on eight Icelandic scholars: Jón Ólafsson (the elder) from Svefneyjar, Finnur Magnússon, Sveinbjörn Egilsson, Jón Sigurðsson, Grímur Thomsen, Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Guðbrandur Vigfússon and Finnur Jónsson. For comparative purposes, the attitudes of some foreign scholars active in the field were examined specially: P. E. Müller, Rasmus Rask, N. M. Petersen, C. C. Rafn and Rudolf Keyser.

Findings confirmed that Old Icelandic literature, and the work done on it by Icelandic scholars, played a significant role in Icelandic nation-building during the period. However, this conclusion must be qualified by the fact that they were generally more prepared than were most of their 20th-century counterparts to agree that other nations might have some claim to the cultural heritage preserved in old Icelandic manuscripts, and that it was not unreasonable of them to use it to mould their own national or transnational identities. These scholars did not ‘nationalise’ this heritage in Iceland’s name to the same extent as was done later on. The project revealed greater variety in their nationalist thinking than we had expected to find in advance.

In addition to the principal investigators, the original research team consisted of the following: Matthew J. Driscoll, a professor at Nordisk Forskningsinstitut, Copenhagen, Gottskálk Jensson, a lecturer at the same institute, Jon Gunnar Jørgensen, a professor at the University of Oslo, Annette Lassen, a lecturer at Nordisk Forskningsinstitut, Julia Zernack, a professor at the Goethe University in Frankfurt-am-Main, and the doctoral students Simon Halink, at the University of Groningen, and Hjalti Snær Ægisson at the University of Iceland. In the latter stages of the project they were joined by Alderik H. Blom, a professor at the University of Marburg, Ragnheiður Mósesdóttir, a librarian at Nor­disk Forskningsinstitut, and Kim Simonsen, a postdoc at the University of Amsterdam. Throughout the project, consultation was maintained with Professor Joep Leerssen of the University of Amsterdam.

The main product of the project will be a collection of 14 essays in English; this has been accepted for publication by the Dutch publishing house Brill for inclusion in the series National Cultivation of Culture. It is expected to appear in the second half of 2018.

Essays that have either been published or are in the process of being published in other peer-reviewed forums:

1) Clarence E. Glad: ‘Skjáskot úr hugarfylgsnum fræðimanns. Störf og verk Sveinbjarnar Egilssonar.’ Eds. Brynjólfur Ólason, Haraldur Hreinsson and Stefán Einar Stefánsson, Sigurjónsbók. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017, pp. 87-130.

2) Clarence E. Glad: ‘Anchoring the North. The Geography of North and South in the Construction of Icelandic Identity and National Literature.’ Eds. Joa­chim Grage and Thomas Mohnike, Geographies of Knowledge and Imagination in 19th Century Philological Research on Northern Europe. Newcastle upon Tyne: Cambridge Scholars Publishing, 2017, pp. 14-56.

3) Gylfi Gunnlaugsson: ‘Island.’ Eds. Julia Zernack et al., Nordische Mythen und ihre Rezeption. Heidelberg: Winter, 2017/18.

4) Gylfi Gunnlaugsson: ‘Norse Myths, Nordic Identities. The Divergent Case of Icelandic Romanticism.’ Ed. Simon Halink, Northern Myths, Modern Identities. The Nationalization of Mythologies in Northern Europe 1800-2015. Leiden: Brill, 2017/18.

5) Simon Halink: ‘A Tainted Legacy. Finnur Magnússon’s Mythological Studies and Iceland’s National Identity.’ Scandinavian Journal of History 40:2 (2015), pp. 239-270.

6) Annette Lassen: ‘A Nordic Defense: N. M. Petersen’s Translations of 1839-1844.’ Eds. Joa­chim Grage and Thomas Mohnike, Geographies of Knowledge and Imagination in 19th Century Philological Research on Northern Europe. Newcastle upon Tyne: Cambridge Scholars Publishing, 2017, pp. 124-137.

One of the outcomes of the project will be a translation of the Latin essay De studii classicis by Benedikt Gröndal, which has not previously been published. Hjalti Snær Ægisson has been working on the translation. Publication is envisaged in 2018 or 2019.

A doctoral thesis was written in connection with the project. Simon Halink defended his thesis, Asgard Revisited. Old Norse Mythology and Icelandic National Culture 1820-1918, on 11 October 2017.

The project, or parts of it, has been presented at the following seminars and conferences abroad:

1) Northern Myths, Modern Identities. The Nationalization of Mythologies in Northern Europe 1800-2014, University of Groningen, 27-29 November 2014.

2) Filologi og nationalisme i det lange 19. århundrede (med særlig fokus på Island), Den Arnamag­næanske Samling, University of Copenhagen, 11 February 2015.

3) Geographies of Knowledge and Imagination. Philological Research on Northern Europe 1800-1950, FRIAS, University of Freiburg, 11-13 June 2015.

4) The 16th International Saga Conference, Universities of Basel and Zürich, 9-15 August 2015.

5) Rethinking Cultural Memory (1750-1850), University of Copenhagen, 4-5 Desember 2015.

6) Icelandic Philology and National Culture 1780-1918, University of Amsterdam, 3-4 November 2016.


Heiti verkefnis: Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918 / Icelandic Philology and National Culture 1780-1918
Verkefnisstjórar: Clarence Edvin Glad, Gylfi Gunnlaugsson, ReykjavíkurAkademíunni
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 28,74 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141325









Þetta vefsvæði byggir á Eplica