Kosningaatferli í skugga kreppunnar: Ísland í spegli samanburðarstjórnmála - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.8.2021

Megintilgangur þessa verkefnis var að kanna breytingar á ýmsum hliðum stjórnmálahegðunar íslensks almennings í ljósi samfélagsbreytinga með áherslu á samanburð á árunum fyrir og eftir fjármálahrunið 2008. 

Komin eru um 25 ár frá því að framkvæmd var yfirgripsmikil rannsókn á stjórnmálaviðhorfum og –hegðun íslensks almennings. Á þeim árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar og samhliða breytingar á stjórnmálabaráttu. Það á ekki síst við um undanfarin tíu ár. Í kjölfar hrunsins hafa hefðbundnir flokkar tapað yfirburðarstöðu sinni í íslenskum stjórnmálum og á sama tíma hafa nýir flokkar rutt sér til rúms. Lítið er hins vegar vitað um hvort orðið hafa breytingar—og þá hvers konar—á stjórnmálaviðhorfum íslensk almennings og hegðun þeirra í kosningum. Sé litið til samanburðarþjóða okkar, þá leiða erlendar rannsóknir í ljós miklar breytingar á viðhorfum og einkum tengslum kjósenda við stjórnmálaflokka á þessu tímabili.

Meðal viðfangsefna voru viðhorf kjósenda til hlutverks hins opinbera í jöfnun lífskjara (hinn hefðbundni vinstri-hægri ás) og viðhorf þeirra til alþjóðlegrar samvinnu og samþættingar yfir landamæri, sem er málefni sem skiptir sífellt meira máli í stjórnmálabaráttu erlendis. Jafnframt var kastljósinu beint að þróun stjórnmálatrausts, -þátttöku og -áhuga. Að síðustu voru undirstöður kosningahegðunar skoðaðar með sérstakri áherslu á hvaða þættir hafa áhrif á hvernig kjósendur kjósa.

Rannsóknin byggir að miklu leyti til á einstökum gagnagrunni Íslensku kosningarannsóknarinnar. Gagnagrunnurinn samanstendur af svörum við spurningakönnunum sem hafa verið framkvæmdar í kjölfar allra Alþingiskosninga frá 1983. Þátttakendur í hverri könnun eru alla jafna á bilinu 1000-2000, en heildargagnasafnið inniheldur svör rúmlega 16 þúsund einstaklinga. Þær spurningar sem þátttakendur svara eru breytilegar á milli kosninga, en þó eru ákveðnar lykilspurningar sem hafa ætíð verið hluti af rannsókninni. Þar á meðal eru spurningar um stjórnmálaviðhorf, -traust, -þátttöku og stuðning við stjórnmálaflokka. Slík samfella gerir rannsakendum kleift að skoða hvernig viðhorf og hegðun almennings hefur breyst yfir rúmlega þrjátíu ára skeið og þannig varpa ljósi á rannsóknarefnið.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru margþættar. Einn af lykilþáttunum sem rannsóknin leiðir í ljós eru grundvallarbreytingar sem orðið hafa á tengslum málefnaviðhorfa kjósenda við kosningahegðun. Í aðdraganda hrunsins má sjá að þau tengsl voru orðið einkar veik og munur á milli flokka takmarkaður. Í kjölfar hrunsins hafa hins vegar orðið umtalsverðar breytingar þar á. Kjósendur raða sér í auknum mæli á flokka byggt á málefnaviðhorfum, sem gerir það að verkum að einkenni kjósendahópa ólíkra flokka eru orðið mun breytilegri en áður. Þessar niðurstöður varpa ljósi á þær breytingar sem eru að verða á íslensku flokkakerfi og benda til þess að þær séu ekki tímabundnar, heldur merki um langtímabreytingar. Þessar niðurstöður, auk annarra, auka þekkingu um íslenskt lýðræði og stjórnmál og geta þannig stuðlað að upplýstri umræðu um hvoru tveggja.

English:

Over 25 years have passed from the last comprehensive analysis of political attitudes and political choice in Iceland. Since then, major societal changes have occurred that have also led to important changes in political competition. This is so especially for the last ten years. Following the Great Recession established political parties have lost their dominant status in the party system and new parties gained ground. At the same time, little is known about whether these changes have also occurred among voters in terms of attitudes and behaviour. Comparative research suggests that in neighboring countries substantial changes have occurred and good reason to explore developments in Iceland.

The main purpose of the project was to research changes on several aspects of political attitudes and behaviour among the Icelandic public in light of societal changes, with an emphasis on a comparison between the pre-crisis and post-crisis period. Among topics that the project addresses are the redistributive preferences of voters (the traditional economic left-right axis) and their attitudes over international integration across borders. Moreover, the project explored the development of political trust, participation and interest over the crisis years. Lastly, the foundations of political choice were analysed, with an emphasis on the individual level determinants of voting behaviour.

Empirically, the project primarily builds on data from the Icelandic National Election Study. The dataset consists of surveys conducted after every parliamentary election since 1983. Respondents in each survey have been about 1000-2000, with the entire dataset containing the responses of roughly 16 thousand individuals. Although the questions on the survey vary from year to year, there is a cluster of key questions that have been asked throughout the entire period. These include questions in political attitudes, trust, participation and support for political parties. Given that the dataset covers over 30 years of answers, we can answer questions on developments over time and, in particular, examine to what extent attitudes and behaviour in the last 10 years differ from the preceding 20 years.

The results of the project are multifaceted. One of the key results that the study highlights is the fundamental change that has occurred in party-voter alignments over political issues. In the years prior to the Great Recession voters were becoming dealigned from parties, with the issue profiles of the voters of each party being quite similar. However, following the crisis this has seen substantial changes. Voters have realigned with parties around substantive issue areas, with voters of each party becoming more homogenous, while the profile of different parties has become more heterogeneous. These results shed light on the changes that are underway in the Icelandic party system and suggests that they may not be a temporary phenomenon, but rather reflect long-term systematic changes. The results of the project contribute to the accumulation of academic knowledge on Icelandic democracy and politics and, furthermore, can facilitate evidence informed public debates on Icelandic politics. 

Heiti verkefnis: Kosningaatferli í skugga kreppunnar: Ísland í spegli samanburðarstjórnmála/ Political Choice in the Shadow of the Great Recession: Iceland in Comparative Perspective
Verkefnisstjóri: Agnar Freyr Helgason, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 20,85 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173968









Þetta vefsvæði byggir á Eplica