Næmisþættir fyrir endurteknu þunglyndi: Eðli, inntak og vanabundnir eiginleikar hugrænna næmisþátta og áhrif meðferðar á virkni þeirra - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.8.2021

Niðurstöður rannsóknanna benda meðal annars til þess að gagnlegt geti verið að beina forvarnarmeðferð sérstaklega að þunglyndisþönkum og að hugsanlega geti árangur atferlismiðaðra inngripa verið meiri því slík inngrip henta betur til að vinna með vanabundna hegðun hjá fólki.

      Í þessu rannsóknarverkefni voru næmisþættir fyrir þróun þunglyndis kannaðir í þremur rannsóknum í úrtaki háskólanema (n=115; rannsókn 1), fólks með enga fyrri sögu (n=55) eða fyrri sögu (n=103) um þunglyndi (rannsókn 2) sem síðan var vísað áfram í forvarnarmeðferð við endurtaknu þunglyndi (Mindfulness Based Cognitive Therapy) eða á biðlista í átta vikur eftir slíkri meðferð. Næmisþættir voru mældir með spurningalistum, tilraunaverkefnum og í daglegu lífi fólks í gegnum snjallsíma. Niðurstöður sýna meðal annars að þunglyndisþankar (depressive rumination), mældir í daglegu lífi fólks í gegnum snjallsíma kvikna í kjölfar breytinga í líðan og er samband líðanar og hugsana yfir tíma sterkara ef fólk telur neikvæðar hugsanir sínar hafa vanabundna eiginleika (kvikna sjálfkrafa, án ætlunar eða vitundar um að slíkar hugleiðingar séu farnar af stað). Þetta samband vanlíðanar og vanabundinna hugsana kom fram í hópi fyrrum þunglyndra en ekki þeirra sem aldrei hafa upplifað þunglyndi, sem getur þýtt að um næmisþátt fyrir endurteknu þunglyndi sé að ræða.

English:

This research project included a set of three studies conducted in samples of university students (study 1; n=115), people with no history (n=55) or history of recurrent depression (n=103) (study 2) that were randomized to received a Mindfulness-Based-Cognitive Therapy (MBCT) or to a waitlist-condition (study 3) but this type of treatment has proven effective in reducing risk of depression recurrence. Cognitive vulnerabilities to depression, such as depressive rumination and cognitive reactivity, were measured in all studies with different measurement strategies, including daily assessments during real-life through peoples smartphones. The results of the research project are being published and show that cognitive vulnerabilities, such as depressive rumination, may have habitual characteristics, meaning that they are easily triggered by changes in negative mood and are initiated without intent or awareness and are experienced to be difficult to control. This may render rumination difficult to change with traditional treatment strategies for depression and to call for the application of more behaviourally oriented strategies that have proven more effective for changing habit-like behaviours. The results in the project point to automaticity of mood-reactive cognitive patterns in depression as a separate dimension that may be detrimental to mental health and should therefore be a focus in treatment and preventive strategies in depression.

Publishes results in the project (so far):

· Hjartarson, K.H., Snorrason, Í., Friðriksdóttir, Á., Þórsdóttir, B., Arnardóttir, N.B., & Ólafsson, R.P. (2020). An experimental test of the habit-goal framework: Depressive rumination is associated with heightened habitual characteristics of negative thinking bu not habit-directed behavior control. Journal of Experimental Psychopathology, October-December 2020:1-17. doi: 10.1177/2043808720977168

· Hjartarson, K.H., Snorrason, I., Bringmann, L.F., Ögmundsson, B.E., Ólafsson, R.P. (2021). Do Daily Mood Fluctuations Activate Ruminative Thoughts as a Mental Habit? Results from an Ecological Momentary Assessment Study, Behaviour Research and Therapy, doi: 10.1016/j.brat.2021.103832

· Hjartarson, K. H., Snorrason, I., Bringmann, L. F., & Ólafsson, R. P. (2021, June 13). Automaticity as a vulnerability to depression: Daily mood-reactive rumination and early-life stress in people with- and without depression history. https://doi.org/10.31234/osf.io/n3dah

· Ragnar P. Ólafsson, Anna G. Guðmundsdóttir, Nína B. Arnardóttir, Sigrún E. Arnardóttir, Sólveig A. Daníelsdóttir, Kristín H. Gísladóttir, Styrkár Hallsson, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, Páll H. Jónsson, Íris Sverrisdóttir, Sveindís A. Þórhallsdóttir, Halldór Jónsson, Ívar Snorrason og Kristján H. Hjartarson (under review). Hvað felst í nafninu? Samanburður á umfangi og innihaldi HAM hóp- og einstaklingsmeðferðar hjá fólki með endurtekið þunglyndi.

Heiti verkefnis: Næmisþættir fyrir endurteknu þunglyndi: Eðli, inntak og vanabundnir eiginleikar hugrænna næmisþátta og áhrif meðferðar á virkni þeirra/Vulnerability to recurrent depression: Reactivity, content and habitual characteristics of dynamic cognitive processes and the effect of treatment strategies on their functioning
Verkefnisstjóri: Ragnar Pétur Ólafsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 24,625 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173803  









Þetta vefsvæði byggir á Eplica