Algebruleg ferlafræði - verkefnislok

30.1.2014

Algebraísk ferlafræði, eða "ferlaalgebrur", eru mál til að skilgreina frumgerðir af viðbragðskerfum - þ.e. fyrir búnað sem vinnur með því að veita viðbrögð við áreiti frá umhverfi sínu. Helsti styrkur slíkrar fræði felst í möguleikanum til að fjalla um þau með jöfnukerfum. Hver gerð ferlafræði vekur nokkrar eðlilegar spurningar hvað varðar tilvist eða ótilvist (endanlegra eða faldaðra) mengja af reglum, sem gera okkur kleift að sanna með því að "skipta út jafningjum" öll möguleg jafngildi milli ferlalýsinga (lokaðra eða opinna liða) í hluta þeirrar ferlafræði sem um ræðir. 

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Algebruleg ferlafræði / Meta-Theory of Algebraic Process Theories
Verkefnisstjóri: Luca Aceto, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 19,98 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100014

Í dag er slíkum spurningum svarað með fíngerðum og löngum sönnunum sem bjóða gjarnan upp á mistök. Þetta verkefni miðar að því að setja fram almenn fræði sem gera mönnum kleift að svara slíkum spurningum með skilvirkari hætti og jafnframt að því að beita slíkri fræði til að svara nokkrum af veigamiklum opnum spurningum á sviði ferlafræði með jöfnukerfum.

Prof. Luca Aceto og Prof. Anna Ingólfsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík stjórnuðu verkefninu og voru með yfirumsjón með þátttöku doktors- og meistaranema við Háskólann í Reykjavík, rannsóknarfólki frá meðal annars Háskólanum í Eindhoven, Vrije Universiteit Amsterdam í Hollandi og Universidad Computense de Madrid á Spáni.   

Niðurstöður úr verkefninu hafa verið birtar í fimm ritrýndum bókaköflum, þrem doktorsritgerðum, einni meistararitgerð, tíu vísindagreinum og átján ráðstefnugreinum. Auk útgefinna greina þá hafa þrjú opin hugbúnaðartól verið búin til út frá verkefninu, en þróun þeirra var byggð á þeirri fræðilegu þróun sem átti sér stað hjá aðstandendum verkefnisins.   

Nánari upplýsingar um verkefnið, sem og birtar greinar sem birst hafa út frá verkefninu má sjá hér:   http://www.ru.is/kennarar/luca/PROJECTS/META/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica