Innbyggðar varnir lífvera gegn retroveirusýkingum - verkefnislok

5.2.2014

Á síðustu árum hefur sífellt verið að koma betur í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vörnum gegn veirusýkingum. Veirurnar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vörnum.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Innbyggðar varnir lífvera gegn retroveirusýkingum
Verkefnisstjóri: Valgerður Andrésdóttir, Tilraunastöð HÍ Keldum
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Styrkfjárhæð: 15,42 millj.

Mannafrumur hafa prótein sem eyðileggur erfðaefni retroveira jafnóðum og það myndast með því að deaminera cytidine í uracil í einþátta DNA. Þetta prótein nefnist APOBEC3G. Lentiveirur hafa komið sér upp mótleik við þessu, sem er próteinið Vif, sem eyðileggur þennan deaminasa. Rannsóknir okkar á Vif úr mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós að það sama gerist í kindafrumum. Rannsóknir okkar benda líka til að líklegt sé að Vif úr mæði-visnuveiru verji veirurnar einnig fyrir annarskonar innbyggðum veiruvörnum í frumunum, þ.e. hindra sem hefur tengsl við hylkisprótein veirunnar.

Í þessu verkefni voru tengsl Vif við hylkisprótein veirunnar könnuð. Við höfum klónað APOBEC3 úr kindum og öðrum hóf- og klaufdýrum og voru tengsl Vif úr mæði-visnuveiru við APOBEC3 könnuð í verkefninu. Í ljós kom að Vif úr mæði-visnuveiru er breiðvirkara en Vif úr öðrum lentiveirum.  Einnig virðast Vif- prótein úr hinum ýmsu lentiveirum hafa þróað mismunandi leiðir til að senda APOBEC3 - próteinið til niðurbrots í frumunni. Niðurstöður þessara rannsókna gætu varpað nýju ljósi á innbyggðar veiruvarnir lífvera.

Skrá yfir birtar skýrslur og greinar:

M.S. ritgerð 2012:

Harpa Lind Björnsdóttir: Lentiviral host restriction and viral countermeasures: The vif gene of maedi-visna virus.

10 eininga verkefni 2011:

Francisco José Zapatero Belinchon: Cloning and characterization of visna virus vif mutants.

Ritrýndar greinar úr verkefninu:

Gudmundsdóttir HS, Olafsdóttir K, Franzdóttir SR, Andrésdóttir V. 2010. Construction and characterization of an infectious molecular clone of maedi-visna virus that expresses green fluorescent protein. J Virol Methods 168(1-2):98-102

LaRue RS, Lengyel J, Jónsson SR, Andrésdóttir V, Harris RS. 2010. Lentiviral Vif degrades the APOBEC3Z3/APOBEC3H protein of its mammalian host and is capable of cross-species activity. J Virol. 2010 Aug;84(16):8193-201.

Jónsson, SR, Andrésdóttir V. 2011.  Propagating and detecting an infectious molecular clone of maedi-visna virus that expresses green fluorescent protein. J Vis Exp. Oct 9;(56). pii: 3483. doi: 10.3791/3483.

Stefán R. Jónsson and Valgerdur Andrésdóttir. 2013. Host restriction of lentiviruses and viral countermeasures: APOBEC3 and Vif. Viruses 2013, 5, 1934-1947; doi:10.3390/v5081934

Verkefnið hefur verið kynnt á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica