Sjónarfur í samhengi: notkun, myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844-1944 - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.8.2021

Meginmarkmið þessa tveggja ára rannsóknarverkefnis var að greina og flokka í sögulegt samhengi myndrænar framsetningar í prentuðu efni á tímabilinu 1844-1944. Tilgangurinn var að greina áhrif hönnunar á myndmál, tengingu myndmáls og texta, og áhrif samfélagslegra þátta eins og þjóðarímyndar, sjálfstæðisbaráttu og stofnunar lýðveldis. 

Kjarni verkefnisins eru ólíkar gerðir og myndrænn uppruni prentmyndamóta sem og myndræn þróun prenttækni og áhrifamáttur fjölföldunar. Myndefni og myndmál í fjölfölduðu efni var rannsóknarviðfangið, allt frá einblöðungum til myndmáls hins opinbera. Rannsóknin var samvinnuverkefni á milli Listaháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands, - háskólabókasafns og Hönnunarsafns Íslands. Rannsóknin byggir á tvenns konar aðferðafræði; myndgreiningu á stílfræðilegum áherslum annars vegar og hinsvegar aðferðum sýningarstjórnunar. Niðurstöðum verkefnisins var skipt upp í sýningahluta á tímabilinu þar sem niðurstöðum innan ferlisins var miðlað og fyrirlestrar um efnið voru fluttir. Ennfremur var það efni sem rannsóknin aflaði skráð í opinn gagnagrunn samstarfsstofnananna og þannig opnað fyrir aðgengi að efni rannsóknarinnar; nemendum, kennurum og rannsakendum, sem og almenningi til upplýsingar. Þannig opnar rannsóknin fyrir leitir og þekkingu á myndmáli sem og aðgengi að sögu á höfundum myndmáls bæði fyrir söfn, menntastofnanir og almenning.

English:

The central aim of this two-year research project was to systematically collect, archive, and analyse visual material within printed sources in Iceland from 1844-1944. The purpose was to study the ways in which visual imagery is composed, produced, and distributed through local, national and international networks. A central part of the research was to study the introduction of printing to Iceland, the technical development of the industry and the impact this development had on visual communication within applied graphics. In this study, visual material as a research category substituted a wide range of data, ranging from everyday ephemera to public, institutional prints. The project was a collaboration between the Iceland University of the Arts, the National and University Library of Iceland, and the Museum of Design and Applied Arts. The research was conducted through two main methodological approaches: i) historical analysis of visual communication and applied graphics, and ii) curatorial research practice. The project results were disseminated in regular exhibitions, integrated directly into the research process, as well as public talks and publications. Furthermore, the primary sources will be made accessible through open access databases of the partnering institutions so that the research material can be engaged with directly by the public, as well as students, scholars and researchers in the field. The project has thus generated new networks of expertise between institutions in the museum sector and higher education.

Heiti verkefnis: Sjónarfur í samhengi: notkun, myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844-1944/ Contextualizing Visual Heritage: Visual Material Within Applied Graphics in Iceland 1844-1944
Verkefnisstjóri: Guðmundur Oddur Magnússon, Listaháskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2018-2019
Fjárhæð styrks: 35,972 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 185397

Þetta vefsvæði byggir á Eplica