“Allen die willen naa Island gaan”, Verslun og hvalveiðar Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.8.2021

Megin markmið verkefnisins var að nota fornleifafræðilega- og sagnfræðilega aðferðafræði til að varpa skýrara ljósi á hvalveiðar og verslun Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld. Þær aðferðir sem m.a. var notast við var, uppgröftur, gripagreining og heimildarýni. Fornleifauppgreftrir voru framkvæmdir á nokkrum bæjarstæðum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, svo og 17. aldar hvalveiðistöðvum á Ströndum, í þeim tilgangi að ná gripum til greininga, þ.e. leirker og krítarpípur. 

Greining gripa úr mannvistarlögum frá 17. og 18. öld leiddi í ljós að stór hluti þeirra er að hollenskum uppruna sem bendir til verslunartengingar við Holland. Allar krítarpípur sem hægt var að greina voru að hollenskum uppruna sem bendir til einokunar Hollendinga á tóbaksverslun og er þessi niðurstaða bæði styrkt af greiningu á krítarpípum úr eldri uppgröftrum, svo og rituðum heimildum. Sagnfræðileg rannsókn var framkvæmd á skjalasöfnum í Kaupmannahöfn og Amsterdam, á skjölum sem fjalla um samskipti Íslands, Hollands og Dönsku krúnunnar á tímum verslunareinokunar. Niðurstöður verkefnisins sýna að við upphaf verslunareinokunar höfðu dönsk stjórnvöld ekki burði til að viðhalda verslun á Norður Atlantshafinu. Í þeim tilgangi að halda uppi verlsunarsamskiptum við nýlendur sínar á Atlantshafinu snéru Danir sér til hollenskra kaupmanna, sem fljótlega yfirtóku verslun og hvalveiðar á Norður Atlantshafinu. Á 17. öld stofnuðu Danir verslunarfélög, Islansk Kompagnie, til þess að stjórna og hafa umsjón með hvalveiðum og verslun erlendra kaupmanna, en þrátt fyrir það blómstraði ólögleg verslun við Ísland. Rannsóknir á ritheimildum benda sterklega til þess að samskipti Íslendinga og Hollendinga hafi verið mun meiri en áður var talið og að Íslendingar hafi reglulega nýtt sér hvalveiði- og kaupskip til að komast til Hollands, hvar þeir réðu sig svo til ýmissa starfa. Niðurstöðurnar sýna að viðurkennd saga einokunarverslunar Dana á Íslandi heldur ekki vatni og að nauðsynlegt er að endurskoða sögu 17. aldarinnar á Íslandi, sérstaklega hugmyndir okkar um einokunarverslunina.   

English:

The main aim of the project was to use archaeological and historical methods to create a fuller picture of Dutch trade and whaling in Iceland in the 17th and 18th centuries. These methods included, excavation, artefact analysis and archival research. Archaeological excavations were carried out at farm sites on the Snæfellsnes and Vestfirðir peninsulas, as well as on both farm sites and a 17th century whaling station in Strandir to obtain material for analysis, i.e. ceramics and clay pipes. The analysis of the finds shows that a large portion of the ceramics and were manufactured in the Netherlands highlighting a strong trade link between Iceland and the Netherlands. All clay pipes were from the Netherlands suggesting a Dutch monopoly on tobacco trade in Iceland. These findings are further strengthened by analysis of clay pipes from earlier excavations and archival research. Historical research was conducted in historical achieves located in Copenhagen and Amsterdam, on documents relating to the interaction between Iceland, the Netherlands and the Danish crown during the Danish trade monopoly. The results of the project show that at the onset of the Danish monopoly in 1602 the Danish government lacked the means to uphold trade in the North Atlantic. In order to uphold regular trade with their colonies in the North Atlantic they turned to Dutch merchants, who quickly dominated the trade and whaling in the North Atlantic. In the 17th and 18th centuries the Danish government established trading companies to regulate and control trade with Iceland but even so illegal trade flourished almost unchecked. The archival research also suggests that the interaction between Icelanders and the Dutch traders and whalers was much greater than previously thought and frequently Icelanders used the merchant and whaling ships for passage to the Netherlands, where they sought different types of employment. The results of project further demonstrate that the generally accepted history of the Danish monopoly as a period of stagnation and decline does not stand up to scrutiny and there is a need to revaluate Icelandic history of the 17th century, especially our ideas about the history of the Danish monopoly.

The results of the project will be presented in high quality scientific journals in the fields of archaeology, history and anthropology. The aim is also to publish a monograph on Dutch trading and whaling in the north Atlantic in the 17th and 18th centuries and to present the results at different conferences. The following papers are currently in preparation:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ragnar Edvardsson, Nina Linde Jaspers (in prep.) Allen die willen naar IJsland gaan: Islandsk-hollandske relationer før og under monopoltiden i 1600-1700-årene. Temp tidsskrift for historie.

Ragnar Edvardsson, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ninda Linde Jaspers (in prep.). Dutch Whaling in Iceland in the 17th century. International Journal of Maritime Archaeology.

Attachments: 1) Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ragnar Edvardsson, Nina Linde Jaspers (in prep.) Allen die willen naar IJsland gaan: Islandsk-hollandske relationer før og under monopoltiden i 1600-1700-årene. Temp tidsskrift for historie. 2) Ceramic analysis database.

Heiti verkefnis: “Allen die willen naa Island gaan”, Verslun og hvalveiðar Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld/„Allen die willen naa Island gaan“, Dutch whaling and trading in Iceland in the 17th and 18th centuries
Verkefnisstjóri: Ragnar Edvardsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 34,759 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163427

Þetta vefsvæði byggir á Eplica