Þáttur svefntruflana og melatóníns í blöðruhálskirtilskrabbameini - verkefnislok

5.2.2014

Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) hefur flokkað vaktavinnu og aðra þætti sem getað raskað svefni og dægursveiflu manna sem mögulega krabbameinsvaldandi. Vísbendingar um slík tengsl eru flestar úr rannsóknum á brjóstakrabbameini en krabbamein í blöðruhálskirtli hefur minna verið rannsakað í þessu tilliti.

Meginmarkmið verkefnisins var því að skoða hvort svefntruflanir, melatónín-gildi í morgunþvagi og stærð heilakönguls hafi áhrif á myndun og framgöngu krabbameins í blöðruhálskirtli. Margir vísindamenn hafa komið að verkefninu sem byggir á samstarfi Háskóla Íslands, Hjartaverndar, Krabbameinsskrár Íslands, Bandaríska Heilbrigðisráðuneytisins (NIH) og Harvard Háskóla (Harvard School of Public Health og Harvard Medical School).

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Þáttur svefnvenja og melatóníns í blöðruhálskirtilskrabbameini
Verkefnisstjóri: Lorelei A. Mucci, Harvard School of Public Health
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 16,310 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100423

Svefntruflanir eru algengt vandamál í nútíma samfélagi og geta haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Ein skýring á áhrifum sventruflana á krabbamein er talin tengjast framleiðslu hormónsins melatóníns en sýnt hefur verið fram á að melatónín er öflugt bráðavarnaefni sem hemur krabbameinsvöxt í tilraunarannsóknum. Melatónín er aðallega framleitt af heilaköngli að næturlagi í myrkri og því er styrkleiki þess mögulega lægri hjá einstaklingum með svefntruflanir.

Rannsóknarefniviður var sóttur í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og með samtengingu við Krabbameinsskrá fengust upplýsingar um hvaða menn greindust með krabbamein í blöðruhálskirtli á eftirfylgnitímanum. Alls tóku 2425 karlar þátt í Öldrunarrannsókninni og í upphafi rannsóknar svöruðu þeir meðal annars spurningum um svefntruflanir ásamt því að skila inn prufu af morgunþvagi og fara í segulómun af höfði.  Á eftirfylgnitímanum greindust 135 karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli, þar af 26 með alvarlegt mein. Niðurstöður sýna að karlar með svefntruflanir eru í meira en tvöfaldri áhættu að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli, sérstaklega langt genginn sjúkdóm. Einnig var gerð yfirlitsgrein um aðrar rannsóknir sem skoðað hafa þessi tengsl og studdi hún þessar niðurstöður. Melatónín var mælt í morgunþvagi 928 manna og myndgreining notuð til að greina stærð og umfang “kalkana” í heilaköngli. Einnig voru skoðuð tengsl erfðaþátta við melatónínmagn og við áhættuna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Í stórum dráttum styðja niðurstöður þá tilgátu sem lagt var upp með og gefa mikilvægar vísbendingar um ferla sem liggja til grundvallar áhrifum röskunar á dægursveiflu á krabbameinsáhættu. Niðurstöður þessara greina eru í birtingarferli og því ekki hægt að greina frá niðurstöðum þeirra í smáatriðum að svo stöddu.

Verkefnið hefur verið kynnt á 7 ráðstefnum og fengið viðamikla fjölmiðlaumfjöllun. Auk þeirra fjögurra vísindagreina sem lagðar voru til upphaflega hefur verkefnið leitt af sér að minnsta kosti þrjár aðrar greinar.

Greinar

Sigurdardottir LG, Valdimarsdottir UA, Fall K, Rider JR, Lockley SW, Schernhammer E, Mucci LA. Circadian Disruption, Sleep Loss and Prostate Cancer Risk: A Systematic Review of Epidemiologic Studies. Cancer Epidemiol Biomarkers Prev 21:1002-11 (2012)

Sigurdardottir LG, Valdimarsdottir UA, Mucci LA, Fall K, Rider JR, Schernhammer E, Czeisler CA, Launer L, Harris T, Stampfer MJ, Gudnason V, Lockley SW. Sleep Disruption among Older Men and Risk of Prostate Cancer. Cancer Epidemiol Biomarkers Prev 22:872-879 (2013).

Sigurdardottir LG, Markt SC, Rider JR, Haneuse S, Fall K, Schernhammer E, Flynn-Evans E, Kasperzyk JL, Launer L, Harris T, Aspelund T, Stampfer MJ, Gudnason V, Czeisler CA, Lockley SW, Valdimarsdottir UA, Mucci LA. Urinary Melatonin Levels, Sleep Disruption and Risk of Prostate Cancer. In clearance at NIA for submission.

Sigurdardottir LG, Markt SC, Rider JR, Haneuse S, Fall K, Schernhammer E, Flynn-Evans E, Launer L, Harris T, Aspelund T, Stampfer MJ, Gudnason V, Czeisler CA, Lockley SW, Valdimarsdottir UA, Mucci LA. The Pineal Gland in Relation to 6-Sulfatoxymelatonin Levels and Risk of Prostate Cancer. In review for submission.

Markt SC, Valdimarsdottir UA, Sigurdardottir LG, Shui IM, Rider JR, Tamimi R, Kasperzyk JL, Haneuse S, Lockley SW, Czeisler CA, Stampfer MJ, Aspelund T, Smith AV, Gudnason V, Mucci LA. Variation in Circadian Rhythm Genes and it association with melatonin levels in the AGES-Reykjavik Cohort. In preparation for submission.

Markt SC, Valdimarsdottir UA, Sigurdardottir LG, Shui IM, Rider JR, Tamimi R, Kasperzyk JL, Haneuse S, Lockley SW, Czeisler CA, Stampfer MJ, Aspelund T, Smith AV, Gudnason V, Mucci LA. Lifestyle, Anthropometric and Nutritional Correlates of Urinary Melatonin Levels in the AGES-Reykjavik Project. In preparation.

Markt SC, Valdimarsdottir UA, Sigurdardottir LG, Shui IM, Rider JR, Tamimi R, Kasperzyk JL, Haneuse S, Lockley SW, Czeisler CA, Stampfer MJ, Aspelund T, Smith AV, Gudnason V, Mucci LA. Variation in Circadian Rhythm Genes and Risk of Prostate Cancer in the AGES-Reykjavik Cohort. In preparation. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica