Súrefnismettun augnbotna í gláku - verkefnislok

5.2.2014

Undanfarin ár hefur Augndeild Landspítala í samstarfi við  Kaþólska háskólann í Leuven, Belgíu, unnið að mælingum á súrefnisbúskap í augnbotnum í glákusjúklingum. Ein helsta kenningin um orsakir gláku er sú að blóðflæði í augum glákusjúklinga sé minnkað eða illa stjórnað sem hugsanlega leiðir til sjúklegrar blóðþurrðar og súrefnisskorts.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Súrefnismettun augnbotna í gláku
Verkefnisstjóri: Einar Stefánsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 12,715 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100429

Tækni til mælinga í sjónhimnu manna hefur verið af skornum skammti þar til nýlega, en slíkur mælir var þróaður og prófaður af rannsóknarhópnum á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins var að kanna það hvort súrefnisbúskapur sjónhimnu í gláku sé brenglaður. Til þess var súrefnismettun sjónhimnuæða mæld í glákusjúklingum og heilbrigðum einstaklingum. Einnig var mælt svar við áreiti þess að anda að sér 100% súrefni, þá hvað varðar súrefnismettun og æðavídd sjónhimnuæða í glákusjúklingum og heilbrigðum einstaklingum.

Í stuttu máli sagt þá fannst enginn munur á heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með væga gláku. Hins vegar benda niðurstöðurnar til þess að súrefnisbúskapur sé truflaður í sjúklingum með langt gengna gláku, eflaust sem afleiðing vefjarýrnunar í sjónhimnu.

Þegar viðbrögð glákusjúklinga við innöndun á 100% súrefni voru borin saman við heilbrigða einstaklinga kom í ljós að enginn munur var á hópunum. Það bendir til þess að brenglun á stjórn blóðflæðis sé ekki ábótavant.

Næmni súrefnismælisins kom vel í ljós í innöndunartilraununum. Greinileg breyting var á súrefnismettun fyrir og eftir innöndun á hreinu súrefni, sérstaklega í bláæðlingum. Staðfesti þetta áreiðanleika tækisins. Einnig var staðfest að lyf sem gefin eru til útvíkkunar á lithimnu (svo hægt sé að taka myndir af augnbotninum) hafa engin áhrif á súrefnismettun sjónhimnuæða.

Flestar af ofangreindum niðurstöðum, ásamt fleirum, hafa verið birtar í ritrýndum tímaritum á sviði augnlæknisfræði. Að auki er verið er að klára að skrifa upp hluta af niðurstöðum. Ávinningur rannsóknarinnar er betri skilningur á sjúkdómnum gláku ásamt því að vera fyrsta skrefið í átt að hagnýtingu súrefnismælinga við eftirlit með sjúkdómnum.

Rannsóknarhópurinn birti eftirtaldar greinar um súrefnismælingar og æðavíddarmælingar í sjónhimnu árin 2010-2013 (listinn tekur yfir fleiri greinar en einungis þær sem snerta gláku):

1. Olafsdottir OB, Vandewalle E, Pinto LA, Geirsdottir A,De Clerck E, Stalmans P, Gottfredsdottir MS, Kristjansdottir JV, Van Calster J, Zeyen T, Stefánsson E and Stalmans I.Retinal oxygen metabolism in healthy subjects and glaucoma patients.  Br J Ophthalmol. 2014 Jan 8. [Epub ahead of print]

2. Kristjansdottir JV, Hardarson SH, Harvey AR, Olafsdottir OB, Eliasdottir TS, Stefánsson E. Choroidal oximetry with a noninvasive spectrophotometric oximeter. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2013 May 7;54(5):3234-9.

3. Traustason S, Kiilgaard JF, Karlsson RA, Hardarson SH, Stefansson E, la Cour M. Spectrophotometric retinal oximetry in pigs. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2013 Apr 17;54(4):2746-51.

4. Vandewalle E, Abegão Pinto L, Olafsdottir OB, De Clerck E, Stalmans P, Van Calster J, Zeyen T, Stefánsson E, Stalmans I. Oximetry in glaucoma: correlation of metabolic change with structural and functional damage. Acta Ophthalmol. 2013 Jan 17. [Epub ahead of print]

5. Vandewalle E, Abegão Pinto L, Olafsdottir OB, Stalmans I. Phenylephrine 5% added to Tropicamide 0.5% eye drops does not influence retinal oxygen saturation values or retinal vessel diameter in glaucoma patients. Acta Ophthalmol. 2013 Dec;91(8):733-7. Epub 2012 Sep 23.

6. Geirsdottir A, Palsson O, Hardarson SH, Olafsdottir OB, Kristjansdottir JV, Stefánsson E. Retinal vessel oxygen saturation in healthy individuals. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2012 Aug 13;53(9):5433-42.

7. Hardarson SH, Elfarsson A, Agnarsson BA, Stefánsson E. Retinal oximetry in central retinal artery occlusion. Acta Ophthalmol. 2013 Mar;91(2):189-90. Epub 2012 Mar 16.

8. Palsson O, Geirsdottir A, Hardarson SH, Olafsdottir OB, Kristjansdottir JV, Stefánsson E. Retinal oximetry images must be standardized: a methodological analysis. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2012 Apr 2;53(4):1729-33.

9. Hardarson SH, Stefánsson E. Retinal oxygen saturation is altered in diabetic retinopathy. Br J Ophthalmol. 2012 Apr;96(4):560-3. Epub 2011 Nov 11.

10. Olafsdottir OB, Hardarson SH, Gottfredsdottir MS, Harris A, Stefánsson E. Retinal oximetry in primary open-angle glaucoma. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2011 Aug 16;52(9):6409-13.

11. Hardarson SH, Stefánsson E. Oxygen saturation in branch retinal vein occlusion. Acta Ophthalmol. 2012 Aug;90(5):466-70. Epub 2011 Apr 21.

12. Blondal R, Sturludottir MK, Hardarson SH, Halldorsson GH, Stefánsson E. Reliability of vessel diameter measurements with a retinal oximeter. Graefes Arch Clin Exp Ophthalmol. 2011 Sep;249(9):1311-7. Epub 2011 Apr 16.

13. Hardarson SH, Stefánsson E. Oxygen saturation in central retinal vein occlusion. Am J Ophthalmol. 2010 Dec;150(6):871-5. Epub 2010 Sep 26.

14. Siesky B, Harris A, Kagemann L, Stefansson E, McCranor L, Miller B, Bwatwa J, Regev G, Ehrlich R. Ocular blood flow and oxygen delivery to the retina in primary open-angle glaucoma patients: the addition of dorzolamide to timolol monotherapy. Acta Ophthalmol. 2010 Feb;88(1):142-9. Epub 2009 Aug 25.

Greinar í undirbúningi

1. Olafsdottir OB, Eliasdottir TS, Kristjansdottir JV, Hardarson SH and Stefánsson E. Retinal oxygen saturation during 100% oxygen breathing in healthy individuals and glaucoma patients.

2. Geirsdottir A, Hardarson SH, Olafsdottir OB, Stefansson E. „Retinal oxygen metabolism is abnormal in exudative age-related macular degeneration.“

3. Doktorsritgerð Ólafar Birnu Ólafsdóttur; Súrefnismettun sjóhimnuæða í gláku (er í vinnslu).

Auk greina og ritgerðar hefur verkefnið verið kynnt á fjölmörgum alþjóðlegum þingum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica