Virkjun köfnunarefnis í einsleitri og misleitri efnahvötun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.4.2018

Rannsóknarverkefnið hefur notað skammtafræðilega reikninga til að fá nýja innsýn í rafeindabyggingu FeMoco hvarfstöðvarinnar og leitt í ljós hvarfgang afoxunar lítilla sameinda á málmkomplexum sem líkja eftir hvarfstöðinni. Þá hafa reikningar einnig leitt í ljósa nýja mögulega efnahvata fyrir köfnunarefnisafoxun sem prófaðir verða á tilraunastofu.

Rannsóknarverkefnið hefur veitt nýja innsýn í virkjun köfnunarefnis með einsleitum efnahvötum og lífhvötum (nitrogenasa) með notkun skammtafræðilegra útreikninga auk þess sem þróuð hefur verið fjölskalalíkana aðferðafræði (QM/MM) fyrir reikninga á oxunarmætti sameinda og þéttefnisáhrifum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að halda áfram rannsóknum á nitrogenasa auk frekari þróunar á QM/MM aðferðafræði fyrir rannsóknir á efnahvötum. Virkjun og afoxun köfnunarefnis í ammóníak er mjög flókið efnahvarf sem kemur við sögu í rannsóknum á nýjum leiðum til áburðarframleiðslu. Enginn rafefnahvati er til fyrir þetta efnahvarf fyrir utan nitrogenasa ensímið sem hvatar þetta efnahvarf úr rafeindum og róteindum. Hvarfgangur ensímsins er þó ekki þekktur. Rannsóknarverkefnið hefur notað skammtafræðilega reikninga til að fá nýja innsýn í rafeindabyggingu FeMoco hvarfstöðvarinnar og leitt í ljós hvarfgang afoxunar lítilla sameinda á málmkomplexum sem líkja eftir hvarfstöðinni. Þá hafa reikningar einnig leitt í ljósa nýja mögulega efnahvata fyrir köfnunarefnisafoxun sem prófaðir verða á tilraunastofu. Skammtafræðireikningar á rafefnafræðilegum hvörfum krefjast nákvæmrar aðferðafræði til að reikna oxunarmætti í lausn. Í dag eru óbein leysilíkön (e. solvation model) mest notuð í slíkum reikningum en bein leysilíkön (þar sem sameindir leysisins koma beint við sögu) ættu að vera nákvæmari. Ný aðferðafræði var þróuð til að lýsa leysaáhrifum beint fyrir reikninga á oxunarmætti sem hefur betri nákvæmni en óbeinar aðferðir. 

Afrakstur
6 vísindagreinar beintengdar verkefninu hafa verið birtar auk 12 vísindagreina sem eru óbeint tengdar verkefninu. Þá var skrifuð 1 meistararitgerð og 3 BS ritgerðir.

Vísindagreinar:
The discovery of Mo(III) in FeMoco: reuniting enzyme and model chemistry
R. Bjornsson, F. Neese, R. R. Schrock, O. Einsle, S. DeBeer, J. Biol. Inorg. Chem. 2015, 20, 447-460.

Revisiting the Mössbauer isomer shifts of the FeMoco cluster of nitrogenase and the cofactor charge
Ragnar Bjornsson, Frank Neese, Serena DeBeer, Inorg. Chem. 2017, 56, 1470-1477.

Comparative Electronic Structures of Nitrogenase FeMoco and FeVco
Julian A. Rees, Ragnar Bjornsson, Joanna K. Kowalska, Frederico A. Lima, Julia Schlesier, Daniel Sippel, Thomas Weyhermüller, Oliver Einsle, Julie A. Kovacs and Serena DeBeer, Dalton Trans., 2017, 46, 2445-2455.

QM/MM Study of the Nitrogenase MoFe Protein Resting State: Broken-Symmetry States, Protonation States, and QM Region Convergence in the FeMoco Active Site
Bardi Benediktsson and Ragnar Bjornsson, Inorg. Chem. 2017, 56, 13417-13429.

Mechanistic studies of [MoFe3S4] cubanes for catalytic reduction of nitrogenase substrates
Albert Þ. Þórhallsson and Ragnar Bjornsson, sent inn, 2018.

An explicit solvation QM/MM MD protocol for calculation of redox potentials
Cody M. Sterling and Ragnar Bjornsson, verður sent inn, 2018.

English:
This research project has resulted in new insights into N2 activation in molecular and biological systems (nitrogenase) via quantum chemical calculations as well as new computational methodology (QM/MM) for computing redox potentials and solid-state effects. The results will be used to continue research into the nitrogenase enzyme as well as developing new QM/MM methodology for catalysis research. Catalytic N2 reduction to NH3 is a difficult reaction that is of interest in the study of new catalytic approaches to making fertilizer. There is currently no available electrochemical catalyst to perform this reaction but the enzyme nitrogenase catalyzes this reaction at ambient conditions using protons and electrons. The enzyme mechanism is unknown, however. This research project has given new structural insight into the enzyme cofactor via quantum chemical calculations and has also revealed the substrate reduction mechanisms of bioinspired model compounds based on the cofactor structure. The theoretical calculations have also suggested new catalyst candidates for N2 reduction that awaits experimental verification. Computational electrocatalysis (e.g. for N2 reduction) requires accurate approaches for calculating redox potentials in solution. Current approaches are based on implicit solvation while explicit solvation approaches should be capable of higher accuracy. New methodology based on explicit solvation was developed that is found to be capable of improved accuracy compared to implicit approaches.

Project output:
6 scientific articles directly related to the project and 12 scientific articles indirectly related to the project. 1 M.Sc. thesis and 3 B.Sc. theses.

Publications:
The discovery of Mo(III) in FeMoco: reuniting enzyme and model chemistry
R. Bjornsson, F. Neese, R. R. Schrock, O. Einsle, S. DeBeer, J. Biol. Inorg. Chem. 2015, 20, 447-460.

Revisiting the Mössbauer isomer shifts of the FeMoco cluster of nitrogenase and the cofactor charge
Ragnar Bjornsson, Frank Neese, Serena DeBeer, Inorg. Chem. 2017, 56, 1470-1477.

Comparative Electronic Structures of Nitrogenase FeMoco and FeVco Julian A. Rees, Ragnar Bjornsson, Joanna K. Kowalska, Frederico A. Lima, Julia Schlesier, Daniel Sippel, Thomas Weyhermüller, Oliver Einsle, Julie A. Kovacs and Serena DeBeer, Dalton Trans., 2017, 46, 2445-2455.

QM/MM Study of the Nitrogenase MoFe Protein Resting State: Broken-Symmetry States, Protonation States, and QM Region Convergence in the FeMoco Active Site
Bardi Benediktsson and Ragnar Bjornsson, Inorg. Chem. 2017, 56, 13417-13429.

Mechanistic studies of [MoFe3S4] cubanes for catalytic reduction of nitrogenase substrates
Albert Þ. Þórhallsson and Ragnar Bjornsson, submitted, 2018.

An explicit solvation QM/MM MD protocol for calculation of redox potentials
Cody M. Sterling and Ragnar Bjornsson, to be submitted, 2018.

Heiti verkefnis: Virkjun köfnunarefnis í einsleitri og misleitri efnahvötun / N2 activation in homogenous and heterogenous catalysis
Verkefnisstjóri: Ragnar Björnsson, Raunvísindastofnun Háskólans
Tegund styrks: Rannsóknastöðustyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 20,97 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141218









Þetta vefsvæði byggir á Eplica