Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturbyggð heim þann 23. september nk. til að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi.
Lesa meiraVaxtarsprotinn 2025 verður afhentur miðvikudaginn 24. september í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.
Lesa meiraFrá 18. september til 18. október nk. stendur yfir árleg eTwinning kynningarherferð sem hefur það markmið að auka sýnileika, hvetja fleiri kennara til þátttöku og kynna fjölbreytt tækifæri til alþjóðlegs skólasamstarfs.
Lesa meiraÞann 28. 29. og 30. október nk. standa Rannís og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH) á Íslandi í samstarfi við Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi og Félag sérfræðinga í rannsóknaþjónustu (ICEARMA) fyrir námskeiði um hvernig á að undirbúa og skrifa umsókn í Horizon Europe og ERC.
Lesa meiraHlaðvarpsþátturinn Skuggavaldið tekur þátt í Vísindavöku með upptöku á nýjum þætti fyrir framan áhorfendur á sal.
Lesa meiraUm nýja markáætlun er að ræða með áherslu á rannsóknir, þróun og hagnýtingu sem tengjast náttúruvá í víðu samhengi.
Frestur til að sækja um styrki úr áætluninni er til fimmtudagsins 6. nóvember 2025 klukkan 15:00.
Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2025, kl. 15:00.
Lesa meiraÍ samvinnu við STÍL, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Vigdísarstofnun, stendur Rannís fyrir viðburði í tilefni Evrópska tungumáladagsins fimmtudaginn 25. september kl. 17:00 í Veröld – húsi Vigdísar.
Lesa meiraDagana 6.–8. nóvember 2025 verður haldin eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur í Istanbúl, Tyrklandi. Ráðstefnan fer fram á Intercontinental Istanbul.
Lesa meiraFrestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til miðvikudagsins 15. október 2025 klukkan 15:00
Lesa meiraÍslenska hæfnissetrið fyrir netöryggi og nýsköpun, Eyvör NCC-IS, stendur fyrir kynningarfundi þann 11. september í Grósku undir yfirskriftinni Cybersecurity: From Grants to Impact.
Lesa meiraÍ ágúst voru í fjórða sinn veittir námsstyrkir úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum til íslenskra nemenda sem hefja nám í Bretlandi, á bæði meistara- og doktorsstigi. Rannís hefur umsjón með sjóðnum á Íslandi.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim, dagana 16. - 17. september og Vesturbyggð, 23. september, til að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi.
Lesa meira