Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...



Fréttir

NORDPLUS-Keyboard-button

3.11.2025 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus 2026

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023–2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir árið 2026 er að efla hæfni, nýsköpun og samstarf sem styrkir samkeppnishæfni og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2026, kl. 23:59 CET.

Lesa meira
ECML-mynd-med-frett

1.11.2025 : Kynning á fræðslu og ráðgjöf Miðstöðvar evrópskra tungumála

Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15:00-16:00 bjóða Rannís og Tungumálamiðstöð HÍ til kynningar á námskeiðum, vinnustofum og ráðgjöf á vegum Miðstöðvar evrópskra tungumála (European Centre for Modern Languages - ECML). 

Lesa meira
MAGNSR-1

31.10.2025 : Hefring Marine hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Hefring Marine sem hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa.

Lesa meira
Nordplus-cafe-mynd-med-frett

29.10.2025 : Hyggur þú á að sækja um styrk í Nordplus? Velkomin á Nordplus Café!

Nordplus býður upp á rafrænan upplýsingafund þann 5. nóvember kl. 12:00 fyrir umsækjendur sem hafa áhuga á að kynna sér þau tækifæri sem í boði eru og hyggja á að sækja um styrk í næsta umsóknarfrest sem verður þann 2. febrúar 2026.

Lesa meira

28.10.2025 : Upplýsingafundur fyrir starfsfólk í skapandi greinum

Rannís, Listaháskóli Íslands og Rannsóknasetur skapandi greina bjóða til upplýsingafundar um samstarfs- og styrkjamöguleika í Evrópu fyrir skapandi greinar þann 13. nóvember nk.

Lesa meira

23.10.2025 : Íslenskukennsla fyrir útlendinga

Umsækjendur skulu vera viðurkenndir framhaldsfræðsluaðilar eða hafa undirritaðan samning við viðurkenndan framhaldsfræðsluaðila, um ábyrgð á kennslunni. Umsóknarfrestur er 8. desember 2025 kl. 15:00.

Lesa meira

23.10.2025 : Vefnámskeið á vegum Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar

Námskeið ætlað náms- og starfsráðgjöfum sem vilja efla færni sína í notkun upplýsinga um vinnumarkaðinn í sinni leiðsögn.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-1429x1080px-1-

23.10.2025 : Vinnustofur fyrir tungumálakennara um Erasmus+ og eTwinning

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning á Íslandi, í samstarfi við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, bjóða tungumálakennurum á tvær rafrænar vinnustofur í nóvember. Þar verður fjallað um hvernig tungumálakennarar geta nýtt alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og eTwinning til að efla tungumálanám, menningarlæsi og alþjóðavitund nemenda.

Lesa meira
Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

23.10.2025 : Auglýst eftir umsóknum í menntarannsóknasjóð 2025

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr menntarannsóknasjóði. Umsóknarfrestur rennur út 26. nóvember nk. kl. 15:00.

Lesa meira

23.10.2025 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í fyrirtækjastyrk Fræ og Þróunarfræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði  Fræ/Þróunarfræ.

Lesa meira

22.10.2025 : Fyrsta landsþing Erasmus Student Network á Íslandi

Erasmus Student Network (ESN) á Íslandi og Landskrifstofa Erasmus+ bjóða nemendum og öðrum áhugasömum að taka þátt í fyrsta landsþingi ESN-Iceland, sem haldið verður 31. október kl. 15:00 í Eddu, Háskóla Íslands. 

Lesa meira

17.10.2025 : Þýðingarstyrkir Creative Europe til bókaútgefenda

Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2026. Um 40 verkefni eru styrkt og eru 5 milljónir evra til úthlutunar. Verk frá minni málsvæðum njóta forgangs til þýðinga.

Lesa meira

16.10.2025 : Nýsköpun, lýðræði og tungumál í brennidepli við verðlaunaafhendingu Erasmus+

Fulltrúar skóla- og menntayfirvalda komu saman á Nauthóli í Reykjavík þegar Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ veittu Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu og eTwinning gæðaviðurkenningar. Menntaskólinn á Tröllaskaga og Dósaverksmiðjan hlutu evrópsku verðlaunin í kennslu og tungumálum og Stapaskóli hlaut viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025.

Lesa meira

Fréttasafn




Þetta vefsvæði byggir á Eplica