Evrópska lífsgildakönnunin 2017 - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.5.2022

     Meginmarkmið verkefnisins var að halda áfram þátttöku Íslands í evrópsku lífsgildakönnuninni (EVS) með því að leggja fimmtu lotu hennar fyrir á Íslandi árið 2017 og að taka þátt í tilraun með gagnaöflunaraðferðir þar sem heimsóknarviðtöl voru borin saman við netkönnun. 

EVS er umfangsmikil, þverþjóðleg, langtímarannsókn á gildum fólks og samfélaga. Rannsóknin veitir mikilvæga innsýn í hugmyndir, trú, lífsgildi og skoðanir íbúa Evrópu. Megin rannsóknarspurningin snýr að því hvort lífsgildi séu að breytast í evrópskum samfélögum og ef svo er, að hvaða leyti. Ísland hefur verið þátttakandi í öllum fyrri lotum EVS, árin 1984, 1990, 1999 og 2009 og því veita gögnin sem aflað var í verkefninu mikilvæga áframhaldandi innsýn inn í lífsgildi Íslendinga sem bera má saman við önnur Evrópulönd. Gögnin hafa verið birt í opnum aðgangi hjá GESIS Data Archive, þar sem þau eru aðgengileg rannsakendum hvaðanæva að úr heiminum.

Gögnin fyrir EVS 2017 má finna í opnum aðgangi í GESIS Data Archive:
https://doi.org/10.4232/1.13560 og grein þar sem fjallað er um rannsóknina og gögnin var birt
í European Sociological Review árið 2020:

Lujkx, R., Jónsdóttir, G.A., Gummer, T., Stähli, M.E., Fredriksen, M., Ketola, K., Reeskens, T., Brislinger, E., Christmann, P., Gunnarsson, S.Þ., Hjaltason, Á.B., Joye, D., Lomazzi,
V., Maineri, A.M., Milbert, P., Ochsner, M., Pollien, A., Sapin, M., Solanes, I.,
Verhoeven, S., Wolf, C. (2020). The European Values Study 2017: On the Way to the
Future Using Mixed-Modes. European Sociological Review, jcaa049,
https://doi.org/10.1093/esr/jcaa049.

English:

The main goal of the project was to continue Iceland’s participation in the European Values
Study (EVS) by collecting data in the fifth wave of the study in 2017 and to take part in a mode experiment by comparing face-to-face survey with web survey. The EVS is a large-scale, cross-national, longitudinal survey research programme on individual and social values. It provides insights into ideas, beliefs, preferences, attitudes, values, and opinions of citizens all over Europe. The central research question is whether values are changing in modern European society, and if so to what extent and in what direction. Iceland has taken part in all previous waves of EVS in 1984, 1990, 1999 and 2009 and thus the data from the project provides important further insight into the values of Icelanders’ that can be compared to other European countries. The data have been archived in open access at the GESIS Data Archive, making the dataset available to researchers around the world.


The data for EVS 2017 can be found in open access at the GESIS Data Archive:
https://doi.org/10.4232/1.13560 and a data brief describing the study and the data was
published in European Sociological Review in 2020:

Lujkx, R., Jónsdóttir, G.A., Gummer, T., Stähli, M.E., Fredriksen, M., Ketola, K., Reeskens, T., Brislinger, E., Christmann, P., Gunnarsson, S.Þ., Hjaltason, Á.B., Joye, D., Lomazzi,
V., Maineri, A.M., Milbert, P., Ochsner, M., Pollien, A., Sapin, M., Solanes, I.,
Verhoeven, S., Wolf, C. (2020). The European Values Study 2017: On the Way to the
Future Using Mixed-Modes. European Sociological Review, jcaa049,
https://doi.org/10.1093/esr/jcaa049.

Heiti verkefnis: Evrópska lífsgildakönnunin 2017/European Values Study 2017
Verkefnisstjóri: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 48,082 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174181









Þetta vefsvæði byggir á Eplica