Heilsa, færni og aðstæður einstaklinga í heimahúsum eftir eitt heilaslag og framboð og notkun á endurhæfingarúrræðum - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Könnun var gerð á meðal einstaklinga sem búa í heimahúsum eftir að hafa fengið heilaslag 1-2 árum áður. Þessi könnun er sú fyrsta sem gerð er á meðal einstaklinga í þessum hópi á Íslandi og var þátttakan 56.2%.
Meginmarkmið könnunarinnar var að afla þekkingar um heilsu, færni og aðstæður þessara einstaklinga. Meðal annars var spurt um notkun á hjálpartækjum, snjalltækjum og heilbrigðisþjónustu. Einnig var spurt um líkamlega og andlega færni og hreyfingu. Einstaklingunum var skipt i þrjá aldurshópa (75 ára og eldri, 65-74 ára og yngri en 65 ára) og þeir bornir saman. Helstu niðurstöður sýndu að elsti hópurinn glímdi við meiri færniskerðingar og notaði meiri hjálpartæki en einstaklingar í yngri aldurshópunum. Jafnframt kom fram að rúmlega helmingur þátttakenda notaði snjalltæki að staðaldri, þar af um þrír fjórðu einstaklinga á aldrinum 65-74 en elsti hópurinn notaði þau áberandi minnst eða um fjórðungur einstaklinga. Þessar niðurstöður sýna að mikilvægt er að skoða eldri einstaklinga sem hafa fengið heilaslag, þ.e. einstaklinga sem eru orðnir 65 ára, í mismunandi aldurshópum en ekki sem einn hóp eldra fólks eins og gjarnan er gert. Einnig má sjá að „baby-boom-kynslóðin” svokallaða þ.e. einstaklingar fæddir á árunum 1944-1953 (65-74 ára) eru vel tæknivæddir sem eykur mjög möguleika þeirra á að nýta sér lausnir í endurhæfingu sem krefjast notkun snjalltækja.
Niðurstöður verkefnisins varpa ljósi á færni og aðstæður einstaklinga sem búa heima 1-2 árum eftir fyrsta heilaslag. Þó svo að rannsóknin taki mið af íslenskum aðstæðum, má nýta niðurstöðurnar til að bera saman við alþjóðlegar rannsóknir þar sem notuð voru alþjóðleg stöðluð mælitæki í formi spurningalista sem hafa verid þýddir á íslensku. Niðurstöður bæta því við alþjóðlegan þekkingarbrunn um einstaklinga í mismunandi aldurshópum sem hafa fengid heilaslag og búa hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Einnig má nýta niðurstöðurnar til að bæta þjónustu við þessa einstaklinga eftir heilaslag og sýna þær meðal annars gott aðgengi að snjalltækjum sem gefur möguleika til að nýta einfaldar tæknilausnir til endurhæfingar í heimahúsum. Jafnframt er aldursflokkaskiptingin gott dæmi um hvernig skoða má eldri einstaklinga í mismunandi aldurshópum í samræmi við rannsóknir í öldrunarfræðum.
Afurðir verkefnisins liggja fyrst og fremst í greinum sem sendar voru til birtingar og í doktorsverkefni. Fyrirhugað er að kynna nidurstöður úr könnuninni á Norrænu öldrunarfræðiráðstefnunni sem haldin verður 2.-4. júní 2021 og á fleiri ráðstefnum síðar á árinu. Einnig hafa niðurstöður ActivABLES verið kynntar með fyrirlestrum á ýmsum ráðstefnum, m.a. 19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands, Degi sjúkraþjálfunar 2019 og Hjúkrun 2019 og með veggspjaldi á Heimsþingi sjúkraþjálfara sem haldið var í Genf í Sviss í maí 2019.
English:
A national survey was conducted among community-dwelling stroke survivors who had their first stroke 1-2 years ago. This survey is the first one among this population in Iceland and the response rate was 56.2%. The main aim of the study was to gain knowledge on health, functioning and contextual factors of community-dwelling stroke survivors. Questions asked in the survey included questions on use of assistive devices, smart devices and health services, as well as questions related to physical and cognitive abilities and physical activity. The participants were divided into three age-groups (75 years and older, 65-74 years old and younger than 65 years old) which were compared with each other. The main results showed that the oldest group had more physical impairments and used more assistive devices than the younger groups. More than half of all the participants reported regular use of smart devices, where about . of the 65-74 years old reported regular use but about . of the oldest group reported regular use. These results should encourage researchers to study community-dwelling stroke survivors who are 65 years and older in more than one group. The results also show that the “baby-boom generation”, which includes individuals born in 1944-1953 (65-74 years of age), is well prepared for potential technical solutions based on smart devices to be used in community rehabilitation.
Information on how the results will be applied
The findings increase the understanding of community-dwelling stroke survivors lives in Iceland and their needs for effective and usable stroke rehabilitation 1-2 years after first stroke. Although this project is based on Icelandic reality, the internationally recognized standardized measures facilitate wider interpretation and add to the global knowledge base on stroke survivors of all ages, both in urban and rural areas. The results can also be used to improve services for community-dwelling stroke survivors, and show that this population is well prepared with smart devices to use in community rehabilitation. In addition, the use of different older age-groups is a good example on how older stroke survivors can be explored in line with gerontological research.
Heiti verkefnis: Heilsa, færni og aðstæður einstaklinga í
heimahúsum eftir eitt heilaslag og framboð og notkun á endurhæfingarúrræðum/ Health,
functioning and contextual factors of stroke survivors residing at home and
availability and use of rehabilitation services
Verkefnisstjóri: Steinunn Arnars Ólafsdóttir, Háskóla
Íslands
Tegund styrks: Doktorsnemastyrkur
Styrktímabil: 2019-2020
Fjárhæð styrks: 10,013 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
196034