Íslenskar dýrasögur - alþjóðleg rannsókn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.8.2021

Raunsæisdýrasagan er almennt talin kanadísk hefð innan bókmenntafræðinnar og er þá miðað við útgáfu sögunnar „Do Seek Their Meat From God“ frá 1892 sem upphaf þeirrar stefnu, en höfundur hennar, Charles G.D. Roberts sagðist sjálfur vera „faðir dýrasögunnar“. Átta árum áður kom hins vegar fyrsta íslenska dýrasagan út, „Skjóni“ (1884), eftir raunsæisskáldið Gest Pálsson – sögu sem má ekki síður skipa í flokk raunsæisbókmennta. Í verkefninu „Íslenskar dýrasögur – alþjóðleg rannsókn“ er leitast við að svara spurningunni hvort breyta megi bókmenntasögunni og titla Gest Pálsson og Skjóna sem frumkvöðla í raunsæislegum dýrasagnaskrifum. 

         Höfundur verkefnisins ber sögur Gests og Roberts saman, ásamt öðrum íslenskum og kanadískum frumkvöðlum – þeim Þorgils gjallanda og Ernest Thompson Seton, sem báðir gáfu út sínar fyrstu sögur sama árið (1894) – og færir rök fyrir því að allir eigi höfundarnir það sameiginlegt að skrifa um ferfætta félaga af svipaðri raunsæishyggju. En höfundur telur hins vegar hefðbundnum skilgreiningum um raunsæisdýrasögur vera ábótavant, vegna þess að á meðan á rannsókn stóð komst hann á snoðir um ýmsar sögur, sumar hverjar enn eldri en þær íslensku, sem eiga ekki síður tilkall til raunsæis, þótt þær falli ekki undir sömu skilgreiningu. Hann færir því rök fyrir að hætta skuli leitinni að „fyrstu“ sögunni og leggur frekar til að skoðuð séu textatengsl á milli ólíkra sagna frá tímabilinu og að fjölbreytileika dýrasagna nítjándu aldar séu gerð betri skil. Höfundur styðst við íslensku
sögurnar sem viðmið og dregur fram sögur frá öðrum Norðurlöndum, auk sagna frá Englandi, Rússlandi og Frakklandi, til að styðja þá kenningu sína að raunsæisleg dýr hafi verið hluti af tíðaranda tímabilsins og birst á svipaðan hátt á svipuðum tíma hjá ólíkum höfundum í ólíkum löndum. Útkoman er ferðalag um veraldir hesta og hunda, fugla og kinda, úlfa og fjallaljóna, þar sem fræðilegri túlkun er blandað saman við safn sérvalinna smásagna sam allar eiga það sameiginlegt að að lýsa veruleika dýrs í raunheimum og fjalla gagnrýnið um samband manna og dýra. Markmið verkefnisins er ekki tæmandi rannsókn eða útlistun á sögum tímabilsins, heldur fyrst og fremst að sýna fram á hvað „raunsæisdýrasagan“ er margþætt bókmenntagrein, sem fellur ekki að hreinu og beinu ættartré, heldur ætti frekar að líta á sem flæðandi rótakerfi ólíkra dýrasagna. Von höfundar er að verkefnið muni dýpka skilning og áhuga á dýrasögum sem lítið hafa verið skoðaðar og opna nýjan farveg fyrir fleiri fræðilegar athuganir á þessu áhugaverða tímabili og bókmenntaformi.

Handritið – Skynjandi skepnur – verður gefið út sem fræðilegt smásagnasafn á
íslensku, sem inniheldur til helminga fræðilegan texta höfundar og úrval smásagna eftir ýmsa höfunda. Auk þess er stefnt á að vinna grein á ensku upp úr hluta bókarinnar til fræðilegrar útgáfu.

English:
The realistic animal story is generally regarded in literary studies as a Canadian tradition, begun with the publication of „Do Seek Their Meat From God“ in 1892, whose author, Charles G.D. Roberts referred to himself as the „father of the animal story“. Eight years earlier, however, the first Icelandic animal story was published, „Skjóni“ (1884), by realist author Gestur Pálsson – a story which deserves its place in the pantheon of realism in literature. The project „The Icelandic Animal Story: An International Investigation“ tried to answer the question of whether or not literary history should be amended to include Pálsson and Skjóni as pioneers in realist animal fiction. The project author compares the stories of Pálsson and Roberts, along with other Icelandic and Canadian pioneers – Þorgils gjallandi and Ernest Thompson Seton, who both published their first stories in the same year (1894) – and argues that all these author share the commonality of writing about their animal protagonists in a similarly realistic manner. However, the author also argues that traditional definitions of realistic animal stories remain wanting, because during the project investigation a myriad of stories came to light, some of which older than the Icelandic ones, that make no less claims towards realism, although they do not strictly adhere to the same traditional definitions. The author therefore makes an argument to stop looking for the „first“ story and rather decides to examine the intertextuality between various stories from the period and further address the variety of nineteenth century animal fiction. The author uses the Icelandic stories as reference point to draw upon stories from other Nordic countries, as well as examples from the UK, Russia and France, to support his theory that realistic animals were part of the general zeitgest and appear in similar ways in a similar time through different authors in different countries. The end result is a journey through the worlds of horses and dogs, birds and sheep, wolves and panthers, where academic interpretation is combined with a collection of selected stories that all share the common element of describing the lives of real life animals and taking a critical approach towards the human-animal relationship. The project goal is not a complete investigation or the full explication of all animal stories of the period, but first and foremost to demonstrate that the „realistic animal story“ is a manifold literary genre which does not line up with a traditional teleological tree, but should rather be examined as a flowing rhizome of different animal tales. The author hopes that the project will further deepen both knowledge and interest in this half-forgotten genre of animal fiction and open up new venues for academic research into this interesting literary period. The resulting manuscript will be published in Icelandic as an academic short story collection which includes half-and-half the theoretical musings of the project leader and selected stories by various authors. Additionally, an article in English will be prepared from part of the manuscript, for academic publishing at a future date.

Heiti verkefnis: Íslenskar dýrasögur - alþjóðleg rannsókn/Icelandic Animal Stories - an international investigation
Verkefnisstjóri: Gunnar Theodór Eggertsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 13,269 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174400









Þetta vefsvæði byggir á Eplica