Orsakaþættir æxlunarlegrar einangrunar í samsvæða afbrigðum bleikju - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.8.2021

Þróun og viðhald æxlunartálma er undirstöðuferli tegundamyndunar ogþví mikilvægt rannsóknarefni þróunarfræðinga. Rannsóknir á tegundamyndun eru flóknar ogmargt er enn á huldu um hin ýmsu orsakasamhengi er liggja að baki. Kerfi þar sem náskyldartegundir eða stofnar innan sömu tegundar hafa aðlagast að mismunandi búsvæðum en hafatækifæri til að æxlast, eru einkar vel fallin til rannsókna á þessu sviði. Þetta á við umbleikjuna í Þingvallavatni. 

Þingvallavatn varð til við lok síðustu ísaldar fyrir u.þ.b. 10-11þúsund árum en þrátt fyrir lágan aldur má nú finna í vatninu fjögur afbrigði bleikju. Afbrigðin eru mjög ólík hvað varðar lífsferla, sköpulag og atferli sem gefur til kynna hraða aðlögun að mismunandi vistum og að fram séu komnir æxlunartálmar sem ýta undir þessa þróun. Í
þessu verkefni beindust rannsóknir okkar sérstaklega að minni afbrigðunum tveimur, murtu og dvergbleikju, en þrátt fyrir að vera mjög ólík hvað svipfar og búsvæðaval snertir þá skarast
hrygning þeirra verulega í tíma og rúmi og möguleikar á að þau geti æxlast saman því opnir.
Meginmarkmið rannsóknanna var að kanna hvernig murtan og dvergbleikjan geta viðhaldið
einkennum sínum þrátt fyrir möguleika á kynblöndun með tilheyrandi genaflæði. Niðurstöður
okkar gefa til kynna að myndin sé flókin og að til staðar séu æxlunartálmar sem bæði verka á
atburðarás æxlunar fyrir frjóvgun (t.d. mismunandi mökunarhegðun) og á ferli sem taka við
eftir frjóvgun (t.d. val gegn kynblendingum). Í fyrsta lagi sáum við að ætluð skörun á tíma og
staðsetningu er líklega minni en álitið var. Þá sýndu niðurstöður úr mökunartilraunum flókið
mynstur þar sem dvergbleikjuhængar mökuðust eingöngu með dvergbleikjuhrygnum en
murtuhængar mökuðust með hrygnum beggja afbrigða sem þýðir möguleika á genaflæði frá
murtu til dvergbleikju. Enginn munur var á frjóvgunarhlutfalli eða lífslíkum hreinræktaðra og
kynblandaðra afkvæma. Þó svo að ljóst sé að munur á svipfari afbrigðanna sé að mestu leyti
afleiða mismunandi vaxtarferla virðist breytileiki svipfarseinkenna eins og lögunar, efnaskipta
og atferlis, innan afbrigða vera óháður vexti. T.d. uxu kynblendingar murtu og dvergbleikju
hægt líkt og dverbleikjuafkvæmi en sköpulag þeirra var blandað. Niðurstöður rannsóknanna
styðja að einhverju leyti við þá tilgátu að valið sé gegn kynblendingum murtu og dvergbleikju.
Niðurstöður okkar eru nýtt innlegg í umræðu um og rannsóknir á fyrstu stigum afbrigða og
tegundamyndunar bleikju í Þingvallavatni. Þessar niðurstöður eru mikilvægar við að móta
stefnu um nýtigu og verndun bleikjuafbrigða í vatninu og geta haft þýðingu fyrir önnur
sambærileg kerfi.

English:

The evolution and maintenance of reproductive barriers is a central topic in evolutionary biology as this is a fundamental part of the process of speciation in sexually reproducing species. As with most research on evolution, studies of speciation are difficult and the details of underlying mechanisms are often poorly understood. Systems where closely related species or populations of the same species that have undergone adaptive divergence, come into contact are natural test beds for research on this topic. The Arctic charr of Thingvallavatn is ideally suited for such studies. The lake was formed at the end of the last glacial epoch just 11-10 thousand years ago and despite its young age it now harbors four morphs of Arctic charr whose distinct variation in life history characteristics, behavior and trophic morphology suggest rapid adaptive diversification, possibly followed by or causing build-up of reproductive barriers. In this project we focused on the most curious morph pair the small benthic (SB) and the planktivorous (PL) morph, which, while being greatly phenotypically differentiated along classical limnetic (open water)-benthic (lake bottom) ecological axis, still overlap partially in timing and locations of spawning. Our main
objective
was to investigate how the phenotypic integrity of these sympatric morphs is
maintained in the face of potential gene flow. Our results suggest a complex picture where
both pre- and post-zygotic mechanisms (i.e. events occurring before and after the formation
of the zygote) of reproductive isolation are at play. First, we discovered that there were
limited spatiotemporal overlaps in the mating of PL- and SB-charr, which suggests that gene
flow might be significantly prevented by subtle differences in site selection and/or timing of
spawning. Second, the results from our mate choice trials revealed potentials for complex
mating patterns resulting in unidirectional gene flow: SB males only managed to mate with
females of their own morph, whereas PL males mated with both SB and PL females. Third,
we found no difference in fertilization success or early larval survival between the pure morph
and hybrid progeny. Although various phenotypic differences among morphs emerge through
different growth patterns growth appears to be independent from other traits related to
morphology, metabolism and behaviour within morphs. Interestingly, PL-SB hybrids grew as
slow as the smallest morph (SB) and are intermediate in their morphology. Together our
results modestly supports the hypothesis of ecological selection against hybrids. Our studies
reveal key new information on early stages of adaptive divergence and potentially speciation
in the Thingvallavatn Arctic charr system. Potentially, these findings have important bearing
on how this and other such systems are managed and protected.

Outputs: Two graduate students will obtain their degree. Lieke Ponsioen completed her MSc thesis in 2020 and Quentin Horta-Lacueva is expected to defend his PhD by the end of 2021. One published article and two manuscripts have resulted so from this project. We are currently working on two more articles focusing on WP2 (running title: Molecular signatures of canalization unravel Arctic charr evolution) and WP 3 and 4 (running title: Pre-zygotic mechanisms of reproductive isolation in sympatric Arctic charr from Thingvallavatn). All manuscripts are available on bio archive.

Heiti verkefnis: Orsakaþættir æxlunarlegrar einangrunar í samsvæða afbrigðum bleikju/Evolution of reproductive barriers in sympatric Arctic charr morphs
Verkefnisstjóri: Sigurður Sveinn Snorrason, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 56,249 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173802









Þetta vefsvæði byggir á Eplica