Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.8.2021

Niðurstöður verkefnisins auka grundvallarþekkingu á seglun í óreiðukenndum og nanólagskiptum efnum sem má nýta til að hanna efni með nýja eiginleika. Slíkt getur haft ýmsa hagnýtingarmöguleika svo sem í segulminnum og spunatækni. 

         Seglandi efni eru einn af hornsteinum nútímatækni svo sem í rafmótorum, rafeindatækni og segulminnum. Þróun nýrra segulefna er mikilvæg til að auka nýtni í núverandi tækni sem og til þess að ný tækni geti litið dagsins ljós. Í þessu verkefni voru þróaðir nýir seglar sem eru lagskiptir á nanóskala, þar sem lögin hafa mismunandi seguleiginleika. Víxlverkanir milli laganna leiða af sér breytingar í heildarseguleiginleikunum sem gerir okkur kleift að stýra þeim á nýjan hátt.

Niðurstöðum verkefnisins hafa verið gerð skil í fjölda vísindagreina og að auki hafa tveir doktorsnemar hlotið þjálfun við framkvæmd þess.

Fridrik-Magnus

Mynd 1. Lagskiptur segull samsettur úr þremur mismunandi segulefnum. Seglunin líkist gormi sem má slíta í sundur með því að hækka hitastigið.

Figure 1. A layered magnet composed of three different types of magnetic material. The magnetism resembles a spring which can be severed by raising the temperature.

English:

Magnetic materials are the cornerstone of a range of technologies, from electric motors to spin-based electronics and magnetic memory. Development of new magnetic materials is essential to increase energy efficiency of existing devices and enable new device concepts. In this project we developed nano-layered magnets, where the individual layers had distinctly different magnetic properties. The interactions between layers resulted in changes in the magnetic properties, allowing us to tune the magnetic response of the materials in new ways. The results increase our fundamental understanding of magnetism in disordered and nanolayered materials which can be used to design materials with new functionality. That can in turn result in applications for example in magnetic memory devices and spintronics. The results have been published in a number of research articles in scientific journals and two PhD students have been trained during the course of the project.

Heiti verkefnis: Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum/Tuning the magnetic interlayer coupling through proximity induced magnetism in amorphous heterostructures
Verkefnisstjóri: Friðrik Magnus, Raunvísindastofnun

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 55,759 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174271









Þetta vefsvæði byggir á Eplica