Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi: tilvist sérhæfingar hjá háhyrningum og afleiðingar hennar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.5.2021

      Með verkefninu “Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi: tilvist sérhæfingar hjá háhyrningum og afleiðingar hennar” var leitast við að rannsaka tilvist sérhæfingar í fæðunámi íslenskra háhyrninga með athugunum á atferli, útbreiðslu og fæðuvali.

Lengi hefur verið þekkt að að háhyrningar éti síld við Ísland og og voru því álitnir sérhæfðar síldarætur. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að sumir einstaklingar a.m.k. éti bæði síld og aðra bráð sem er ofar í fæðuvefnum s.s. seli. Það hefur vakið spurningar um meinta síldarsérhæfingu í stofninum. Rannsóknir á fæðuvali topp afræningja eins og háhyrninga eru sérlega mikilvægar þar sem þeir geta haft mikil áhrif á gerð fæðuvefja. Í ljósi yfirstandandi og framtíðar loftslagsbreytinga er aukinn skilningur á fæðusamsetningu háhyrninga sérstaklega brýnn til að skilja hlutverk þeirra í fæðukeðjunni og hvernig tegundin hefur áhrif á virkni vistkerfis hafsins við Ísland. Verkefnið hefur staðfest að til eru háhyrningar sem eru sérhæfðir í afráni á síld til lengri tíma litið, og sýnt fram á tilvist fjölbreyttra afránsgerða innan stofnsins. Ástæður þessa breytileika eru óljósar og þarfnast frekari rannsókna. Engu að síður benda niðurstöðurnar til að beita þurfi mismunandi verndaraðferðum eftir þeim mismunandi ógnum sem steðja að einstaklingum í stofninum vegna breytileika í fæðuvali. Verkefnið hefur einnig sýnt fram á mikilvægi hafsvæðisins kringum Vestmannaeyjar fyrir fæðunám skíðishvala síðsumars, einkum steypireyða. Verkefnið bendir því til að þetta hafsvæði sé mikilvægt búsvæði fjölbreyttrar fánu sjávarspendýra og framtíðar rannsóknir munu beinast að auknum skilningi á útbreiðslumynstri þeirra.

English:

The project titled “Top predators in a changing ecosystem: occurrence and implications of specialization in killer whales” aimed to investigate the occurrence of dietary specialization in Icelandic killer whales using a combination of studies on their behaviour, occurrence and diet.  Killer whales have long been observed to feed on herring in Iceland, and thus were presumed to be herring specialists. However, recent studies showed that at least some individuals appear to feed on both herring and higher trophic level prey, such as seals, raising questions about the existence of herring specialization in this population. Investigating the dietary preferences of top predators such as killer whales is particularly important given that they can significantly shape ecosystems. In the face of current and future environmental changes, understanding what killer whales feed on is crucial to understand their role in the food chain and how they influence the dynamics of the Icelandic marine ecosystem. This project showed that there are indeed killer whales that appear to specialize on herring in the long-term, thus supporting the existence of a variety of feeding strategies within this population. The reasons behind this variation in strategies is unclear and will require further study. Nevertheless, these results point to the need to apply conservation strategies differently within the population given the different threats individuals are exposed to due to their varying feeding preferences. Through this project, the waters of Vestmannaeyjar were also revealed to be an important feeding ground for baleen whales in late summer, particularly blue whales. This suggests that Vestmannaeyjar holds significant importance for diverse marine mammal species and future research will aim to better understand their occurrence patterns.

Heiti verkefnis: Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi: tilvist sérhæfingar hjá háhyrningum og afleiðingar hennar/ Top predators in a changing ecosystem: occurrence and implications of specialisation in killer whales
Verkefnisstjóri: Filipa Isabel Pereira Samarra, Hafrannsóknastofnun
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 39,911 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163060

Þetta vefsvæði byggir á Eplica