Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.8.2021

Markmið rannsóknarverkefnisins voru að rannsaka væntingar, tækifæri og áskoranir í háskólamenntun innflytjenda á Íslandi. Þátttakendur í verkefninu voru innflytjendur af ólíku kyni, ólíkum uppruna og með ólíkan menntunarbakgrunn og félagslega stöðu, alls 41 grunnnemi frá 23 löndum í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku sem stunduðu nám í þremur stærstu háskólunum á Íslandi. 

Einnig tóku þátt lykilstarfsmenn í sömu þrem háskólum, alls 16 námsráðgjafar, stjórnendur og annað starfsfólk.
Rannsóknarspurningar í verkefninu lutu að aðgengi og reynslu þátttakenda í háskólunum, áskorunum í menntun þeirra, formlegum stuðningi við menntun, svo og félagslegum stuðningi. Niðurstöður benda til þess að langflestir nemendur sem tóku þátt í rannsókninni hafi jákvæða reynslu af að vera háskólanemi á Íslandi. Þeir telja námsumhverfi nútímalegt og að almennt ríki jafnræði milli kennara og nemenda. Þrátt fyrir jákvæða reynslu bentu nemendur á nokkur atriði sem háskólarnir mættu bæta, s.s. að veita betri stuðning við innflytjendur, að skerpa stefnur um málefni innflytjenda og beita nútímalegum nemendamiðuðum kennsluaðferðum sem hvetja alla nemendur til virkrar þátttöku í náminu.

Gildi rannsóknarverkefnisins er að veita innsýn í væntingar innflytjenda til háskólanáms á Íslandi og áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Skilningur á væntingum þeirra til menntunar, tækifærum, áskorunum og reynslu hefur mikið gildi fyrir stefnumótandi aðila og íslenskt menntakerfi.

English:

The research project aimed to explore educational aspirations and opportunities as well as challenges in university education for immigrants in Iceland. The project involved immigrants of different genders, of diverse origins and with diverse educational and socio-economic backgrounds, altogether 41 undergraduate students from 23 countries in Europe, Asia and the Americas studying in the three largest universities in Iceland. Furthermore, the project involved key staff from the same three universities, altogether 16 student counsellors, administrators and other staff. Research questions in the project pertained to the accessibility as well as the participants'experiences within the universities, challenges in their education, formal educational support as well as support from their social network.

The findings indicate that most of the participating students have positive experiences of being university students in Iceland. They consider the learning environment to be modern and that generally there is equality between teachers and students. In spite of positive experiences, the students mentioned several factors that the universities could improve, such as providing better support for immigrant students, clearer policies in matters of immigrants and applying modern student-centred teaching methods which encourage all students to be active participants in their studies.The main value of the project is providing insight into the aspirations of immigrants in the field of university education in Iceland as well as challenges they face. An understanding of their educational aspirations, opportunities, challenges and experiences is of great value to policy makers and practitioners in the Icelandic education system.

The main findings have been presented in a final report sent to all the participating universities at the end of the project, in various meetings with the administration
of the University of Iceland and in a workshop organized by the Quality Council of the Quality Board for Icelandic Higher Education (on 23rd January, 2020).

A list of the project's outputs:
Artëm Ingmar Benediktsson, Anna Katarzyna Wozniczka, Anh-Dao Tran og Hanna Ragnarsdóttir. (2019). Immigrant students' experiences of higher education in Iceland: Why does culturally responsive teaching matter? Nordic journal of comparative and international education (NJCIE), 3(2), 37-54. doi:10.7577/njcie.2850

Artëm Ingmar Benediktsson og Hanna Ragnarsdóttir. (2019). Communication and group work in the multicultural classroom: Immigrant students‘ experiences. European journal of educational research, 8(2), 453-465. doi:10.12973/eu-jer.8.2.453

Artëm Ingmar Benediktsson, Anna Katarzyna Wozniczka, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. (2018). Kennsla og stuðningur í íslenskum háskólum - Reynsla innflytjenda. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. doi:10.24270/netla.2018.5

Anna Katarzyna Wozniczka og Hanna Ragnarsdóttir. (2016). Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur
háskólum á Íslandi. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2016.

Í vinnslu:
Anh-Dao Tran, Hanna Ragnarsdóttir og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir. (í ferli). From [non] policy to practice: Staff's perspectives on support and services for students of immigrant background in Icelandic universities.

Artëm Ingmar Benediktsson og Hanna Ragnarsdóttir. (í ritrýni). Immigrant Students' Experiences of Assessment Methods Used in Icelandic Universities.

Artëm Ingmar Benediktsson og Hanna Ragnarsdóttir. (í ritrýni). Learning Icelandic as a Second Language: University students' experiences.

Susan Rafik Hama, Artëm Ingmar Benediktsson, Börkur Hansen, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. (í ritrýni). Formal and informal support at Icelandic universities: Experiences of immigrant students and staff members.

Heiti verkefnis: Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar/Educational aspirations, opportunities and challenges for immigrants in university education in Iceland
Verkefnisstjóri:
Hanna Ragnarsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 54,838 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163516

Þetta vefsvæði byggir á Eplica