Rannsóknasjóður: október 2018

30.10.2018 : Kóbalt stýrð virkjun á koldíoxíði - verkefni lokið

Kóbalt efnasambönd voru rannsökuð sem möguleg leið til að virkja koldíoxíð. Aðferðin byggir á hvatavirkni kóbalts í þeim tilgangi að mynda fjölliður sem eru nýttar í læknavísindum úr gróðurhúsalofttegund. 

Lesa meira

17.10.2018 : Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918 - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að kanna fræðistörf menntaðra Íslendinga, sem fengust við útgáfur á og skrif um íslensk fornrit / fornnorrænar bókmenntir á „hinni löngu 19. öld“, með tilliti til þeirra hugmynda um þjóðerni og þjóðararf sem verk þeirra birta með misskýrum hætti.

Lesa meira

2.10.2018 : Ótti og streita í dýrastofnum: orsakir og afleiðingar truflunar - verkefni lokið

Niðurstöður verkefnisins sýna að atferli og tengt álag margæsanna var mismunandi eftir árstíðum milli Írlands og Íslands, en einnig innan árstíða milli mismunandi búsvæða. Eins og við spáðum, þá voru, á vetrarstöð á Írlandi, álagshormón í hærri gildum á túnum og þurrlendissvæðum þar sem truflun var meiri en lægri á hinum mikilvægu hafrænu flæðamýrum. Þetta mynstur var hinsvegar öfugt farið á vorstoppi á Íslandi þar sem álagshormón voru í hærri gildum á hafrænum búsvæðum sem sýnt hefur verið að eru mikilvæg ætissvæði fyrir varptíma.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica