Rannsóknasjóður: mars 2019

25.3.2019 : Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- verkefni lokið

Súrefnismælingar í sjónhimnu augans hafa verið í stöðugri þróun. Skortur er hinsvegar á mælingum í æðahimnu augans. Í upphafi verkefnisins var því kannað hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu augans sem er himnan sem liggur fyrir innan sjónhimnuna þegar horft er á augnbotn í gegnum ljósopið. Slíkar mælingar gætu hugsanlega varpað nýju ljósi á sjúkdóma líkt og gláku og aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD). 

Lesa meira

25.3.2019 : Netsamskipti á Íslandi - málnotkun í óformlegu umhverfi netsins og viðhorf til hennar - verkefni lokið

Aðalmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum og mat málnotenda á slíkri málnotkun. Verkefnið rannsakaði málhegðun Íslendinga á Facebook með því að greina hvernig málhafar nýta sér mismunandi tungumál (eins og íslensku eða ensku), talmálseinkenni eða óyrt tákn (t.d. tjámynd) til að ná tilteknum samskiptamarkmiðum. 

Lesa meira

25.3.2019 : Náttúruefni sem lyfjasprotar gegn taugahrörnunarsjúkdómum – fjölþátta nálgun á verkunarmáta - verkefni lokið

Alzheimer og aðrir taugahrörnunarsjúkdómar skerða verulega vitræna getu sjúklinga og takmörkuð úrræði eru í boði við þessum sjúkdómum. Meginviðfangsefni verkefnisins var að kanna áhrif efnasambanda á tvö mismunandi lyfjaskotmörk; annað er ensím og hitt er viðtaki sem bæði eru mikilvæg í tengslum við taugahrörnun í heila.

Lesa meira

22.3.2019 : Nútímanálgun á heimspeki sem lífsmáta - verkefni lokið

Í þessari rannsókn er gengið út frá hugmynd Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta, þ.e. sjálfsþroskaferli sem á sér stað með iðkun þess sem Hadot kallar andlegar æfingar, ásamt kenningasmíð, og gerir heimspekingnum kleift að hverfa frá innra ójafnvægi og áhyggjum yfir í visku og frið.

Lesa meira

22.3.2019 : Náttúrulegt val og þróun svipfarsbreytileika meðal íslenskra dvergbleikju stofna - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er að bæta skilning á lífssögu dvergbleikjustofna (Salvelinus alpinus) í lindakerfum Íslands og að skoða hvaða þátt umhverfið gegnir í að móta þessa lífssögu. 

Lesa meira

22.3.2019 : Þróun sjálfstjórnunar við upphaf unglingsára og tengsl við æskilegan þroska og námsgengi - verkefni lokið

Intentional self-regulation (ISR), which involves goal-directed behaviors and actions, allow people to select, prioritize, commit to, and achieve positive goals and avoid negative ones, thereby shaping their developmental trajectory. The current study assessed ISR, the more narrow and cognitive, executive functioning skills (EF), motivation, positive development, risk behaviors, and academic achievement. In addition, symptoms of ADHD were assessed. 

Lesa meira

21.3.2019 : Stjórnun þekjuvarna í lungum - verkefni lokið

Boðleiðir náttúrulegs ónæmis og tjáning gena fyrir örverudrepandi peptíð voru til rannsóknar í lungnaþekjufrumum. Áhrif cathelín LL-37 var athugað tengt sérhæfingarferli lungnaþekjufruma. Frumulíkan fyrir Bordetellu sýkingar var sett upp. 

Lesa meira

21.3.2019 : Framleiðsla verðmætra efna úr þangsykrum með hjálp hitakærra baktería - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að nýta hitakærar bakteríur af ættkvíslinni Thermoanaerobacterium til þess að umbreyta niðurbrotsafurðum þangsykra í verðmæt efni. Eitt af mikilvægustu verkefnum líftækninnar í dag er að þróa hagkvæma framleiðslu á verðmætum efnum úr ódýrum lífmassa.

Lesa meira

21.3.2019 : Langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga (fæddir1999); Tengsl við svefn og námsárangur - verkefni lokið

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða stöðu og langtímabreytingar á holdafari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum íslenskra ungmenna (fædd 1999) við 7 og 9 ára aldur og síðan við 15 ára og 17 ára aldur. Metið var samband þessara þátta við fjölmarga heilsufarsþætti og námsárangur. Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka m.a. svefnvenjur og hreyfivirkni ungmennanna og skoða mögulegar breytingar á þeim þáttum frá 15 ára til 17 ára aldurs. 

Lesa meira

21.3.2019 : Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í bandvefsumbreytingu brjóstkirtils og brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Verkefnið miðaði að því að afhjúpa hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og framþróun brjóstakrabbameins. 

Lesa meira

20.3.2019 : Reynsla Íslendinga sem flytjast til Noregs eftir efnahagshrunið 2008 - verkefni lokið

Í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008 flutti aukinn fjöldi Íslendinga til Noregs í atvinnuleit. Markmið doktorsrannsóknarinnar var að skoða upplifun þessa íslenska hóps í Noregi, með áherslu á hvernig kyn, kynþáttur, þjóðerni og stétt skarast þegar kemur að reynslu fólks á faraldsfæti. 

Lesa meira

20.3.2019 : Flækjur verslunavara. Fornleifafræði einokunarverslunar - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru að kanna minjar einokunarverslunarinnar á Íslandi (1602-1787). 

Lesa meira

20.3.2019 : Áhrif umhverfis og lýðfræði á farhætti fugla - verkefni lokið

Það er aðkallandi og krefjandi að skilja betur hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á stofna og útbreiðslu lífvera. Tegundir sem sýna breytileika í farkerfum gefa góð tækifæri til að kanna hvernig ákvarðanir einstaklinga hafa áhrif á stofna og útbreiðslu. 

Lesa meira

20.3.2019 : Skortur í virkjunarþáttum lektínferils komplímentkerfisins: algengi, uppbæting og klínísk áhrif - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru í fyrsta lagi að kanna tíðni erfðabreytileika sem valda skorti á tveimur lektínum komplímentkerfisins sem nefnast mannan bindilektín (MBL) (gen MBL2) og fíkólín-3 (gen FCN3). Í öðru lagi að rannsaka hvort að MBL skortur gæti verið bættur upp af fíkólín-2 (gen FCN2) og í þriðja lagi að kanna möguleg tengsl erfðabreytileikanna við hjarta- og æðasjúkdóma. 

Lesa meira

19.3.2019 : Hvað má læra af IgA skorti - Leiðir til sértækra meðferðarúrræða fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma - verkefni lokið

Megin markmið rannsóknarinnar nú var að skoða ítarlega klínískt birtingarform einstaklinga með sIgAD m.t.t. hugsanlegra ónæmisfræðilegra lífvísa og meingena, auk ferlagreiningar með sérstaka áherslu á sjúkdómstilurð sjálfsónæmissjúkdóma. 

Lesa meira

19.3.2019 : Gallar í DNA viðgerð og lyfjasvörun í brjóst- og eggjastokkakrabbameini - verkefni lokið

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á Íslandi. Krabbamein í eggjastokkum er mun sjaldgæfara heldur en brjóstakrabbamein en greinist oft seint og hefur því tilhneigingu til að vera illvígara. 

Lesa meira

19.3.2019 : Mikilvægi eggjastærðar fyrir þróun fjölbreytileika fiska - verkefni lokið

Breytileiki á hrognastærð innan og milli tegunda fiska er umtalsverður og hrognastærð hefur áhrif á afkomu og hæfni afkvæma. Skilningur okkar á því hvaða áhrif eggjastærð getur haft á þroskunarferla afkvæma er aftur á móti takmarkaður. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica