Er hægt að auka færni íslenskra nemenda í lestri og stærðfræði með stýrðri kennslu og hnitmiðaðri færniþjálfun? - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.4.2018

Kennsluaðferðin Bein kennsla Engelmanns (Direct Instruction) er raunprófuð aðferð sem hefur reynst áhrifarík í enskumælandi löndum í áratugi. Aðferðin hefur reynst sérlega áhrifarík ef fimiþjálfun (Fluency building byggð á Precision Teaching) er notuð samhliða henni. 

Hérlendis hafa verið gerðar rannsóknir með einliðasniðum sem hafa athugað áhrif aðferðanna á nám tuga einstaklinga og hafa þær sýnt góðan árangur. Hér var gerð hópsamanburðarrannsókn á áhrifum aðferðanna á lestrarfærni nemenda í  sérkennslu í 4.-7. bekk og í 1. og 2. bekk grunnskóla og á stærðfræðifærni nemenda í 2. bekk þar sem kennarar beittu aðferðunum. Gerður var samanburður á frammistöðu nemendanna sem fengu kennslu með þessum aðferðum við nemendur sem fengu hefðbundna kennslu og áhrif aðferðanna á sjálfsmynd, námslega sjálfsmynd og trú á eigin getu var einnig metin. Jafnframt var könnuð upplifun nemenda í sérkennslu, upplifun foreldra þeirra af skólagöngu barnanna og mat foreldra á skólatengdri líðan barnanna, fyrir og eftir íhlutun. Helstu niðurstöður benda til þess að nemendur sem fengu kennslu með Beinni kennslu Engelmanns og fimiþjálfun tóku meiri framförum og voru hærri á flestum breytum sem athugaðar voru í lok skólaárs í lestri og stærðfræði, bæði nemendur í 1. og 2.bekk og nemendur í sérkennslu. Niðurstöður benda einnig til að líðan nemenda með sérþarfir sé verri en barna án sérþarfa að mati foreldra og hafa erfiðleikar barnanna víða áhrif á líf þeirra, til dæmis félagsleg tengsl, samskipti við fjölskyldu, sjálfsmynd og trú á eigin getu.  Niðurstöður benda til jákvæðrar upplifunar nemenda með sérþarfir af beinni kennslu og fimiþjálfun. 

Í tengslum við kynningu niðurstaðna verður boðið upp á umræður um þann möguleika að nýta kennsluaðferðirnar í meira mæli hérlendis. Vonandi virka niðurstöðurnar sem hvatning til að gefa opinberlega út námsefni í DI og fimiþjálfun og til að bjóða upp á námskeið í beitingu aðferðanna fyrir starfandi og verðandi kennara. 

English:

Direct Instruction (DI) is an evidence-based and empirically tested teaching method that has been found to be very effective in English-speaking countries for decades. DI has been especially effective when combined with fluency building methods, such as Precision Teaching. These methods are not generally in use in Iceland although dozens of single-case experiments in Iceland have indicated that DI and fluency building are very effective when psychology students have instructed individuals with these methods. In this project, a group comparison was undertaken to study the effects of reading instruction with DI and fluency building by trained teachers. We specifically looked at students in 4th-7th grade in special education but also at students in 1st and 2nd grade in a traditional classroom. Lastly, we also looked at the effects of teachers using DI instruction to teach math in 2nd grade (along with teaching the same group reading with DI and fluency building). Comparisons were made within the experimental and comparison groups at the beginning and end of each school year and between the experimental and comparison groups. Performance in reading and math was evaluated with diverse measures. In addition, self-concept, academic self-concept, and self-efficacy of students in special education was assessed before and after intervention, and compared to that of fellow students. Furthermore, extensive interviews were conducted with special education students and their parents to assess their experience of school, before and after intervention. Finally, surveys were conducted to explore parents’ evaluation of their children’s well-being in school, and whether there were differences between students receiving special education and those not receiving special education.  The first results suggest that students in the experimental groups showed more progress than students in the comparison groups, and that the DI and fluency building group scored higher on most of the variables tested at the end of the study, i.e., in reading and math, in special education, and in 1st and 2nd grade. The results also indicate that parents rate the well-being of students with special needs as poorer than parents of students without special needs. Interview data remain to be fully explored but indicate that students and parents experienced DI and fluency building in a positive way. Hopefully, when these results will be presented and published, teachers and the authorities will be inspired to publish the experimental materials that were created in the study (translated and adapted from foreign materials) and offer training in DI and fluency building for teachers and in teachers’ education. Teachers will hopefully consider these methods as a valuable option for effective instruction of diverse students groups.

Afurðir (outputs):

Bein kennsla Engelmanns (DI):

Lestur: Handrit 1: Fastmótað handrit (hardscript) fyrir kennslu byrjenda í lestri (hljóðun, samtenging hljóða, einföld orð). Alls leiðbeiningar um 81 kennslustund ásamt nemendaefni. Þarfnast endurskoðunar með tilliti til röðunar hljóða og þyngdaraukningar.

Lestur: 4 stöðupróf úr kennsluefni handrits 1 til að meta stöðu nemenda eftir ákveðinn fjölda kennslustunda.

Lestur:  15 heimalestrarhefti sem henta samhliða notkun handrits 1.

Lestur: Handrit 2-6: Opin handrit (softscript) fyrir kennslu nemenda sem henta eftir beitingu fastmótaða handritsins fyrir byrjendur í lestri (lesskilningur, orðaforði, greinimerkjanotkun o.fl.). 

Lestur: Vinnubækur fyrir nemendur samhliða handritum 2-6.  7 vinnubækur fyrir hvert handrit.

Lestur: Sérkennsluhandrit 1: Fastmótað handrit (hardscript) fyrir lestrarkennslu nemenda með lestrarerfiðleika. Takmarkað magn, aðeins til handrit fyrir þau grunnatriði sem nemendur í tilraunahóp á fyrsta ári rannsóknar þurftu að fá kennslu í.

Lestur: Sérkennsluhandrit 2: Opið handrit (softscript) fyrir lestrarkennslu nemenda með lestrarerfiðleika fyrir 14 efnisþætti (t.d. hljóðun bókstafa, lestur orða, kórlestur, orðaforði, fyrstu skref í lesskilning).  Um 10 vinnubækur fyrir nemendur auk ýmiskonar æfingablaða.

Stærðfræði: Fastmótað handrit (hardscript) fyrir kennslu nemenda í stærðfræði: hluti af námsefninu Connecting Math Conceptes (CMC) hefur verið þýddur og aðlagaður að íslenskri hugtakanotkun í stærðfræðikennslu (kennslustundir 1-40 úr efni B og kennslustundir 1-6 úr efni C).  

Stærðfræði: Stöðupróf í námsefni í stærðfræðiefninu (CMC), A, B og C hlutar þýddir og aðlagaðir á íslensku.

Stærðfræði: Próf til að meta framvindu í kennslu: alls hafa 4 próf í B hluta námsefnisins og 2 próf í C hluta verið þýdd á íslensku og aðlöguð.

Stærðfærði: Stuttar vinnubækur og æfingablöð sem passa við fyrstu kennslustundirnar í B efninu.

Fimiþjálfun:

Fjölmörg æfingablöð fyrir lestrarfærni, t.d. til að æfa stök hljóð, ýmsar hljóðasamsetningar, orð, setningar og heildstæðan texta ásamt skráningarblöðum fyrir frammistöðu nemenda í hvert sinn, bæði fyrir byrjendur og eldri nemendur sem þurfa sérkennslu í lestri.

Heiti verkefnis: Er hægt að auka færni íslenskra nemenda í lestri og stærðfræði með stýrðri kennslu og hnitmiðaðri færniþjálfun? / Can the use of Direct Instruction and Precision Teaching enhance the skills of Icelandic students in reading and math?
Verkefnisstjóri: Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 17,096 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141905053









Þetta vefsvæði byggir á Eplica