Hinsegin innflytjendur á Íslandi: Afhjúpun, sjálfsmynd og að tilheyra - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.3.2018

Í þessari rannsókn er fjallað um reynslu LGBTPQ innflytjenda af því að búa á Íslandi, og hvernig hún tengist alþjóðlegu og sögulegu samhengi. 

Rannsóknin skoðar hvernig kyn, kynhneigð, „kynþáttur“, eterni, þjóðerni og stétt þátttakenda skarast og hefur umbreytandi áhrif á reynslu þeirra, í gegnum fólksflutnings- og samþættingarferlið, sem og í gegnum stöðuga sjálfsmyndarstjórnun er varðar kynhneigð og kyngervi viðkomandi. Einnig er fjallað um reynslu þátttakenda af því að tilheyra, sínu etníska samfélagi, hinsegin samfélaginu og hinu almenna íslenska samfélagi. Notast er við hugmyndir og sjónarhorn er fjalla um öðrun, skörun, og þverþjóðleika, ásamt kenningum er snúa, meðal annars, að gagnrýni á hvítleika-hugmyndir, tilfinninguna að tilheyra, afsamsömun, menningarblöndun og hnattrænu stigveldi verðmætamats. Þátttakendur eru einstaklingar frá hinu hnattræna Suðri, hinu hnattræna Norðri, og frá Mið- og Austur Evrópu, sem skilgreina sig, á einn eða annan hátt, sem LGBTPQ einstaklinga og eru fyrstu kynslóðar innflytjendur á Íslandi. Gagnaöflun var framkvæmd með hálfopnum viðtölum og svo var þemagreiningu beitt við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður benda til þess, að það geti falið í sér ýmsar áskoranir að þurfa stöðugt að stjórna upplýsingum varðandi kynhneigð og kyngervi í daglega lífinu, bæði í íslensku samhengi sem annarsstaðar. En þrátt fyrir það virðist innflytjendastimpillinn og ríkjandi kynþáttahyggja vera, í mörgum tilfellum, stærsta hindrunin sem þátttakendur upplifðu og sú sem erfiðast reyndist að yfirstíga. Þessi öðrun innflytjenda er engu að síður kyrfilega samofin valdaskipulagi sem tengist „kynþætti“, menningu og stétt viðkomandi, þar sem hvítir innflytjendur frá hinu hnattræna Norðri höfðu oft talsvert aðra reynslu af því að tilheyra, samanborið við þá sem ekki voru hvítir á hörund og komu frá hinu hnattræna Suðri. Á sama tíma var þátttakendum frá Mið- og Austur Evrópu oft sjálfkrafa áskilin lægri félagsleg staða en öðrum innflytjendum sem einnig eru hvítir á hörund. Hvernig þátttakendur náðu að beita atbeini sínu í þessum aðstæðum var mismunandi, en í mörgum tilfellum tengdist það afsamsömun og menningarblöndun.

Niðurstöður þessarar rannsóknar mætti nýta við félagslega stefnumótun og gerð lagaramma, er snúa að: Fjölmenningu, innflytjendamálum, kynþáttahyggju, stéttaskiptingu, félagslegri útilokun, sem og málum sem snúa að LGBTPQ fólki í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar bæta ennfremur við alþjóðlega þekkingarsköpun um hinsegin fólksflutninga, þar sem áherslan er á flutninga til lítils norræns lands og í rannsókn þar sem konur eru um helmingur þátttakenda. Rannsóknin getur einnig stuðlað að frekari rannsóknum á þessum sviðum.

English:

This study presents LGBTPQ migrants’ experiences of living in Iceland, and places their narratives in a global and historical context. It examines how participants’ gender, sexuality, “race”, ethnicity, nationality, and class intersect and transform their experiences, through the migration and integration process, as well as through the continuous process of managing information about their sexual orientation and gender identity. The study further examines participants’ sense of belonging, to their ethnic community, the queer community and wider Icelandic society. The conceptual frameworks of Othering, transnationalism and intersectionality are applied, and the study engages with theoretical frameworks such as theories of critical whiteness, affective belonging, disidentification, queer hybridity, and the global hierarchy of value. The participants in this study are individuals from the Global South, the Global North and Central and Eastern Europe, who identify themselves as LGBTPQ and are first generation immigrants living in Iceland. Data collection was carried out through semi-structured interviews and thematic analysis was applied for data interpretation.

The findings suggest that although managing information about one’s sexual orientation and gender identity can pose a challenges, within the Icelandic context as well as elsewhere, being racialized and labelled as the immigrant other seems to be the predominant challenge, which is, in some cases, impossible to overcome. This othering of immigrants is nonetheless strongly embedded in “racial”, cultural and class hierarchies, as white migrants from the Global North often have different experiences of inclusion and belonging than non-white migrants from the Global South. On the other hand, participants coming from Central and Eastern Europe are, in many cases, automatically made to occupy a lower social standing within society, compared to other white immigrants. How participants carved out their agency within these exclusionary processes varied, but disidentification and hybridity often played a significant role. 

The findings of this study can potentially impact social policies and legal frameworks, in connection to issues such as multiculturalism, immigration, racialization, class belonging, and social exclusion, as well as issues relating to gender identity and LGBTPQ people in Icelandic society. The findings further add to the international scholarship on queer migrations, with a focus on migrations to a small Nordic population, while having a relatively strong focus on women in the migration process. This study also suggests avenues for further research within these fields. 

A list of the project’s outputs.

Guðmundsdóttir, L. S. & Skaptadóttir, U. D. (2017). LGBQ Migrations: Racialization and (Un)belonging in Iceland. Lambda Nordica. 4. 40-65.

Sólveigar- Guðmundsdóttir, L. (forthcoming). Exclusionary Moments: Queer Desires and Migrants’ Sense of (Un)Belonging. Emotion, Space and Society.

Additionally, two other forthcoming articles in international journals, as well as presentations in various conferences, pre-conferences, workshops and seminars.

Heiti verkefnis: Hinsegin innflytjendur á Íslandi: Afhjúpun, sjálfsmynd og að tilheyra
Verkefnisstjóri: Unnur Dís Skaptadóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 12,85 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141750

Þetta vefsvæði byggir á Eplica