Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.4.2018

Í rannsóknarverkefninu var kastljósinu beint að gangverki íslensks lýðræðis með því að skoða starfshætti og stefnumótun í stjórnmálum og stjórnsýslu og það einkum greint í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. 

Sérstaklega var horft til þeirra stofnana og ferla sem eru farvegur fyrir sameiginlegar ákvarðanir og undirbúning þeirra í fulltrúalýðræði. Jafnframt var kannað hvaða skilningur er ríkjandi á lýðræði hérlendis og hvernig hann birtist í stjórnsiðum, hugmyndum um lýðræðislega ábyrgð, fjölmiðlun, menntunaráformum og pólitískri umræðu. Tilefni rannsóknarinnar var sú stjórnmálalega kreppa sem varð við hrun bankanna 2008 og var bæði horft til þess hvað einkenndi íslenska stjórnarhætti í aðdraganda hrunsins og þær lýðræðistilraunir sem gerðar hafa verið hérlendis eftir hrun. Færð eru rök fyrir því að tilraunir til að auka þátttöku almennings hafi ekki orðið til þess að efla íslenskt lýðræði, enda sé meginverkefnið nú að styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta stjórnsiði fulltrúalýðræðisins í anda rökræðulýðræðis.

Niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast í bók sem kemur út hjá Háskólaútgáfunni haustið 2018. Bókin samanstendur af sjö köflum sem greina íslenskt lýðræði frá sjónarhóli siðfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, fjölmiðlafræði og menntaheimspeki. Þessi umfjöllun er römmuð inn með ítarlegum inngangi og eftirmála þar sem tilefni, markmið og meginniðurstöður rannsóknarinnar eru teknar saman og greindar í ljósi þeirra spurninga sem lagt var upp með. Einnig hafa þátttakendur í verkefninu birt niðurstöður sínar á öðrum fræðilegum vettvangi bæði hérlendis og erlendis.

Í verkefninu fléttuðust því saman ólík fræðileg sjónarhorn hugvísinda og félagsvísinda, heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og empírískar athuganir. Þessi aðferð, ásamt þeirri nálgun að skoða lýðræði út frá vinnubrögðum og stjórnsiðum fremur en þátttöku borgaranna, er nýmæli í rannsóknum á íslensku lýðræði eftir hrun. Niðurstöðurnar munu nýtast í mati á styrkleikum og veikleikum íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu, hvernig styrkja megi lýðræðislega innviði samfélagsins og rökræðustoðir stjórnmálanna og efla lýðræðismenntun borgaranna. Rannsóknin er mikilvægt framlag fyrir það áríðandi verkefni að bæta lýðræðislega stjórnarhætti sem er forsenda þess að endurheimta megi traust á íslenskum stjórnmálum og stofnunum lýðræðissamfélagsins.

English:

In the research project How does Democracy Work in Iceland? Practices, norms and understanding, the focus was on the workings of Icelandic democracy by looking at practices of governance and public policy in light of discourse democratic theory. This called for attention to the institutions and procedures that are the vehicles of political decision making and its preparation in representative democracy. The emphasis was also on the understanding of democracy in Iceland by scrutinizing its manifestations in political culture, ideas of accountability, media, educational policy and public discourse. The investigation was occasioned by the political crisis in the wake of the financial collapse 2008 and analyzed both the working practices in the years preceding the crisis and the democratic exercises in its aftermath. It is argued that these participatory exercises have not strengthened Icelandic democracy, and that the major task is to improve the institutions and deliberative underpinnings of representative democracy.

A book with the results of the research project will be published by the University of Iceland Press in the autumn 2018. The book consists of seven chapters where Icelandic democracy is analyzed from the perspectives of moral philosophy, history, political science, public administration, media studies and education. There is also a comprehensive discussion of the aims, methods of the research in an introduction and a systematic evaluation of the results in a concluding chapter. The participants in the research project have also published their findings in other academic books and journals in Iceland and abroad.

In this research the different methods of human and social sciences are intertwined, conceptual and historical analyses are complemented by empirical social research. This interdisciplinary approach to democracy in terms of discursive practices, political culture and governance rather than citizens’ participation is a novelty in recent research of Icelandic democracy. The results will be of major relevance in the assessment of strengths and weaknesses of Icelandic politics and administration, and for the task of strengthening democratic infrastructures and citizenship education in the spirit of discourse democratic theory. This research project is a valuable contribution to the urgent task of improving democratic practices which is a prerequisite for the recovery of trust in Icelandic politics and democratic institutions.

Heiti verkefnis: Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur / How does Democracy Work in Iceland? Practices, norms and understanding
Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Árnason, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2013-2015
Tilvísunarnúmer Rannís:  130433

Þetta vefsvæði byggir á Eplica