Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864-2014 - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.8.2018

Aðalmarkmið verkefnisins var að skrá, greina og gera stafræn gögn sem tengjast söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862–1864).  

Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Tilurð, samhengi og söfnun 1864–2014’ er þriggja ára verkefni (2015–2017) styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. Aðalmarkmið verkefnisins sem Rósa Þorsteinsdóttir (við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum) stýrði, ásamt Terry Gunnell og Aðalheiði Guðmundsdóttur (Háskóla Íslands) og Erni Hrafnkelssyni (Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni), var að skrá, greina og gera stafræn gögn sem tengjast söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862–1864). Þetta fyrsta stóra þjóðsagnasafn Íslendinga er enn mikils metið og litið svo á að það hafi gegnt mikilvægu hlutverki í viðleitni Íslendinga á 19. öld til að skapa grundvöll þjóðmenningar. Mesti hluti vinnunnar fólst í a) skönnun og skráningu skjala og handrita (sendibréfa, sagnahandrita o.fl.) sem eru grunnheimildir um söfnun Jóns Árnasonar, b) skönnun allra útgefinna þjóðsagnasafna frá 19. öld, c) nákvæmum uppskriftum á bréfum sem tengjast bæði söfnuninni og útgáfunni á þjóðsagnasafninu; ásamt söfnun á innlendum og erlendum upplýsingum sem liggja safninu til grundvallar. Allt þetta efni er nú aðgengilegt í gegnum vef verkefnisins http://www.jonarnason.is/ (á ensku og íslensku); gagnabankann Sagnagrunn sem veitir nú aðgang að nær öllum prentuðum íslenskum sögnum og ævintýrum; og gagnagrunna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, handrit.is, einkaskjöl.is og bækur.is, sem gefur t.d. möguleika á samanburði á upprunalegu sögunum í handritunum og prentuðum útgáfum þeirra. Verkefnið hefur ekki aðeins leitt til aðgengis gagnanna á tölvusíðum og í gagnagrunnum, heldur hafa einnig verið flutt um það erindi og skrifaðar greinar, bæði á íslensku og ensku, og haldið hefur verið um það málþing. Það mun einnig koma mikið við sögu í væntanlegri bók (Grimm Ripples, ritstýrt af einum stjórnenda verkefnisins) um bylgju þjóðsagnasöfnunar sem reis hátt í Norður-Evrópu á miðri 19. öld, og vonir standa til að ný MA ritgerð verði byggð á því þar sem fjallað verður ítarlega um söfnunarferlið og það sett í alþjóðlegt samhengi.

English

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri: Context, Collection and Composition 1864–2014’ is a three-year project (2015–2017) supported by the Icelandic Research Council. Led by Rósa Þorsteinsdóttir (of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies), with Terry Gunnell and Aðalheiður Guðmundsdóttir (University of Iceland), and Örn Hrafnkelsson (National and University Library of Iceland), its main aim was to document, digitalise and analyse the context and process of the folklore collection that led to the eventual publication of Iceland’s first main collection of folk legends and wonder tales, edited by Jón Árnason, and published in 1862–1864 under the title Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. This is a work that is still very dear to the hearts of Icelanders, and is seen as playing a key role in Iceland’s struggle to create a national culture. Central features of this work involved the scanning and recording of all original documents relating to the project (letters, manuscripts and more), the scanning of all collections of Icelandic folk tales from the nineteenth century, the careful transcription of all letters relating to the process of collection and the editorial work that lies behind the work; and the collection of local and international contextual material relating to this work. All of this material is now accessible to the public by means of our main web site relating to the project http://www.jonarnason.is/ (in English and Icelandic); the sagnagrunnur.com website of all published legends and wonder tales (which allows comparison of the original manuscripts and the printed versions, as well as an interactive timeline showing the context of the collection); and the handrit.is; einkaskjöl.is; and bækur.is websites of the National and University Library. The project has not only led to the production of these websites and databases, but also a range of lectures and articles in both English and Icelandic, and a local conference. It will also be focused on in an up and coming book on the international wave of folklore collection that was taking place in the mid nineteenth century (Grimm Ripples, to be edited by one of the organisers), and will hopefully form the basis of a new MA thesis which will analyse the process of collection in some detail (in a new international context).

Heiti verkefnis: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864-2014 / Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Composition, Context, and Collection 1864–2014
Verkefnisstjóri: Rósa Þorsteinsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 23,350 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  152234









Þetta vefsvæði byggir á Eplica