Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.3.2018

Í verkefninu var leitast við að auka skilning okkar á þeim þáttum sem móta líffræðilega fjölbreytni hryggleysingja í grunnvatni linda og straumvatns. 

Í verkefninu „Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi” var leitast við að auka skilning okkar á þeim þáttum sem móta líffræðilega fjölbreytni hryggleysingja í grunnvatni linda og straumvatns. Tveir doktorsnemar voru ráðnir að verkefninu. Annar þeirra rannsakaði fjölbreytileika og fæðuvef smádýrasamfélaga í lindum og tengsl þeirra við hitastig og aðra umhverfisþætti. Hinn doktorsneminn rannsakaði svipaðar spurningar í grunnvatni straumvatns, bæði á stórum landfræðilegum skala og innan vatnasviða.

Niðurstöður þessara tveggja doktorsverkefna sýna að bæði í lindum og straumvatni þá er grunnvatnslíf fjölbreytt. Grunnvatnslífverur koma að mestu leyti af yfirborði. Umhverfisþættir, sérstaklega hitastig, eru lykilþættir í mótun þessarar líffræðilegu fjölbreytni. Nú eru vaxandi áhrif manna á vistkerfi. Það er því lykilatriði að rannsaka og skilja þá þætti sem móta líffræðilega fjölbreytni. Þetta á sérstaklega við hér á landi þar sem að mikil vöntun er á þekkingu á íslenskum vistkerfum. Því eru niðurstöður verkefnisins mikilvægar fyrir bæði verndun og nýtingu náttúrunnar. Nú þegar hafa niðurstöður verkefnisins verið notaðar fyrir umsókn Vatnajökulsþjóðgarðs á lista UNESCO og við uppfærslu á náttúruminjaskrá, sem unnið er af Náttúrufræðistofnun. Auk þessa hafa niðurstöður rannsóknarinnar verið kynntar í ræðu og riti. Ein grein hefur fengist birst í erlendu vísindatímariti og fleiri eru á leiðinni. Ellefu fyrirlestrar og fjögur veggspjöld hafa verið kynnt á ráðstefnum.

English
The project “Biological diversity in Icelandic subsurface freshwater” aimed to increase our understanding of factors shaping invertebrate biodiversity in Icelandic groundwater, both in springs and streams. Two PhD students were hired on the project. One of them studied diversity of invertebrate communities and food webs in springs in relation to temperature and other environmental factors. The other studied similar questions in groundwater in streams, both at landscape and catchment scale.

The result of these two PhD projects show that in both cases groundwater life in Iceland is diverse, where groundwater organisms to most extent originate from the surface areas. . Environmental factors, especially temperature and spring type are key player in  shaping  this biological diversity. Currently there is an increased anthropogenic impact on ecosystems, and it is important that we increase our understanding on which factors may shape biological diversity. This is especially true in Iceland, where there are great gaps in our knowledge of Icelandic ecosystems. The results of the project will thus be important for nature conservation and resource usage. The results of the project have already been used to such extent, as they were incorporated in the Vatnajökull National Park nomination in the world heritage list, and for updating suggestion for areas of protection, now being compiled by The Institute of Natural History. Furthermore the results of the project have been communicated to the scientific community by publications, one paper has been published and a number of manuscripts are in the later stage of writing, and by communication in scientific meetings, eleven lectures and four posters have been presented with the results of the study. 

Heiti verkefnis: Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi / Biological diversity in Icelandic subsurface freshwater
Verkefnisstjóri: Bjarni K. Kristjánsson, Háskólanum á Hólum
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,994 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141863









Þetta vefsvæði byggir á Eplica