Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.3.2017

Meginmarkmið verkefnisins voru tvö: Í fyrsta lagi að draga saman og greina gögn um íslensku og þróun hennar sem erfðarmáls (e. heritage language) í Norður Ameríku og bera þetta mál (vesturíslensku) saman við þá íslensku sem er og hefur verið töluð á Íslandi. Í öðru lagi var ætlunin að draga saman og greina gögn um menningarlega sjálfsmynd Vestur-Íslendinga á ýmsum tímum, einkum með hliðsjón af því hvaða hlutverki íslenskan gegndi í þessari sjálfsmynd. 


     Þetta efni er fræðilega áhugavert af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að félagslegar aðstæður fyrir þróun íslensku í Vesturheimi og á Íslandi eru auðvitað mjög ólíkar. Þess vegna getur bæði ólík þróun og samsvarandi þróun þessara mála (málafbrigða) varpað ljósi á þau áhrif sem félagslegir og málfræðilegir þættir geta haft á málbreytingar. Eldri gögnum var safnað saman (bréf, dagbækur, viðtöl, lýsingar og greiningar ...) og nýrra gagna var aflað, einkum í þrem rannsóknarferðum til Kanada og Bandaríkjanna. Þar var rætt við 227 einstaklinga og 125 þeirra töluðu íslensku.

     Eins og vænta mátti er vesturíslenska á fallanda fæti. En með því að rannsaka þróun hennar og það sem er eftir af henni er unnt að varpa ljósi á eðli málbreytinga, t.d. áhrif eins máls á annað (orðaforði, orðaröð, merking orða ...) og hvernig hliðstæð þróun getur orðið í „sama“ málinu á tveim stöðum án þess að um mikinn samgang sé að ræða (breytingar á framburði, fallstjórn ...). Einnig var skoðað hvers konar setningagerðir reynast erfiðar í vesturíslensku og það borið saman við vald íslenskra barna á máltökuskeiði á sams konar setningum. Niðurstöður úr þessum mállegu rannsóknum eru ekki einungis áhugaverðar fyrir málfræðinga heldur einnig þá sem kenna tungumál, t.d. íslensku sem annað mál.

     Bréf og dagbækur sýna þá togstreitu sem í upphafi ríkti milli áhugans á því að viðhalda íslenskunni og kröfunnar um það að ná fullu valdi á ensku til þess að geta starfað og notið virðingar í samfélaginu vestra. Afstaðan til íslenskunnar og mikilvægis þess að kunna hana hefur verið breytileg frá einum tíma til annars. Á árunum í kringum og eftir síðari heimsstyrjöldina var mikil áhersla lögð á að vera sannur Kanadamaður (eða Bandaríkjamaður) en eftir 1974 eða svo jókst áhuginn aftur á íslensku og öllu sem íslenskt er. Eitt merkilegasta atriðið sem fram kom í þeim viðtölum sem voru tekin í rannsóknarferðunum var að það að kunna eitthvað í íslensku, jafnvel bara fáein orð, orðasambönd eða setningar, hefur mikið táknrænt gildi fyrir marga Vestur-Íslendinga þótt þeir noti málið ekkert sem samskiptamiðil. Þessi litlu brot af málinu gegna mikilvægu hlutverki í menningarlegri sjálfsmynd þessa fólks.

       Niðurstöðum úr rannsóknum á vesturíslensku máli og menningu hefur verið miðlað á margvíslegan hátt nú þegar og þeirri miðlun verður haldið áfram. Á tímabilinu frá 2013 má nefna þetta:  Um 50 ráðstefnufyrirlestrar (þar af 16 á alþjóðlegum ráðstefnum);  4 meistararitgerðir; þemahefti (Ritið  2014/1) með 8 greinum um vesturíslenskar bókmenntir, sögu og menningu; 4 greinar í málfræðitímaritum og greinasöfnum. Loks er unnið að bók um vesturíslenskt mál og menningu. Háskólaútgáfan mun gefa bókina út og búið er að samþykkja 20 útdrætti. Handritum í fullri lengd á að skila 20. apríl 2017.

-----------

The main purpose of the project was twofold: First, to collect and analyze data on Icelandic and its development at various stages as a heritage language in North America and compare this to Icelandic as it is and has been spoken in Iceland. This is of theoretical interest for various reasons, e.g. because the sociolinguistic conditions are obviously very different for the development of Icelandic in North America and in Iceland. Hence both diverging and parallel developments of Icelandic on the two continents can shed light on the role and impact of social and structural forces in language development. The second main goal was to collect and analyze information on the cultural identity and self-image of the Icelandic emigrants to North America and their descendants, in particular with respect to the perceived role of the the Icelandic language in their image. Previously existing data were gathered (letters, diaries, interviews, analyses ...) and new information was collected, especially in three field trips to Canada and the US, where 227 individuals were interviewed and 125 of these spoke Icelandic.

     North American Icelandic (NAmIcel) is on the brink of extinction but by tracing its development and studying its remains today it is possible to gain important insights into linguistic change, e.g. how one language can influence another (loanwords, word order, semantics ...) and how a parallel development can occur in the “same” language in different locations without much direct contact (phonological changes, changes in case marking ...). One research question was to what extent speakers of NAmIcel have problems with certain sentence types that have been found to be difficult for children acquiring Icelandic. Some of these linguistic results are not only interesting for theoretical linguists but also teachers of foreign languages, e.g. Icelandic as a second language.

     Letters and diaries reveal interesting information about the early struggles of preserving the Icelandic language on the one hand and on the other mastering English to be able to function in the North American society and be respected. The attitude towards the Icelandic language and the importance of knowing and using it has varied throughout the history, with more emphasis on being a true Canadian/American around and after WWII but increased interest in contact with Iceland and everything Icelandic after 1974. One interesting insight gathered from interviews taken during the field trips is that knowing some Icelandic, even just a few expressions, has an important symbolic value for many people of Icelandic descent in North America, even if they donʼt use the language at all for communication.  Preserving or knowing traces of it is still important for their cultural identity.

     The results of research on NAmIcel language and culture have been and will continue to be disseminated in various ways. From 2013 the list of presentations and publications on NAmIcel issues looks like this:  Around 50 conference presentations (16 of these at international conferences); 4 masterʼs theses; an edited thematic volume of a journal (Ritið, 2014/1) with 8 papers on NAmIcel literature, history and culture; 4 linguistic papers in scientific journals and books. In addition, a collection of papers (to be published by the Icelandic University Press) is in preparation — abstracts of 20 papers have been accepted and the deadline for submission of the full manuscript is April 20, 2017. 

Heiti verkefnis: Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd
Enskt heiti: Heritage language, linguistic change and cultural identity
Verkefnisstjóri: Höskuldur Þráinsson, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 20,011 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  130490

Þetta vefsvæði byggir á Eplica