SKÓG-KOL: Áhrif skógræktaraðgerða á viðarvöxt og flæði kolefnis í asparskógi - rannsóknarverkefni lokið

26.3.2007

Helsta niðurstaða þessara rannsókna er að með skógræktaraðgerðum eins og grisjun og áburðargjöf er hægt að auka talsvert kolefnisbindingu ofanjarðar í Kyoto-skógunum, án þess að samsvarandi magn tapist úr jarðvegi.
Verkefnisstjóri var Bjarni D. Sigurðsson.

Heiti verkefnis: Áhrif skógræktaraðgerða á viðarvöxt og flæði kolefnis í asparskógi
Verkefnisstjóri: Bjarni D. Sigurðsson,
bjarni@lbhi.is
Styrkþegar: Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógrækt ríkisins, Háskóli Íslands og Sænski landbúnaðaráskólinn (SLU).

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF RANNSÓKNASJÓÐI OG FRAMLEIÐNISJÓÐI LANDBÚNAÐARINS.

Stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið framlög til skógræktarverkefna í því augnamiði að skapa nýja náttúruauðlind, auka bindingu kolefnis og efla byggð. Íslensk stjórnvöld geta nýtt sér þá kolefnisbindingu sem á sér stað í öllum nýskógum sem gróðursettir hafa verið eftir 1989 til frádráttar frá losun gróðurhúsalofttegunda þegar þau skila inn slíkum upplýsingum til Loftslagssamnings sameinuðu þjóðanna og Kyoto-samningsins; en samkvæmt honum má nettólosun gróðurhúsalofttegunda ekki aukast meira en 10% á milli áranna 1990 og 2008-2012 á Íslandi. Til að standa skil á kolefnisbiningu skógræktar hefur Skógrækt ríkisins sett á fót verkefni sem nefnist Íslensk skógarúttekt, en með því er kolefnisbinding í viði nýskóga metin á landsvísu. Þar sem skógur er ræktaður upp á grónu landi er hinsvegar kolefnisforði jarðvegsins oft stærri en í viði skógarins. Sérstaklega mikilvægt er því að staðfesta með rannsóknum hvort kolefni tapist frá jarðvegi samfara skógræktaraðgerðum. SKÓG-KOL var meistaraverkefni líffræðings sem unnið var í samstarfi Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktar ríkisins og Skógfræðideildar sænska landbúnaðarháskólans. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að auka skilning á skammtímaáhrifum skógræktaraðgerða, nánar tiltekið grisjunar og áburðargjafar, á kolefnishringrás og viðarvöxt íslensks asparskógar (Populus trichocarpa Torr. & Gray). Auk þess að meta áhrif á kolefnisupptöku og kolefnisbindingu ofanjarðar var sérstök áhersla lögð á að fylgjast með áhrifum á kolefnisforða jarðvegs. Það var gert með því að fylgjast með breytingum á jarðvegsöndun.  

Helsta niðurstaða þessara rannsókna er að með skógræktaraðgerðum eins og grisjun og áburðargjöf er hægt að auka talsvert kolefnisbindingu ofanjarðar í Kyoto-skógunum, án þess að samsvarandi magn tapist úr jarðvegi. Þar með má auka enn áhrif skógræktar sem virkrar mótvægisaðgerðar til lækkunar styrk koltvísýrings í andrúmslofti. Það skal þó varast að nota mikinn áburð á trjátegundir sem ekki hafa fyrirframákvarðaðan vöxt (e: predetermined growth), svo sem alasakaaösp og birki, þar sem það getur aukið líkur á að toppsprotar þeirra kali.  

Niðurstöður SKÓG-KOL í ræðu og riti.

Greinar í alþjóðlegum vísindaritum

1.  Jón Ágúst Jónsson, Guðmundur Halldórsson and Bjarni D. Sigurdsson (2006). Changes in bird life, surface fauna and ground vegetation following afforestation by black cottonwood (Populus trichocarpa). Icelandic Agricultural Sciences 19: 33-41.

Greinar í öðrum erlendum og innlendum fræðiritum

1. Bjarni D. Sigurdsson, Arnor Snorrason, Bjarki Þór Kjartansson and Jon A. Jonsson. 2007. Total area of plantedforests in Iceland and their carbon stocks and fluxes. Proceedings of the AFFORNORD conference, Reykholt, Iceland June 18-22, 2005; 198-205.

2. Jón Á. Jónsson, Bjarni D. Sigurðsson, Brynjólfur Sigurjónsson, Guðmundur Halldórsson & Kesara Anamthawat-Jónsson. 2005. Breytingar á botngróðri, skordýra- og fuglalífi við framvindu asparskógar. Rit Fræðaþings landbúnaðarins 2005: 408-411. (In Icelandic).

Veggspjöld

1. Jón Ágúst Jónsson, Bjarni D. Sigurdsson, Michael Freeman, Jón Guðmundsson, Hlynur Óskarsson & KesaraAnamthawat-Jónsson (2004). Effects of forest management practices on wood increment and carbon fluxes. Veggspjald á Final Plenary Meeting of COST E21 - Contribution of Forests and Forestry to the Mitigation of Greenhouse Effects. University College, Dublin, Irland. 6-9th October, 2004

2. Jón Á. Jónsson, Bjarni D. Sigurðsson, Brynjólfur Sigurjónsson, Guðmundur Halldórsson & Kesara Anamthawat-Jónsson. 2005. Breytingar á botngróðri, skordýra- og fuglalífi við framvindu asparskógar. Fræðaþings landbúnaðarins 2005, 12-13 febrúar, Hótel Sögu, Reykjavík.

3. Jón Ágúst Jónsson, Bjarni D. Sigurdsson, Brynjólfur Sigurjónsson, Guðmundur Halldórsson & Kesara Anamthawat-Jónsson. 2005. Monitoring of secondary succession in a poplar plantation established on a former agricultural land in southern Iceland. Given at AFFORNORD Conference on Effects of Afforestation on Ecosystems, Landscape & Rural Development, June 18th - 22nd, 2005 Reykholt, Iceland.

4. Jón Ágúst Jónsson, Bjarni D. Sigurdsson, Michael Freeman, Jón Guðmundsson, Hlynur Óskarsson & Kesara Anamthawat-Jónsson. 2005. Effects of forest management practices on wood increment and carbon fluxes. Given at AFFORNORD Conference on Effects of Afforestation on Ecosystems, Landscape & Rural Development, June 18th -22nd, 2005 Reykholt, Iceland.

Erindi á alþjóðlegum ráðstefnum og fundum

1. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2004) Seminar: "A theoretical introduction to the ICWOODS-NECC - AFFORNORD workshop in Iceland". Norræna málstofan "Áhrif skógræktar, landbúnaðar og landgræðslu á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda (Effects of land-use change on the GHG-balance of managed terrestrial ecosystems). Hótel Saga, Reykjavík 10. ág. 2004

2. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2004) Seminar: "Review over carbon and land-use related research in Iceland". Norræna málstofan "Áhrif skógræktar, landbúnaðar og landgræðslu á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda (Effects of land-use change on the GHG-balance of managed terrestrial ecosystems). Hússtjórnarskólinn Hallormsstað, 11. ágúst 2004.

Fræðsluerindi innanlands

1. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2004) Áhrif hnattrænna umhverfisbreytinga á kolefnisupptöku og trjávöxt (Effects of global change on carbon uptake and forest productivity). Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar, Háskóli Íslands. 19. mars 2004.

2. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2004) Nokkur ný verkefni í tengslum við SKÓGVIST: Skógræktaraðgerðir og kolefni, SKÓGVATN og B&W-CAR. Erindi á Starfsmannafundur Skógræktar ríkisins, Hótel Sögu, Reykjavík. 12. mars 2004.

3. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2004) Rannsóknir á áhrifum skógræktar á umhverfið. Fluttur fyrir líffræðinema frá Háskóla Íslands. Mógilsá, 30 janúar 2004.

4. Jón Ágúst Jónsson (2005) Lífríki asparskóga. Erindi á ráðstefnunni: Staða og framtíð alaskaaspar á Íslandi,Reykjavík 5. mars 2005.

5. Jón Ágúst Jónsson. (2006) Umhverfisáhrif skógræktar. Erindi á fundi Fræðslunets Suðurlands, Fjölbrautarskóla Suðurlands, Selfossi 15. des 2006.

6. Jón Ágúst Jónsson. (2007). Umhverfisáhrif skógræktar. Gestafyrirlestur í Garðyrkjuskólanum, Reykjum, Hveragerði, 8. mars 2007.

Annað efni sem tengist SKÓG-KOL

1. Jón Guðmundsson, Anna María Ágústsdóttir, Arnór Snorrason, Ása L. Aradóttir, Bjarni D. Sigurðsson, Hlynur Óskarsson og Sigmar Metúsalemsson. (2005). Kolefnisbinding og landnýting. Skuldbindingar Íslands gagnvart landnýtingarþætti í rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun andrúmsloftsins og Kyotobókunar við þann samning. Skýrsla unnin á vegum Landbúnaðarráðuneytisins. Maí 2005, 19 bls.

2. Jón Ágúst Jónsson (2007). Lífríki asparskóga. 6 eininga verkefni. Háskóla Íslands, Reykjavík.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica