Tilraunir á beinörvandi húðun á ígræðlingum
Tvær megin aðferðir eru í dag notaðar til þess að festa ígræðlinga í beini. Önnur aðferðin byggir á festingu með beinlími en hin aðferðin byggist á beinni beininnlimun en sú aðferð er gjarnan notuð þegar festa þarf ígræðlinga í beini hjá ungum eða líkamlega mjög virkum einstaklingum. Til þess að hraða beininnlimun eða tryggja beina bindingu beins og ígræðlings hafa í gegnum tíðina verið þróaðar nokkrar aðferðir til þess að húða ígræðlinga með lífvirkum keramik efnum. - RannsóknastöðustyrkurTvær megin aðferðir eru í dag notaðar til þess að festa ígræðlinga í beini. Önnur aðferðin byggir á festingu með beinlími en hin aðferðin byggist á beinni beininnlimun en sú aðferð er gjarnan notuð þegar festa þarf ígræðlinga í beini hjá ungum eða líkamlega mjög virkum einstaklingum.
Til þess að hraða beininnlimun eða tryggja beina bindingu beins og ígræðlings hafa í gegnum tíðina verið þróaðar nokkrar aðferðir til þess að húða ígræðlinga með lífvirkum keramik efnum. Þekktust þessara aðferða er sennilega húðun með Hydroxyapatite sem er tiltölulega dýr. Kostur þessarar aðferðar eru að öllum líkindum hraðari beininnlimun borin saman við óhúðaðan ígræðling.
Húðunin er hins vegar stökk sem getur þýtt að ígræðlingurinn losnar ef að húðin brotnar í skilum húðar og ígræðlings. Þar fyrir utan hafa ekki verið fundnar skotheldar vísindalegar sannanir fyrir því að þær húðunaraðferðir sem til eru í dag auki endanlegan styrki á tengingu við ígræðling þegar beininnlimun er lokið. Þetta hefur gert það að verkum að húðanir á ígræðlingum hafa einungis náð takmarkaðri útbreiðslu.
Aðferð til þess að húða ígræðlinga sem myndi hraða beininnlimun en ekki ógna stöðugleika ígræðlingsins myndi væntanlega ná verulegri útbreiðslu á markaði.
Markmið þessa verkefnis er rannsaka þróun á tengistyrk á milli beins og ígræðlings fyrir nýja húðunaraðferð sem þróuð er á Íslandi.
Verkefnisstjóri: Benedikt Helgason, Háskóla Íslands
Tímabil: 2008 til 2010.
Styrkur: Sótt um 12.600.000 kr. fyrir þrjú ár. Veitt árið 2008: 4.200.000 kr. Framhald ræðst af framvindu verkefnis.