Seljalönd á miðöldum í Reykholti í Borgarfirði - verkefnislok

18.3.2014

Í rannsókninni Seljalönd á miðöldum í Reykholti í Borgarfirði var beitt þverfaglegum aðferðum til að varpa ljósi á náttúrulegar forsendur seljabúskapar og efnahagslegs gildis hans fyrir rekstur stórbýlis í Reykholti á miðöldum. Einnig voru rannsökuð áhrif seljanytja á umhverfið og leitast við að útskýra hvaða breytingar ollu því að seljabúskapur lagðist af.

small_Rannsoknasjodur 

Heiti verkefnis: Seljalönd á miðöldum í Reykholti í Borgarfirði
Verkefnisstjóri: Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2008-2010
Styrkfjárhæð: 14,875 millj. kr. alls

Kannað var skipulag landnýtingar, miðað við þær forsendur sem náttúra og landslag, sem og efnahags- og sögulegar aðstæður buðu upp á, og leitast við að skilja mikilvægi og hlutverk seljabúskapar fyrir Reykholt sem kirkju- og valdamiðstöð, einkum í tíð Snorra. Niðurstöður sýna að Reykholt með kirkju var valdamiðstöð á tímum Snorra Sturlusonar í Reykholti (13. öld), með miklum umsvifum sem krafðist mikils og fjölbreytts lands. Landgæðum Reykholts hafði hnignað mjög frá því fyrir landnám fram á 13. öld og sýna niðurstöður þverfaglegra rannsókna (sagnfræði, fornleifafræði, umhverfisfræði (frjókorn, sveppir, bjöllur og jarðvegur), að seljalönd með fjölbreyttri nýtingu voru nauðsynleg fyrir rekstur Reykholts. Nýting lands í seljum var mismunandi; skógarnytjar, heyöflun, veiðar í ám, beit og vinnsla mjólkurafurða. Landnýting hafði mismunandi áhrif á umhverfið eftir stöðum, en almennt hnignaði skógum en þó má ráða af gögnum að nýtingu hafi verið stjórnað að einhverju marki, einkum til að vernda skóga og slægjulönd. Mikilvægi seljalanda hélst langt fram yfir tíma Snorra í Reykholti, sem sýnir mikilvægi slíkra nytja fram eftir öldum. Af seljum Reykholts lagðist Reykholtssel fyrst af, fyrst og fremst vegna landeyðingar. Nýting seljalanda í Norðtunguseli og Faxadal hélst hins vegar áfram fram á 19. öld þegar selin lögðust af vegna breyttra búskaparhátta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi þeirra þverfræðilegu rannsókna sem beitt var í verkefninu og án þeirra hefði ekki verið hægt að varpa skíru ljósi á tilveru selja og gildi þeirra fyrir rekstur stórbýlis sem og áhrifa seljanytja á umhverfið.

Ályktanir

Mikilvægt var að tefla saman ólíkum aðferðum til að fá sannfærandi mynd af Seljalöndum á miðöldum í Reykholti í Borgarfirði. Mismunandi aðferðir og gögn voru notuð. Ýmsar ritaðar heimildir, fornleifar, rannsóknarskurðir og kortlagning mannvistarminja. Gögn um umhverfi á rannsóknartímanum eru ýmsar smásæjar lífrænar leifar, frjókorn, sveppir og bjöllur, varðveittar í mómýrum og við seljarústir þar með talið ruslahaugum, og efna- og eðliseiginleikar þurrlendisjarðvegs og mómýra. Gjóskulög varðveitt í mómýrum sem ýmist voru af þekktum aldri, eða sem rekja mátti til tiltekinna eldgosa á grundvelli efnagreininga, voru nýtt til að tímasetja umhverfisbreytingar. Lífrænar leifar sem aldursgreindar voru með 14C  voru notaðar til að tímasetja umhverfisbreytingar þegar gjóskulög vantaði og einnig til að aldursgreina fornminjar og tímasetja sel og önnur mannvirki. Þessum ólíku gögnum var teflt saman til að fá fram sem heillegasta mynd af seljalöndum á miðöldum í Reykholti.

Niðurstöður verkefnisins hafa verið birtar í greinum, skýrslum og bókarköflum auk þess sem þær hafa verið kynntar á ráðstefnum, í félagasamtökum og við Háskóla (sjá neðangreindan lista). Frekari birtingar eru fyrirhugaðar í bókum og tímaritum og eftir því sem við á í formi fyrirlestra.

Rit og kynningar Seljaverkefnisins:

Tímaritsgreinar (T), bókarkaflar (B) og skýrslur (S)

2008.

(S) Guðrún Sveinbjarnardóttir and Kristoffer Dahle (2008). The shielings of Reykholtsdalur. Archaeological investigations in 2008,  18 bls.

(B) Guðrún Sveinbjarnardóttir (2008). Shielings in Iceland revisited: a new project. In: Caroline Paulsen and Helgi D. Michelsen (eds.). Símunarbók. Heiðursrit til Símun V. Arge á 60 ára degnum. Fróðskaparsetur, Faroe University Press. 222-231. ISBN: 978-99918-65-18-8. EAN:9789991865188.

2009.

(S) Guðrún Sveinbjarnardóttir and Kristoffer Dahle (2009). The shielings of Reykholtsdalur. Archaeological investigations in 2009, 25 bls. 

2011.

(T) Guðrún Gísladóttir,  Egill Erlendsson and  Rattan Lal (2011). Soil evidence for historical human induced land degradation in West Iceland. Applied Geochemistry, 26S, 28-31. doi:10.1016/j.apgeochem.2011.03.021.

(B) Guðrún Sveinbjarnardóttir, Kristoffer Dahle, Egill Erlendsson, Guðrún Gísladóttir og Kim Vickers (2011). The Reykholt Shieling Project: Some Preliminary Results. Viking Settlements and Viking Society. In. Svavar Sigmundsson (ed). Papers from the Proceedings of the Sixteenth Viking Congress, Reykjavík and Reykholt, 16–23 August 2009 . Hið íslenzka fornleifafélag and University of Iceland Press, 164-175.

2012.

(B) Egill Erlendsson, Kim Vickers, Frederick Gathorne-Hardy, Johanna Bending, Björg Gunnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Kevin J. Edwards (2012). Late –Holocene Environmental History of the Reykholt Area, Borgarfjörður, Western Iceland. In: Helgi Þorláksson,  and  Þóra Björg Sigurðardóttir (eds.), From Nature to Script. Reykholt, Environment, Centre, and Manuscript Making, 17-47.

(B) Helgi Þorláksson (2012). Reykholt vokser fram som maktsenter.  In: Helgi Þorláksson,  and  Þóra Björg Sigurðardóttir (eds.), From Nature to Script. Reykholt, Environment, Centre, and Manuscript Making, 79-116.

2013.

(T) Kim Vickers and Guðrún Sveinbjarnardóttir, 2013. Insect invaders, seasonality and transhumant pastoralism in the Icelandic shieling economy. Journal of Environmental Archaeology, 18 (2), 165-177. Doi 10.1179/1461410313Z.00000000029.

2014.

Handrit bókarkafla sem birtast eiga í útgefnu riti um rannsóknir tengdum Reykholti á tímum Snorra Sturlusonar. Útgáfan hefur hlotið styrki þar með talið frá Alþingi og er stefnt að útgáfu 2014.

(B) Kafli 2. Egill Erlendsson, Kevin J. Edwards, Kim Vickers, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Guðrún Gísladóttir. The palaeoecology and cultural landscapes associated with Reykholt in Borgarfjörður, West Iceland

(B) Kafli 3. Benedikt Eyþórsson, Egill Erlendsson, Helgi Þorláksson, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Sveinbjarnardóttir. Natural resources – access and exploitation

Kynning verkefnisins á fagráðstefnum, fundum fagfélaga og í háskólum

2009.

Guðrún Sveinbjarnardóttir (2009). The Reykholt shieling project: some preliminary results. Fyrirlestur á Sixteenth Viking Congress, Iceland August 2009.

Kim Vickers (2009). Holocene invertebrate extinctions in the North Atlantic: human impact or changing climate? The Association for Environmental Archaeology (AEA) Conference, York, September 2009.

2010.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson, and Rattan Lal (2010). The impact of shieling activity on terrestrial ecosystem in Kjarardalur, West Iceland. The Engineering and Natural Sciences Research Symposium 2010, October 8-9. Abstract, p. 56

Egill Erlendsson and Guðrún Gísladóttir (2010). Periods of land use at a shieling site tracked using pollen and fungal spores, The Engineering and Natural Sciences Research Symposium 2010, October 8-9. Abstract, p. 55

Kim Vickers (2010): Insect invaders, seasonality and transhumant pastoralism in the Icelandic Shieling economy. International Council for Archaeozoology (ICAZ) conference, Paris, August 2010.

Kim Vickers (2010). Human activity, environmental impact and response in the North Atlantic Islands. Association for Environmental Archaeology (AEA) spring conference, Aberdeen, March.

Kim Vickers, and Paul C. Buckland (2010). Human activity, environmental impact and response in the North Atlantic Islands. Association for Environmental Archaeology (AEA) spring conference, Aberdeen, March.

2011.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson, and Rattan Lal (2011). Late Holocene terrestrial ecosystem change in West Iceland reconstructed from soil and lake sediment core. IGU-Chile November 13-19, 2011

Guðrún Gísladóttir: Soil development and vegetation history (2011). The Third pole Environment (TPE) Workshop. Reykjavík and Höfn, Iceland August 29-Sept 3rd.

Kristoffer Dahle (2011). Summer farming - constituent or conjuncture in Norse agriculture. EAA (European Association of Archaeologists) conference in Oslo, September 2011.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2011). Soil evidence for historical human induced land degradation in West Iceland. International Association of Geochemistry, Geochemistry of the Earth's Surface (GES-9) University of Colorado in Boulder, Boulder, CO USA. 3-7 June, 2011.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2011). Umhverfisbreytingar í kjölfar landsnáms við Reykholt í Borgarfirði. Ráðstefna Jarðfræðifélagsins, 15. Apríl, 2011.

Egill Erlendsson og Guðrún Gísladóttir (2011). Tímabil og eðli landnýtingar við Norðtungusel í Kjarardal, Borgarfirði, greind með frjókornum, örkolum og gróum taðsveppa Ráðstefna Jarðfræðifélagsins, 15. Apríl, 2011.

Kim Vickers (2011). West Across the Ocean: Insects and Archaeology in the North Atlantic Islands. Association for Environmental Archeoelogy Research Seminar, University of Sheffield, February.

2012.

Egill Erlendsson og Guðrún Sveinbjarnardóttir (2012): Sejalönd Reykholts . Opinn fyrirlestur hjá Félagi íslenskra fornleifafræðinga 22. febrúar 2012.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2012). The significance of land use on ecosystem health and soil organic carbon in Iceland. IGU Conference Colonge August 26-30, 2012.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2012) Jarðvegur í Borgarfirði sýnir landhnignun af völdum landnotkunar Vorráðstefna Jarðfræðafélagsins, mars 2012.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2012). Late Holocene terrestrial ecosystem change in Iceland. The 30th Nordic Geological Winter Meeting. Reykjavík January 9-12.

2013.

Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Rattan Lal (2013). 1100 years of human impact on woodland and soils in Kjarardalur, West Iceland. EGU, April 2013, Vienna.

Guðrún Gísladóttir (2013). Terrestrial ecosystem change in Iceland over the last 1200 years. 5th Nordic Geographers' Meeting, 11-14 June 2013, Reykjavík, Iceland. Keynote lecture http://conference.hi.is/ngm2013/keynotes/

Egill Erlendsson and Guðrún Gísladóttir (2013). Are coprophilous fungi sensitive palynological indicators for the onset of agriculture in Iceland? 5th Nordic Geographers' Meeting, 11-14 June 2013, Reykjavík, Iceland.

Egill Erlendsson and Guðrún Gísladóttir (2013). Late-medieval woodland expansion in Kjarardalur, Iceland.5th Nordic Geographers' Meeting, 11-14 June 2013, Reykjavík, Iceland.

Guðrún Gísladóttir (2013). Anthropogenic landscape changes: land degradation and deserti¬cation in Iceland. Vínarborgarháskóli 29. 10. 2013.  Boðsfyrirlestur á fyrirlestraseríu Anthropogeomorphology á vegum Institute für Geographie und Regiaonalforschung við Vínarborgarháskóla.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica