Sambönd kítósans og örverudrepandi náttúrulegra efna til meðhöndlunar og varnar sýkingum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

15.4.2024

Verkefninu “konjúgöt kítósans og náttúruefna til að verjast sýkingum“ er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa sýkladrepandi konjúgöt til að verjast sýkingum af völdum sýkla sem mynda örverþekjur á yfirborði sílikons.

Verkefnið var samstarf á milli Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla og leiddi til þróunar nýrra smellefnafræðiaðferða til að smíða kítósankonjúgöt og aðferðar til að virkja yfirborð silíkons fyrir húðun með örverudrepandi efnum. Rannsóknir á sambandi byggingar og virkni kítósankonjúgata leiddu í ljós hvaða sethópar hafa áhrif til að auka virkni gegn örverum og hvaða hópar draga úr virkni. Niðurstöður verkefnisins leiddu til birtinga um efnasmíði kítósanafleiða og konjúgata við bakteríudrepandi peptíð og aðferða til að rannsaka bakteríudrepandi virkni þessara efna auk einkaleyfisumsókna.
Niðurstöður verkefnisns verða hagnýttar með stofnun sprotafyrirtækis sem mun hafa það markmið að þróa og markaðssetja nýja aðferð við bakteríuhamlandi húðun sílikons.

English:

The Antimicrobial Chitosan-Natural Compound Conjugates project has been completed. The project aimed to develop new antimicrobial conjugates to combat infections caused by microorganisms that can produce biofilms on silicone surfaces. It involved participants from the University of Iceland and the University of Copenhagen and resulted in the development of novel click chemistry procedures for the synthesis of chitosan conjugates and a procedure to activate the surface of silicone for antimicrobial coating.
Detailed structure-activity studies were carried out for chitosan conjugates to identify which type of substituents contributed to activity and which had a negative effect. The project's outputs include publications on chitosan derivatives, antimicrobial peptide conjugates, and assay procedures for investigating the antibacterial activity of chitosan and its derivatives as well as patent application.
The project's results will be applied through the launch of a spin-off company that will focus on developing and commercializing this new technology for antimicrobial coating of silicone.

A list of the project’s outputs:
- Four published articles in International Journal of Biological Macromolecules and Carbohydrate Polymers.
- Two patent applications – (Icelandic and PCT application)
- One Ph.D. and one MS thesis.
- Four manuscripts
- 12 lectures and 12 posters

Heiti verkefnis: Sambönd kítósans og örverudrepandi náttúrulegra efna til meðhöndlunar og varnar sýkingum/Antimicrobial chitosan-natural compound conjugates to combat infections
Verkefnisstjóri:
Már Másson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2018-2020
Fjárhæð styrks kr. 56.100.000
Tilvísunarnúmer Rannís: 185188

Þetta vefsvæði byggir á Eplica