Rannsóknasjóður

16.3.2018 : Hlutverk RNA smásameinda og sviperfða í brjóstakrabbameini hjá áhættuhópum - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að skilgreina möguleg hlutverk RNA smásameinda, svokallaðra miRNA sameinda, og metýlunar eða sviperfðabælingar á þeim í myndun illvígra brjóstakrabbameina, svo sem í arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga - og jafnframt að kanna möguleg áhrif á sjúkdómsframvindu og horfur.

Lesa meira

16.3.2018 : Tími, rými, frásögn og Íslendingasögur - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að varpa skýrara ljósi á það hvernig tími og rými er sett á svið og lýst í Íslendingasögum.

Lesa meira

16.3.2018 : Sanngjörn meðferð samkeppnisbrotamála í Evrópusambandinu: Heimspekileg nálgun - verkefni lokið

Víða í fræðunum hefur verið fjallað um álitamál um sanngjarna málsmeðferð í evrópskum samkeppnisrétti á grunni hinnar hefðbundnu lögfræðilegu aðferðar vildarréttarins, án þess þó að höfundar séu á eitt sáttir um hvaða efnislegu viðmið hugtakið um sanngjarna málsmeðferð ætti að fela í sér. 

Lesa meira

15.3.2018 : Nýir GH17 beta-transglúkosidasar - verkefni lokið

Bygging og eiginleikar áhugaverðra transglúkósdasa sem finnast í ýmsum tegundum  purpurabaktería og  ummynda beta-glucan fjöl- og fásykrur voru kannaðir í verkefninu.

Lesa meira

15.3.2018 : Notkun kerfiserfðafræðinnar við greiningu á orsökum æðakölkunar og tengdra áhættuþátta - verkefni lokið

Studies over many decades have shown that circulating factors are critical for age-related disease processes and complications, however for technical reasons a comprehensive analysis of the serum proteome has remained largely unexplored. 

Lesa meira

15.3.2018 : Áhrif næringardrykkja, í samanburði við orku- og próteinríkar millimátíðir, á lífsgæði og líkamsþyngd sjúklinga með langvinna lungnaþembu (COPD) - verkefni lokið

Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort unnt væri að nota orku- og próteinríka millibita til að bæta næringarástand og auka lífsgæði vannærðra sjúklinga með COPD með sambærilegum árangri og áður hafði sést með notkun næringardrykkja.

Lesa meira

15.3.2018 : Hlutverk USPL1 í varnarkerfi frumunnar gegn DNA skemmdum og krabbameinsþróun - verkefni lokið

Eitt af megin einkennum krabbameinsfrumna er óstöðugt erfðamengi. Þessi óstöðugleiki er talinn stafa af DNA skemmdum sem fruman nær ekki að meðhöndla. Til að koma í veg fyrir þetta ástand býr fruman yfir öflugu varnarkerfi sem skynjar og bregst við DNA skemmdum. 


Lesa meira

14.3.2018 : Samþætting fornveðurvísa - verkefni lokið

The goal of the ANATILS project (Abrupt North Atlantic Transitions; Ice, Lake and Sea) was to improve our understanding of the nature and causes of abrupt climate changes. Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica