Rannsóknasjóður

19.4.2024 : Þróun vitsmuna: Rannsókn á samsvæða afbrigðum bleikju (Salvelinus alpinus) - verkefni lokið

Vitsmunalegir þættir tengjast því hvernig einstaklingar takast á við umhverfi sitt. Til að skilja einstaklingsbreytileika í vitsmunum er nauðsynlegt að taka tillit til vist- og þróunarfræðilegra aðstæðna þeirrar tegundar sem á að rannsaka. Fiskar búa við fjölbreytt umhverfi. Þann breytileika má jafnvel finna innan sömu tegundar og hefur það leitt til þróunar mismunandi afbrigða, t.d. sjógöngu-, botn- og svifafbrigða bleikju (Salvelinus alpinus).

Lesa meira

19.4.2024 : Þróun og vistfræðilegt samspil sjávarsnigla og sníkjudýra þeirra - verkefni lokið

Þrátt fyrir mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika sníkjudýra og samspils þeirra við hýsla sína, er rannsóknum og vernd á þessu sviði stórlega ábótavant, þá sérstaklega á sníkjudýrum í botnlægum sjávarvistkerfum. Í slíkum vistkerfum treysta ögður (sníkjuflatormar) mjög á sjávarsnigla sem
millihýsla, t.d. stóra langlífa snigla úr yfirættbálki Buccinoidea.

Lesa meira

19.4.2024 : Skissugerð með markmiði: Þróun samskiptamáta við hugbúnaðartól byggð á innsæi - verkefni lokið

Eins og margir sérfræðingar þá nýta hugbúnaðarverkfræðingar skissur, þ.e.a.s. riss eða óformlegar teikningar, til að átta sig á flóknum  hugmyndum. Núverandi skissukerfi hjálpa verkfræðingum að HUGSA um slík verkefni, en þeir þurfa samt sem áður að FRAMKVÆMA þau sjálfir eftirá, án hjálpar frá kerfinu.

Lesa meira

16.4.2024 : Víxlverkun jarðhita, jarðskjálfta og kvikuhreyfinga á Hengilssvæðinu - verkefni lokið

Allt í náttúrunni tengist. Verkefnið kannaði sérstaklega hvernig kviku- jarðskjálfta- og jarðhitatengd ferli víxlverka með beinum kröftum, eða bergspennum, sem berast um jarðskorpuna. Þungamiðja rannsóknanna var á Hengilssvæðinu á SV-landi, og var jarðeðlisfræðilegum og jarðhitatengdum gögnum beitt til að skoða hvernig ferlin tengjast.

Lesa meira

16.4.2024 : Ný gerð af rafefnahvötum úr kolefni - verkefni lokið

Theoretical calculations of electrocatalytic processes involved in fuel cells and electrolysers were carried out to determine whether metal free carbon based materials could provide a cheap and abundant alternative to precious metals, such as platinum, and important processes on conventional electrocatalysts such as copper and platinum where studied to determine the atomic scale mechanism of the active processes.

Lesa meira

15.4.2024 : Hagstæðasta meðgönguvikan fyrir framköllun fæðingar: Erum við á réttri leið? - verkefni lokið

Fæðing er gagngert framkölluð milli meðgönguviku 41 og 42 til að minnka áhættu á burðarmálsdauða og hefur tíðni framköllunar fæðingar þar af leiðandi verið að aukast í heiminum.

Lesa meira

15.4.2024 : Að tryggja réttleika í dreifðum kerfum - verkefni lokið

Modern software applications are architected in terms of concurrent components that execute independently and communicate via non-blocking messaging to create a dynamic, loosely-coupled software organisation known as a reactive system. This project investigates how the correctness of reactive systems can be established at runtime.

Lesa meira

15.4.2024 : Sambönd kítósans og örverudrepandi náttúrulegra efna til meðhöndlunar og varnar sýkingum - verkefni lokið

Verkefninu “konjúgöt kítósans og náttúruefna til að verjast sýkingum“ er nú lokið. Markmið verkefnisins var að þróa sýkladrepandi konjúgöt til að verjast sýkingum af völdum sýkla sem mynda örverþekjur á yfirborði sílikons.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica