Breytingar í stærð og samsetningu skella í hálsæðavegg og tengsl orsakaþátta - Langsniðsrannsókn - lok öndvegisverkefnis í Rannsóknasjóði

2.5.2013

Þessi rannsókn á þróun aðferða til að meta breytingar á stærð og samsetningu æðaskella í hálsæðum með ómskoðun hefur leitt af sér nothæft tól með umtalsverðan áreiðanleika sem nýtist í heilbrigðisrannsóknum og heilbrigðisþjónustu.  Notkun þessa tóls við fyrirbyggjandi læknisfræði er ótvíræð og hefur gert kleift að útbúa áhættureikni til að meta líkur á æðakölkun hjá fólki sem reiknast í lágri- eða miðlungsáhættu á að fá hjartaáföll þegar reiknað er með hefðbundnum aðferðum.  Þannig má koma í veg fyrir ótímabær, kostnaðarsöm hjarta- og heilaáföll sem jafnvel geta leitt til ótímabærra dauðsfalla. 

Unnið er kerfisbundið að því að útfæra aðferðafræðina til notkunar í heilsugæslu og heilbrigðiskerfinu almennt. 

Aðferðafræðin og niðurstöður hafa þegar verið kynntar á vísindaráðstefnum og í tveimur handritum sem eru tilbúin til birtingar.  Doktors- og meistaraverkefni sem unnin eru úr niðurstöðum verkefnisins eru á lokastigi.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Breytingar í stærð og samsetningu skella í hálsæðavegg og tengsl orsakaþátta - Langsniðsrannsókn
Verkefnisstjóri:  Vilmundur Guðnason, Hjartavernd
Tegund styrks: Öndvegistyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 75,197 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 090452









Þetta vefsvæði byggir á Eplica