Filippseyingar á Íslandi. Þátttaka og samþættingarferli - verkefnislok í Rannsóknasjóði

3.7.2013

Rannsóknin fjallaði um stöðu og viðhorf fólks frá Filippseyjum sem flust hefur til Íslands frá árinu 1990 til ársins 2006. Markmið rannsóknarinnar var að athuga þátttöku þeirra í íslensku samfélagi og á vinnumarkaði og hvaða annmarkar eru á þátttöku þeirra.

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Filippseyingar á Íslandi. Þátttaka og samþættingarferli.
Verkefnisstjóri: Unnur Dís Skaptadóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 8,29 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  090617

Með eigindlegum aðferðum (viðtölum og þátttökuathugunum á Íslandi og á Filippseyjum) var áhersla lögð á að fá fram margbreytilega sýn og stöðu þátttakenda í rannsókninni. Einnig var skoðað tengslanet fólks bæði innanlands og við fólk á Filippseyjum og því var lögð mikil áhersla á að skoða vel það samhengi sem fólkið flyst í á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var því jafnframt að auka þekkingu á íslensku samfélagi út frá nýju fræðasviði og tengja það alþjóðlegum rannsóknum um þjóðerni, etníska hópa, þverþjóðleg tengsl og aðlögun. Niðurstöðurnar benda til að Filippseyingum gangi að mörgu leyti vel að aðlagast íslensku samfélagi en þó kreppir skórinn að á ákveðnum sviðum. Mikil þátttaka á vinnumarkaði og sú staðreynd að stór hluti þeirra talar ensku hefur auðveldað þeim aðgang og gert þeim auðveldara um vik í íslensku samfélagi. Að læra íslensku var mjög mikilvægt þema í viðtölum. Tengsl við upprunaland eru mikilvæg fyrir þátttakendur í rannsókninni og stór hluti þeirra hafði fyrir fjölskyldumeðlimum að sjá á Filippseyjum. Að fá nána ættingja til sín virðist hafa mikil áhrif á vellíðan á Íslandi og áhuga á að setjast að og taka þátt.  Þrátt fyrir að flestir þátttakendur hefðu góða reynslu af búsetu á Íslandi hafði stór hluti þeirra einhvern tímann upplifað mismunun eða beina fordóma vegna uppruna. Ávinningur rannsóknar sem þessarar er m.a. að ljá stærsta innflytjendahópi frá Asíu rödd og að auka skilning á íslensku samfélagi sem samanstendur af íbúum af ólíkum uppruna.  Niðurstöður verkefnisins verða kynntar í fræðilegum tímaritum og bókum. Einnig verða fluttir fyrirlestrar á alþjóðlegum ráðstefnum sem og fyrir fræðihópa og almenning á Íslandi.


Magnfríður Júlíusdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Karlsdóttir (2013). Gendered migration in turbulent times in Iceland. Greinin hefur verið ritrýnd og samþykkt til birtingar í Norwegian Journal of Geography.

Unnur Dís Skaptadóttir ( 2013) The Social and Economic implications of the Icelandic Economic meltdown for Labor Migrants.  Greinin hefur verið samþykkt til birtingar í bók sem koma mun út 2013 og er ritstýrð af Gísla Pálssyni og Poul Durrenberger.

Unnur Dís Skaptadóttir, Guðný Björk Eydal og Hilma H. Sigurðardóttir 2012. Innflytjendur og velferðarkerfið. Í Þróun Velferðarinnar 1988-2008. Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson (ritstj.). Reykjavík:Félagsvísindastofnun  http://ugla.hi.is/ferillstarfa/view/getFile.php?id=19369

Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska (2012).  Poles and Filipinos in Iceland. Fyrirlestur fluttur Sopot Póllandi ágúst 2012

Unnur Dís Skaptadóttir (2012) Umhyggja úr fjarlægð: foreldrar og börn á þverþjóðlegum tímum. Opinber fyrirlestur á vegum Mannfræðifélags Íslands 13. Nóvember.  http://mannfraedifelag.wordpress.com/

Unnur Dís Skaptadóttir (2012 ) The Social and Economic implications of the Icelandic Economic meltdown for Labor Migrants.  Fyrirlestur fluttur á ráðstefnunni the Icelandic Meltdown.  11-14 ágúst Iowa City.

Magnfríður Júlíusdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Karlsdóttir ( 2012). Gender and the intersection of International and national mobilities in Iceland. Fyrirlesetur fluttur á ráðstefnunni: Gender and Mobilities

Unnur Dís Skaptadóttir (2012).  Transnational Practices of Migrants. Lykilfyrirlestur á málþinginu Theory Nord seminar. Roskilde Universitet 19-20 janúar 2012.

Unnur Dís Skaptadóttir (2011) Work related migration of Filipino women to Iceland. Paper presented in the conference Women’s Worlds 2011. Ottawa-Gatineau, 3.-7. Júlí. Workshop:  On the Move and Crossing Borders: Women's Labour Mobility in a Global Context

Skaptadóttir, U. D. and Júlíusdóttir Ó. (2011) Hvar fá innflytjendur aðild og hvar er þeim haldið utan við þátttöku í bæjar- og þorpslífinu á Vestfjörðum?  In Ásgeirsdóttir Á. G., Björnsdóttir H. and Ólafs H. (eds.) Þjóðarspegillinn. Rannsóknir í félagsvísindum XII. (616-627). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Skaptadóttir, U. D. and Ólafsdóttir, H. (2010). Komið til móts við fjölbreytileika: Fullorðinsfræðsla fyrir innflytjendur og samþætting. Netla, 1-16. http://netla.khi.is/menntakvika2010/024.pdf

Skaptadóttir, U. D. (2010). Integration and transnational practices of Filipinos in Iceland. E-migrinter, 5, 36-45.  http://www.mshs.univ-poitiers.fr/migrinter/e-migrinter/201005/e-migrinter2010_05_tout.pdf#page=38

Unnur Dís Skaptadóttir (2011) Transnational ties and Participation in Icelandic Society: Women and Men from the Philippines in Iceland. Paper presented at the Conference Integration and Imigrants' Participation. Reykjavík 14-15 nóvember Útgáfuár 2011 Fylgiskjal http://ugla.hi.is/ferillstarfa/view/getFile.php?id=10648


Skrá yfir áætlaðar en óbirtar vísinda- og/eða tæknilegar skýrslur og greinar.

Greinar í vinnslu:

Grein ásamt Pamelu Innes um „Language policy“ þar sem fjallað er sérstaklega um reynslu Filippseyinga af því að læra íslensku. Þátttaka þeirra í námskeiðum osfrv. Greinin er í uppkastsformi og er nú um það bil 8000 orð

Gein ásamt Ásu Guðnýju Ásgeirsdóttir (doktorsnema).  Vinnutitil „Asian women‘s transnational lives“. Greinin er í uppkastsformi og er um 3000 orð. Greinin sem byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar sýnir flóknari mynd af reynslu kvenna og það hvernig flutningum þeirra er háttað en ríkjandi hefur verið á síðustu árum í alþjóðlegri umræðu sem snýst mikið um umönnunarkeðju, umönnunarstörf og hjúskap.

Grein ásamt Önnu Wojtynska (doktorsnema) vinnutitill: Poles and Filipinos in Iceland. Comparing migration patterns and integration processes.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica