Enska sem "lingua franca" á Íslandi? Staða enskunnar og breytt málumhverfi - lok verkefnis í Rannsóknasjóði

3.7.2013

Þriggja ára rannsóknarverkefni um stöðu enskrar tungu á Íslandi er nú lokið. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði (RANNÍS) en hana leiddi Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í enskum málvísindum við Háskóla Íslands. Rannsóknin varpar nýju ljósi á stöðu ensku á Íslandi og á öðrum svæðum í Norður-Evrópu þar sem enskukunnátta er almenn en enska ekki opinbert tungumál. Niðurstöðurnar sýna glöggt að málumhverfi hefur breyst mjög. Útbreiðsla ensku kallar á endurskoðun hefðbundinna skilgreininga á hugtökum eins og móðurmáli, öðru máli og erlendu máli og, í framhaldi af því, endurskoðun á mál- og menntastefnu sem og áherslum í kennslu.

 small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Enska sem "lingua franca" á Íslandi? Staða enskunnar og breytt málumhverfi
Verkefnisstjóri: Birna Arnbjörnsdóttir
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 19,905 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  090639

Helstu niðurstöður verkefnisins eru sem hér segir:

Almennt:

1.       Enskuáreiti eru mikil í daglegu lífi Íslendinga. Þar reynir aðallega á skilning en mun minna á talfærni og ritun.

2.       Fullorðnir í atvinnulífi og í háskólanámi ofmeta enskukunnáttu sína og til hvers þeir geta notað ensku.

3.       Þátttakendur líta á ensku sem tæki til samskipta á Íslandi og erlendis en hún virðist ekki hafa áhrif á sjálfsímynd þeirra sem Íslendinga.

 Skólakerfið:

1.       Þegar nemendur hefja enskunám hafa þeir þegar náð markmiðum námskrár fyrir 4. bekk.

2.       Þó enskukennsla hefjist sums staðar fyrr en skylda er samkvæmt námskrá hefur það ekki áhrif á enskufærni barna í 4. bekk.

3.       Nemendur á öllum aldri telja ensku nauðsynlega fyrir lífið.

4.       Enska þykir skemmtilegt fag en kennsla í framhaldsskólum bætir litlu við færni nemenda.

 Háskólasamfélagið:

1.       Yfir 90% námsbóka við íslenska háskóla eru á ensku.

2.       Almennt er gengið frá því sem vísu að háskólanemar og -kennarar búi yfir færni til að stunda nám og störf á ensku. En vinnuálag í háskólanámi og -starfi eykst vegna enskra námsbóka og um þriðjungur nemenda á í vandræðum með að tileinka sér námsefnið á ensku.

3.       Íslenskir fræðimenn, með mismikla enskufærni, eru hvattir til að skrifa fræðigreinar á ensku en fá ekki stuðning til þess. 

 Atvinnulífið:

1.       Atvinnurekendur krefjast góðrar færni í ensku tali, skilningi, ritun og lestri og Íslendingar á vinnumarkaði telja enskukunnáttu sína nokkuð góða en ofmeta hana.

2.       Nærri 90% svarenda nota ensku á hverjum degi í vinnunni. Niðurstöður benda þó til þess að notkun sé einhæf og að ekki séu tengsl á milli fjölda og tegunda þeirra málathafna sem svarendur telja sig geta framkvæmt og þeirra sem þeir framkvæma í raun og veru. Mat á enskufærni er því ekki byggt á reynslu. 

 

Afrakstur verkefnisins er fjöldi greina í innlendum og erlendum fræðiritum, þrjár doktorsritgerðir, hver um sitt svið enskunnar á Íslandi, og þrjár meistararitgerðir. Einnig er áætlað að gefa út heildarniðurstöður rannsóknarinnar í bók hjá alþjóðlegu útgáfufyrirtæki.

Skrá yfir doktorsritgerðir, meistararitgerðir og greinar (þegar útgefnar eða fyrirhugaðar):

Doktorsritgerðir:

2013    Anna Jeeves. Relevance and the L2 Self in the Context of Icelandic Secondary School Learners: Student Views. Doktorsritgerð. Háskóli Íslands. Júní 2013.

2013    Ásrún Jóhannsdóttir. External Motivational Factors and Perceived Lexical Proficiency of 4th Graders at the Beginning of Formal English Instruction. Doktorsritgerð. Háskóli Íslands. September,  2013.

2013   Hulda Kristín Jónsdóttir.  English as a Lingua Franca: Myth and Reality in The Icelandic Workplace.  Doktorsritgerð. Háskóli Íslands. September,  2013.

 

Meistararitgerðir:

2013   María Pétursdóttir. Explicit Teaching of Academic Vocabulary in EFL: Preparing Icelandic Students for Education at University Level. MA-ritgerð. Háskóli Íslands.

2012    Ólöf Hildur Egilsdóttir. English Reading Comprehension of 9th Grade Students in Iceland. MA-ritgerð. Háskóli Íslands.

2009   Jóna Katrín Hilmarsdóttir.  Early L2 English Teaching in Iceland. M.Paed.-ritgerð. Háskóli Íslands.


Bækur og greinar:

2014    Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir.  English as a Lingua Franca in Northern Europe:  Iceland as a Microcosm for A New Linguistic Environment. (Vinnutitill – bók í vinnslu.)

2014      Hafdís Ingvarsdóttir og Ásrún Jóhannsdóttir. „English in Grade Ten in Icelandic Schools.“ (Vinnutitill – grein í vinnslu.)  

2014    Anna Jeeves. „Relevance of English Language Learning in a Changing Linguistic Environment in Iceland: The L2 Self of Young Icelanders.“ Multilingual Special Issue: English in the Language Ecosystem of Northern Europe.

2013    Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. „Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera   jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum“. Ritið. Hugvísindastofnun. (Samþykkt grein.)

2013    Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. „English at the University of Iceland: Myths  and realities.“ Í Anna Kristina Hultgren, Frans Gregersen og Jacob Thøgersen (ritstj.). English in Nordic Academia: Ideology and Practice. Studies in World Language Problems.  Amsterdam: John Benjamins. (Samþykkt grein.)

2013    Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. „From English as Lingua Franca to English in Academia: Learning in Two Languages.“ Í Fabricius og Preisler (ritstj.). Transcultural Interaction and Linguistic Diversity in Higher Education: The Student Experience. (Verður útgefið hjá alþjóðlegum útgefanda.)

2013  Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. „ELF and Academic Writing: A Perspective from the Expanded Circle.“ Journal of English as a Lingua Franca 1 (2), bls. 123–146.

2012   Anna Jeeves. „“Being Able to Speak English is One Thing, Knowing How to Write it is Another”: Young Icelanders’ Perceptions of Writing in English.“ Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun, bls. 1-18. http://skemman.is/is/stream/get/1946/13577/32533/1/012.pdf.

2012    Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. „Nýtt málumhverfi, ný námskrá, nýjar áherslur í tungumálakennslu.“ Í Sigrún Eiríksdóttir og Ásdís Magnúsdóttir (ritstj.). Milli mála: Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 

2012   Birna Arnbjörnsdóttir. „Learning  Four Languages in a Changing Nordic Linguistic Environment.“ Í Hjalmar P. Pedersen og Kári í Rógvi (ritstj.). Mindst 4 sprog til alle. Bergen: Novus.

2011    Birna Arnbjörnsdóttir. „Exposure to English in Iceland: A Quantitative and Qualitative Study.“   Netla – Menntakvika 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. http://netla.hi.is/menntakvika201.pdf.

2011   Hafdís Ingvarsdóttir. „Teaching English in a New Age: Challenges and Opportunities.“ Í B. Hudson og M.A. Meinert (ritstj.). Beyond Fragmentation: Didactics, Learning and Teaching, bls. 93–106. Opladen, Germany, and Farmington Hills, USA: Verlag Barbara Budrich.                                                                                                          

2011   Hulda Kristín Jónsdóttir. „To What Extent do Native and Non-Native Speakers Believe that Their English Proficiency Meets Their Daily Communication Needs Within the Business Environment? Málfríður. Tímarit samtaka tungumálakennara á Íslandi.

2010  Ásrún Jóhannsdóttir.  „English in the 4th Grade in Iceland: Exploring Exposure and Measuring Cocabulary Size of 4th Grade Students.“ Ráðstefnurit Netlu – Menntakviku. http://skemman.is/stream/get/1946/7789/20367/1/007.pdf.

2010a    Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. „Íslenskan, enskan og fræðaskrifin: Viðhorf kennara til aukinnar enskunotkunar við Háskóla Íslands.“ Milli Mála - Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

2010b    Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. „Coping with English at University: Students’ Beliefs.“ Netla – Menntakvika. Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. http://netla.khi.is/menntakvika2010/008.pdf.

2010    Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. „Coping with English at Tertiary Level: Instructors’ Views.“ Netla – Menntakvika.  Menntavísindasvið Háskóla Íslands. http://netla.khi.is/menntakvika2010/010.pdf

2009   Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. „Enska í háskólanámi“ [The Role of English is University Studies in Iceland]. Milli mála - Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Auk þess hafa rannsakendur flutt um 50 fyrirlestra og kynnt veggspjöld á erlendum ráðstefnum, s.s.  English as a Lingua Franca, CALPIU, International Association of Teachers of English as a Foreign Language, The British Association of Applied Linguistics, og English is Europe; og á innlendum ráðstefnum, s.s. Hugvísindaþingi, Þjóðarspegli, Menntakviku og þingum á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica