Anitar – Aðgengilegur örmerkjalesari fyrir heimili og landbúnað - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.10.2018

Verkefnisstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur gert sprotafyrirtækinu Anitar kleift að þróa bæði örmerkjalesara og hugbúnaðarlausnir fyrir þá sem vinna með eða umgangast dýr.

Anitar er sprotafyrirtæki sem þróar og býr til hugbúnaðar- og tæknilausnir fyrir landbúnaðinn.

Verkefnisstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur gert Anitar kleift að þróa bæði örmerkjalesara og hugbúnaðarlausnir fyrir þá sem vinna með eða umgangast dýr. 210 eintök af örmerkjalesaranum hafa nú þegar verið seld í forsölu gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Margir bíða því í eftirvæntingu eftir lesaranum sem áætlað er að verði tilbúinn til afhendingar í nóvember 2018. Þessa dagana vinna starfsmenn Anitar hörðum höndum ásamt samstarfsaðilum að framleiðslu lesarans. 

Heiti verkefnis: Anitar – Aðgengilegur örmerkjalesari fyrir heimili og landbúnað
Verkefnisstjóri: Karl Már Lárusson, Anitar ehf.
Styrkþegi: Anitar ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153338

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Árið 2015 gaf Anitar út appið Anitar Studbook sem býður upp á einfalda leit í WorldFeng, gagnagrunni íslenska hestsins. Anitar Studbook er með um 6.200 notendur. Í júlí 2018, rétt fyrir Landsmót hestamanna, gaf Anitar út LH Kappa í samstarfi við Landsamband hestamanna. LH Kappi er mótaapp fyrir íslenska hestinn og sló það allrækilega í gegn á Landsmóti hestamanna. Um 5.000 manns sóttu appið og á meðan Landsmót stóð yfir voru allt að 70.000 uppflettingar á dag í appinu. Nú er Anitar komið langleiðina með þróun á nýskráningarappi fyrir íslenska hestinn sem unnið er í samstarfi við Bændasamtök Íslands og RML. Appið ber heitið Regis Horse og er ætlað þeim sem hafa leyfi til nýskráningar hrossa.

Anitar er með mörg járn í eldinum og margar hugmyndir á lofti. Meðal annars hafa opnast dyr á erlendum markaði, en Anitar hefur alltaf stefnt út fyrir landsteinana. 

Afrakstur

  • Anitar Studbook býður upp á einfalda leit í WorldFeng, gagnagrunni íslenska hestsins.
  • Anitar Bullet er einfalt snjallforrit sem birtir og vistar örmerkjanúmerið sem örmerkjalesarinn The Bullet les.
  • Regis Horse er nýskráningarapp fyrir þá sem hafa leyfi til að nýskrá hross.
  • LH Kappi er viðburðarapp sem birtir öll keppnismót á vegum aðildarfélaga landsambands hestamanna.
  • The Bullet er aðgengilegur örmerkjalesari fyrir heimili og landbúnað. Örmerkjalesarann er hægt að nota með öllum hugbúnaði Anitar.
  • Fyrsta framleiðsla The Bullet mun hefjast á næstunni og almenn sala hefst svo í kjölfarið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica