Apon snjallhraðall - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

2.3.2017

Breytingin sem Apon býður upp á er að fyrirtækjum, stofnunum, hönnuðum og almennum notendum er gert kleift að hanna og gefa út “öpp” án aðkomu forritara og mun ódýrar en áður.

Snjallhraðall Apon útleggst á ensku sem “Apon - Intelligent App Builder”  gerir notendum kleift að búa til snjallforrit án forritunar- og/eða hönnunarkunnáttu. Hugbúnaðurinn, sem er í senn öflugur og notendavænn, keyrir á snertiskjám og hjálpar “venjulegu” fólki að hanna og gefa út smáforrit. Hægt er að hlaða niður Apon snjallhraðlinum í snjallsíma eða spjaldtölvu og nota þau tæki eingöngu til að byggja og dreifa snjallsímaforritinu.

Heiti verkefnis: Snjallhraðall Apon
Verkefnisstjóri: Friðrik Örn Guðmundsson, Apon slf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 37 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 132152-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Smáforrit eða “Öpp” eru í gríðalegri sókn í dag en framleiðslukostnaður þeirra er ennþá mjög hár og oft aðeins á valdi fjársterkra aðila og/eða fagfólks að setja upp og gefa út “öpp”. Fyrsti markhópur Apon eru smærri og meðalstór fyrirtæki innan BNA og EU. Breytingin sem Apon býður upp á er að fyrirtækjum, stofnunum, hönnuðum og almennum notendum verður kleift að hanna og gefa út “öpp” án aðkomu forritara og mun ódýrara en áður.

Apon er með bækistöðvar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Innovation House í Silicon Valley. Meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins má nefna Berkshire Hathaway, Citrix og Standard Chartered bankann í Bandaríkjunum.

Apon hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði og fleiri sjóðum á vegum Rannís. Sá stuðningur hefur verið  ómetanlegur og átt lykilþátt í því að koma vörunni í það horf sem hún er í dag. Öll helstu markmið verkefnisins náðust og er afraksturinn af verkefninu Snjallhraðll Apon sem gerir notendum kleift að búa til snjallsímaforrit - m.a. Með því að umbreyta Google-gögnum beint í gagnvirt snjallsímaforrit.

Fullbúinn snjallhraðall opnar þannig leið inn á stóran og arðbæran markað en markhópur Apon eru fyrirtæki sem vilja koma út gagnvirku efni í snjallsíma.

Hér má sjá myndband sem sýnir snjallhraðal Apon.

Nánari upplýsingar um Apon og snjallhraðal þess eru veittar í síma 445 2000 og hjá apon@apon.com

www.apon.com

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica