Bestun á framleiðni EPA ríkrar þörungaolíu – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.12.2018

Framleiðsla er hafin í tilraunaverksmiðju Omega Algae að Reykjum í Hveragerði

Framleiðsla er hafin í tilraunaverksmiðju Omega Algae að Reykjum í Hveragerði. Verksmiðjan er sérhönnuð að íslenskum aðstæðum og nýtir bæði sólarljós og raflýsingu auk þess sem heitt hveravatn og kalt vatn er notað til hitastýringar. Allar breytistærðir í ræktuninni láta fullkomlega að stjórn þess sem ræktar, t.d. hitastig, sýrustig, ljósmagn, og seltumagn. Hafin er vinna við að besta framleiðsluna m.t.t. omega-3 fitusýrunnar EPA m.t.t. þessara breytistærða auk þess sem tilraunir standa yfir til að hámarka vaxtarhraða tilraunastofns fyrirtækisins. Þróaðar hafa verið aðferðir til efnagreiningar afurðanna, m.a. fitusýrusamsetningar, próteininnihalds og fleira. Þá hefur verið sett upp virk gæðastýring og greiningaraðferð fyrirtækisins fyrir fituefnainnihald hefur verið gilduð (e. validated) m.t.t. staðla sem notaðir eru af matvæla- og lyfjaeftirliti, bæði í BNA og Evrópu. Þá hafa fyrstu vörur fyrirtækisins verið framleiddar, m.a. þurrkaðir þörungar, olía og próteinmjöl og þessar vörur efnagreindar. Fyrstu vörurnar hafa verið afhentar tilvonandi viðskiptavinum og unnið er að ISO2009 vottun fyrirtækisins í samstarfi við Sýni hf. og framleiðsluleyfi í framhaldi af því. 

Heiti verkefnis: Bestun á framleiðni EPA ríkrar þörungaolíu
Verkefnisstjóri:
Hjálmar Skarphéðinsson
Styrkþegi: Omega Algae ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 47,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 164808

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica