Calmus Automata - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.8.2017

Calmus Automata-verkefnið er samþætting á vísindum, tækni og listum þar sem sérfræðingar á hverju sviði koma saman með sína þekkingu og reynslu til að beita nýjustu tækni þ.m.t gervigreind – til að þróa nýjar leiðir í rauntíma listsköpun í nútíma umhverfi sýndarveruleikans.

Fyrirtækið ErkiTónlist sf hefur nú  lokið þrískipta rannsóknar- og þróunarverkefninu CALMUS AUTOMATA. Það byggir á tónsmíðakerfinu CALMUS en það er forrit sem byggir á gervigreind og semur tónlist í rauntíma. Fyrsti hluti CALMUS AUTOMATA verkefnisins byggir á hönnun á smáforriti til að semja tónlist út frá áhugamálum og staðsetningu notandans. Smáforritið nefnist CalmusPlay og er gert fyrir iOS-stýrikerfið en það tekur við grunnupplýsingum frá notandanum s.s. landfræðilegri staðsetningu, uppáhaldslit, stjörnumerki o.fl. og semur tónlist út frá því. Sjálf tónsköpunin fer fram á tveimur miðlurum í Reykjavík sem taka við skipunum frá CalmusPlay í gegnum internetið eða 3G/4G – en á serverunum er sjálft tónsmíðaforritið CALMUS – sem semur tónlistina út frá gefnum forsendum og sendir til baka til afspilunar í viðkomandi iOS-tæki. Þá getur CalmusPlay nýtt sér innbyggðu örgjörvana í snjalltækjunum og samið án þess að vera tengt internetinu. Hægt er að miðla efni sem samið er með CalmusPlay á samskiptamiðlum s.s. FaceBook. CalmusPlay er til sölu á AppStore en er einnig fáanlegt sem ókeypis útgáfa – CalmusPlayFree á AppStore.

Heiti verkefnis: CALMUS AUTOMATA
Verkefnisstjóri: Kjartan Ólafsson, ErkiTónlist sf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 22,3 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142502061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Annar hluti verkefnisins – CalmusGaming byggir á sama tónsmíðakjarna og CalmusPlay en í þeim hluta var forritið aðlagað að tölvuleikjaumhverfinu. Þar er mögulegt að semja tónlist í rauntíma inn í tölvuleikjum þar sem leikurinn sendir inn boð til CalmusGaming um hverskonar tónlist er þörf hverju sinni og fær til baka tónefni sem hæfir aðstæðum og atburðum innan leiksins. Þessi afrakstur er tilbúinn til frekari þróunar innan tölvuleikjaumhverfisins og verður gerður aðgengilegur fyrir tölvuleikjatónskáld og tölvuleikjaframleiðendur í nánustu framtíð. Þá er mögulegt að tengja CalmusGaming við hugbúnað sem byggir á sýndarveruleika og getur m.a. tekið við skipunum frá ljósgjöfum, hreyfiskynjurum, staðsetningu o.fl.

Í þriðja og síðasta hluta verkefnisins – sem nefnist CalmusComposer – er lagður grunnur að alhliða tónsmíðakerfi sem getur bæði samið tónlist í rauntíma ásamt því að vera “editor” fyrir CalmusPlay og CalmusGaming. Með þessum verkhluta er mögulegt að nýta forritið til að sérhanna safn tónhugmynda og tónefnis fyrir tölvuleiki og sýndarveruleika sem og að semja verk fyrir hefðbundin hljóðfæri og hljóðfærahópa, s.s. einleiks- og kammerverk ásamt stærri verkum fyrir sinfóníuhljómsveitir. CalmusComposer verður gert aðgengilegt á AppStore fyrir tónskáld, tölvuleikjaframleiðendur og menntastofnanir á næstunni.

Markmiðum rannsóknarverkefnisins hefur verið náð með því að þróa fjölþættan tónsmíðakjarna CALMUS til tónsköpunar í rauntíma – m.a. til að skapa bein tengsl milli hinna ýmsu þátta tölvuleikja s.s. persóna, umhverfis, samskipta, hreyfinga o.s frv. og parametrum tónlistar –- í síbreytilegum sýndarveruleika tölvuleikja, bjóða upp á samningu tónlistar yfir internetið og skapa umhverfi fyrir tónskáld og tölvuleikjatónskáld til að vinna tónefni með nýjum hætti og opnað fyrir nýjar leiðir í rauntímatónsköpun með aðstoð gervigreindartækni.

Að verkefninu hafa komið 30 manns frá ólíkum sviðum, forritarar, listamenn, hönnuðir og markaðsfólk – frá alls 6 löndum. Calmus Automata verkefnið er samþætting á vísindum, tækni og listum þar sem sérfræðingar á hverju sviði koma saman með sína þekkingu og reynslu til að beita nýjustu tækni þ.m.t gervigreind – til að þróa nýjar leiðir í rauntíma listsköpun í nútíma umhverfi sýndarveruleikans.

Afrakstur

Skýrslur: 

  • CalmusGaming - Doktorsritgerð Kristians Ross  ISBN 978-87-7112-821-5
  • CalmusGaming - Calmus implementation for EveOnline (tech - CCP)
  • CalmusComposer-AppStore 
  • CalmusWaves ICMC (Paper)

Rástefna og viðburðir:

Myndefni (Vídeó):

Tónefni (CD):

  • Geisladiskur með tónlist samin með CalmusComposer (Útgáfa í september 2017)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica