Data Dwell DAM - markaðssetning í Bretlandi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.10.2017

Data Dwell - stafrænt gagnaumsjónarkerfi í skýinu.

Data Dwell er stafrænt, miðlægt gagnaumsjónarkerfi í skýinu. Tilgangurinn er að einfalda fyrirtækjum að halda utan um og stýra skjölun s.s. myndum, grafísku efni og myndböndum og nýtist kerfið sérstaklega vel fyrir markaðsdeildir meðalstórra og stórra fyrirtækja.

Kerfið bætir lýsigögnum á myndefni, býður upp á öfluga og sjálfvirka merkingarmöguleika og notar gervigreind til að greina hvað er á myndum. Allt þetta auðveldar gagnaleit til muna. Kerfið býður einnig upp á háþróaða aðgangs- og útgáfustýringu. Með skipulagðri geymslu efnis, auðveldri leit, aðgangs- og útgáfustýringu sparast mikill tími og vinna, og þar með fjármunir, hjá viðskiptavinum Data Dwell.

Heiti verkefnis: Data Dwell DAM markaðssetning í Bretlandi
Verkefnisstjóri: Ólafur Helgi Þorkelsson, Data Dwell ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164159061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markaðsstyrkur Rannís hefur gert Data Dwell kleift að herja á Bretlandsmarkað á árangursríkan hátt. Sett hefur verið upp söluskrifstofa í London þar sem þrír starfsmenn sjá nú um sölu og markaðsmál fyrir Evrópumarkað. Data Dwell hefur einnig endurgert stóran hluta af markaðsefni fyrirtækisins og útbúið sölugögn auk þess að hafa sótt stórar sölusýningar í Evrópu..

Nálægð við markaðinn, í þessu tilfelli Bretland, skiptir sköpum í markaðssetningu og hefur gert Data Dwell kleift að ná mun meiri árangri en ella.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica