EcoScope: T-mynsturgreining fjármála- og hagfræðigagna - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

21.12.2016

Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til aðgerðabindingar, birtingar og greiningar tímaseríugagnasafna.

Lokið er verkefninu EcoScope: T-mynsturgreining fjármála- og hagfræðigagna, þriggja ára samstarfsverkefni Atferlisgreiningar, Rannsóknarstofu um mannlegt atferli, Háskóla Íslands, Fjármálaeftirlitsins, NetInternals og DataMarket.

Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til aðgerðabindingar, birtingar og greiningar tímaseríugagnasafna, m.a. úr gagnasöfnum frá DataMarket, og sérstaka hugbúnaðarviðbót við Theme-hugbúnaðinn til greiningar á fjármála- og hagfræðigögnum.

Heiti verkefnis: EcoScope: T-mynsturgreining fjármála- og hagfræðigagna
Verkefnisstjóri: Guðberg K. Jónsson,  Atferlisgreiningu ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131733-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Forprófanir við greiningu viðskiptagagna (einstaklinga og fyrirtækja), gögn um gengi og vísitölu frá DataMarket og dulkóðuð gögn frá Fjármálaeftirlitinu, höfðu áður gefið til kynna að algrímið gæti orðið mikilvæg viðbót við þær aðferðir sem notast er við.

Sem raunveruleg rannsóknarverkefni við fullnaðargerð hugbúnaðarins og virðisaukandi þjónustu, voru skoðuð valin efnahags/viðskipa-gagnasöfn með það að markmiði að kanna hvort þessi nýja aðferð geti borið af sér nýja þekkingu á sviði efnahags-, viðskipta- og markaðsrannsókna og nýjar aðferðir í sjálfvirkri mynsturgreiningu efnahags-/viðskiptagagna, m.a. spálíkön.

Í framhaldi þeirrar rannsóknarvinnu var lagst í fullnaðargerð aðferða til að atburðabinda/atburðagreina viðskiptafræðileg tímaseríugögn sjálfvirkt (viðskiptagögn, gengi og vísitölur) fyrir greiningu með T-algrími. Lokaskref verkefnis var frágangur hugbúnaðar til markaðssetningar.

Til lengri tíma litið liggur notagildi verkefnisins m.a. í aðferðum sem gætu spáð fyrir um þróun á viðskipta- og hagfræðilegum gögnum og gagnast þannig við langtíma hagfræðilegra spá og jafnvel sem öryggistæki sem gæti vakið athygli á mynstrum sem eru ólík kjörástandi, ólöglegum viðskiptaháttum eða slæmri efnahagsþróun.

Listi yfir afrakstur verkefnisins 

  • DEPxe-hugbúnaður
  • DEPxe Quick Guide
  • Kynningarbæklingur: Ecoscope: Powerful tool for the detection and analysis of hidden pattern in financial and economic data
  • Kynningar á alþjóðlegum ráðstefnum og boð um birtingu á grein í tímariti Frontiers og kafla í bók frá Springer
  • Sýnt hefur verið fram á að afurðin feli í sér nýja tegund greiningar á fjármála- og hagfræðigögnum









Þetta vefsvæði byggir á Eplica