Einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðarstjórn - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

26.8.2016

Með þessum nýja hugbúnaði geta nemendur nú nálgast miðlægt, einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðastjórn, aðgengilegt á netinu, með viðurkenndu æfingakerfi, þar sem þeir geta æft sig í grunnatriðum flugumferðastjórnunar á sínum hraða, hvar og hvenær sem þeim hentar.

Í maí 2016 lauk samvinnuverkefni Tern Systems og Háskóla Reykjavíkur sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði.
Afrakstur verkefnisins er sérhannaður hugbúnaður ætlaður til þjálfunar fyrir flugumferðastjóra og starfsfólki í flugfjarskiptum. Hugbúnaðurinn er gagnvirkt orðfærnikerfi með talgreini og inniheldur æfingar sem nemendur nota til að æfa sig í framburði á setningum notuðum í flugumferðarstjórn í gegnum vefviðmót, sem hægt er að nota á tölvu, spjaldtölvum og símum.

Heiti verkefnis: Einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðarstjórn
Verkefnisstjóri: Sif Símonardóttir, Tern Systems ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2014
Fjárhæð styrks: 30,002 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 120983-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með þessum nýja hugbúnaði geta nemendur nú nálgast miðlægt, einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðastjórn, aðgengilegt á netinu, með viðurkenndu æfingakerfi, þar sem þeir geta æft sig í grunnatriðum flugumferðastjórnunar á sínum hraða, hvar og hvenær sem þeim hentar.

Tern Systems er fyrirtæki sem hannar og þróar hugbúnað fyrir flugumferðarstjórn sem er notaður á Íslandi og víðar og er með víðtæka þekkingu og reynslu á hugbúnaði í flugumsjónarheiminum.

Tern sá um hugbúnaðarþróun og hönnun verkefnisins auk verkefnastjórnunar. Hlutverk Háskóla Reykjavíkur í verkefninu var hönnun talgreinisins sem notast er við í kerfinu og þróun hans í samvinnu við Tern.
Kennslusérfræðingar frá Isavia ohf aðstoðuðu við uppsetningu og hönnun á æfingum auk þess sem nemendur í flugumferðarstjórn prófuðu fyrstu útgáfu kerfisins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica