Erlend markaðssókn á forritunarleiknum Box Island - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

6.9.2016

Frá fyrsta degi náði leikurinn athygli stórra tæknimiðla á alþjóðagrundvelli. Má þar nefna Techcrunch og Mashable sem eru meðal stærstu tæknimiðla í heimi. 

Radiant Games er framsækið sprotafyrirtæki sem framleiðir menntaleiki sem auðvelda krökkum að taka fyrstu skrefin inn í heim forritunar og tölvunarfræði. Fyrsti leikur fyrirtækisins er ævintýraleikurinn Box Island. Í leiknum taka krakkar þátt í  ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra  brotlenti á eyjunni. Box Island var gefinn út í fullri útgáfu þann 16.júní síðastliðinn á App Store um heim allan fyrir iPad og iPhone snjalltæki. Frá fyrsta degi náði leikurinn athygli stórra tæknimiðla á alþjóðagrundvelli. Má þar nefna Techcrunch og Mashable sem eru meðal stærstu tæknimiðla í heimi. Þá er Box Island sýndur á forsíðu App Store í yfir 75 löndum sem eitt besta nýja smáforritið fyrir krakka. Þessi umfjöllun og athygli hefur skilað Box Island yfir 150.000 notendum á fyrsta mánuðinum frá útgáfu þann 16.júní.

Heiti verkefnis: Erlend markaðssókn á forritunarleiknum Box Island
Verkefnisstjóri: Vignir Örn Guðmundsson, Radiant Games ehf. 
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153502-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Undanfari þess að ná þeim árangri sem hefur verið náð í dreifingu og kynningu Box Island eru þær afurðir sem skapaðar voru í markaðsstyrks verkefni fyrirtækisins. Má þar nefna:

Kynningarmyndband Box Island
• Trailer Box Island
• Ný heimasíða Box Island
• Fjölmiðlapakki fyrir Box Island (e. press kit)
• Box Island þýddur á 20 tungumál

Þá vann Radiant Games einnig að því í verkefninu að setja á laggirnar frumprófanir í grunnskólum í Bandaríkjunum, m.a. í GAIS skólanum í Palo Alto. Radiant Games fór einnig á ráðstefnur til að koma sýn sinni og vöru á framfæri sem hluti af verkefninu. Má færa sterk rök fyrir því að sambönd sem sköpuðust við frumprófanir og á ráðstefnum hafi spilað stórt hlutverk í þeirri velgengni að koma Box Island á framfæri við útgáfu. Heilt yfir mun afraksturinn af verkefninu hjálpa Radiant Games að breiða áfram út boðskap sinn um að forritun sé lykilþáttur í læsi 21. aldarinnar og að það sé gífurlega mikilvægt að krakkar fái auðvelda og vinalega kynningu á grunngildum fagsins. 

Afurðir verkefnis:

Vefsíða Box Island: https://boxisland.io
Kynningarmyndband Box Island: Hér  
Trailer Box Island: Hér  
Press kit Box Island útgáfu: Hér 

Helsti afrakstur verkefnis

  • Box Island settur á stall með helstu forritunarupplifunum í heimi í gegnum Hour of Code átakið
  • Box Island nær athygli stórra tæknimiðla á alþjóðagrundvelli, m.a. Techrunch og Mashable
  • Box Island hefur verið sóttur af yfir 150.000 notendum á fyrstu mánuðunum eftir útgáfu þann 16.júní
  • Box Island er sýndur á forsíðu App Store í yfir 75 löndum sem eitt besta nýja smáforritið fyrir krakka
  • Box Island verið settur í frumprófun í þremur grunnskólum í Bandaríkjunum

Greinar vegna afurða og afraksturs:

Grein Radiant Games um útgáfuna. 

Helstu greinar í erlendum fjölmiðlum:

Techcrunch
Mashable
Adweek
Guardian
Lifehacker
Common Sense Media

Minni greinar:

Pocket Full of Apps
iPhone Glance
Apps Thunder
Web App Rater
Apps Mirror 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica