Erlend markaðssókn RetinaRisk áhættureiknisins - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.1.2022

Risk ehf. hefur þróað og framleitt RetinaRisk hugbúnaðinn sem reiknar út á áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum. RetinaRisk áhættureiknirinn er byggður upp á áratuga alþjóðlegu samstarfi og víðtækum klínískum rannsóknum á yfir 25 þúsund einstaklingum með sykursýki. Tækniþróunarsjóður styrkti fyrirtækið til þróunar á áhættureikninum sem og til markaðssetningar erlendis.

Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þrefaldast frá aldamótum. Í dag er talið að um 463 milljónir manna um heim allan séu með sykursýki og gert ráð fyrir að þessi fjöldi fari yfir 700 milljónir árið 2045. Augnsjúkdómar af völdum sykursýki eru í mörgum löndum algengasta orsök sjóntaps hjá fólki á vinnualdri en koma má í veg fyrir sjónskerðingu í flestum tilvikum með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. 

Logo tækniþróunarsjóðs

Á tímabilinu hefur RetinaRisk smáforritið verið sótt af yfir 850 þúsund einstaklingum í 175 löndum. RetinaRisk smáforritið gerir fóki með sykursýki kleift að meta í rauntíma einstaklingsbundna áhættu sína á að fá sjónskerðandi augnsjúkdóma, byggt á áhættuþáttum hvers einstaklings, og að fylgjast með framgangi sjúkdómsins. RetinaRisk hefur að geyma ítarlegar leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar um sykursýki, mikilvægi reglulegrar augnskoðunar sem og leiðbeiningar um sjálfsumönnun. RetinaRisk gerir þanng fólki með sykursýki kleift að skilja betur ástand sitt, auka heilsulæsi og verða virkari þátttakendur í eigin heilsugæslu.

Á sama tíma hófst markaðssetning RetinaRisk API lausnar sem er ætluð heilnbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að umönnun fólks með sykursýki. Mikill áhugi er á RetinaRisk API lausninni um allan heim og er hún þegar í notkun á sjúkrahúsim og augnlæknastofum í fjórum heimsálfum, þ.m.t. Landspítala Íslands. Hér mun RetinaRisk áhættureiknirinn vera notaður til að stýra tíðni augnskimunar og að finna þá sjúklinga sem eru í aukinni áhættu til að veita þeim sem besta heilbrigðisþjónustu en RetinaRisk mun einnig leiða til umtalsverðrar hagræðingar í heilbrigðiskerfinu.

Á tímabilinu var einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing við samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum (American Diabetes Association) sem mun opna margar dyr að mikilvægum markaði fyrir RetinaRisk. Þá hefur samstarf okkar við Sanakra Nethralaya sjúkrahúsið í Chennai á Indlandi markað mikilvægt skref að víðtræki RetinaRisk í Asíu.

Sjá:  https://www.retinarisk.com/

HEITI VERKEFNIS: Erlend markaðssókn RetinaRisk áhættureiknisins

Verkefnisstjóri: Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir

Styrkþegi: Risk ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica