eTactica – Orkusparnaður og rekstraröryggi í Evrópu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnastjóra

26.4.2017

Markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs nýtti fyrirtækið eTactica ehf. meðal annars til að smíða nýjan vef, nýtt lógó, búa til margskonar markaðsefni og hanna nýjar umbúðir sem nýst hefur til að mynda ný tengsl við viðskiptavini erlendis.

Undanfarin 6 ár hefur ReMake Electric ehf – eTactica ehf. - unnið að þróun lausnar sem gerir fyrirtækjum kleift að mæla rafmagnsnotkun niður á rafmagnsöryggi ásamt því að þróa hugbúnað sem vinnur úr upplýsingunum.

Heiti verkefnis: eTactica – Orkusparnaður og rekstraröryggi í Evrópu
Verkefnisstjóri: Guðmundur Már Ketilsson, eTactica ehf. (fyrirtækið hét áður ReMake Electric ehf.)
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164160061

        VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Undanfarna 12 mánuði hefur eTactica, með aðstoð styrks frá Tækniþróunarsjóði, unnið að sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins í Evrópu. Þegar lagt var af stað var margt sem átti eftir að vinna til þess að styðja við það ferli sem framundan var og er sú vinna enn í fullum gangi. Nýr vefur, hefur verið smíðaður, nýtt lógó, margskonar markaðsefni verið búið til, umbúðir utan um vörur hannaðar og margt fleira. Allt þetta hefur komið að góðum notum við það að mynda tengsl við væntanlega viðskiptavini og samstarfsaðila og hafa samningar nú þegar verið undirritaðir við nokkra nýja samstarfsaðila og endursöluaðila og viðræður í gangi við enn fleiri, bæði í Evrópu og víðar. Framundan eru því virkilega spennandi tímar fyrir eTactica og hyggur félagið á mikla sókn í sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins á komandi misserum. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica